„Mér fannst skömmin vera svo mikil“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. júní 2024 21:01 Maður sem var vistaður 14 ára á Unglingaheimili ríkisins 1979 segist hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu forstöðumanns heimilisins. Hann lýsir ofbeldi, innilokunum og niðurlægingu á heimilinu. Vísir Maður sem var fjórtán ára vistaður á Unglingaheimili ríkisins 1979 segir að forstöðumaður heimilisins hafi beitt sig kynferðislegu ofbeldi í tvígang. Hann og aðrir segja að skelfilegt ofbeldi hafa átt sér stað af hálfu nokkurra starfsmanna meðan þeir dvöldu þar. Maðurinn sem vill ekki koma fram undir nafni vegna starfs síns var vistaður á Unglingaheimili ríkisins ásamt tvíburabróður í nokkra mánuði þegar þeir voru fjórtán ára. Hann tekur undir með því fólki sem hefur lýst skelfilegri vist þar í þáttunum Vistheimilin sem eru nú sýndir á Stöð 2. Forstöðumaðurinn brotið á honum heima hjá sér Maðurinn segist líka hafa lent í kynferðislegu ofbeldi af hálfu forstöðumanns heimilisins sem á þessum tíma var Kristján Sigurðsson sem gegndi þeirri stöðu frá 1972-1987. „Ég get tekið undir allt það sem hefur komið fram í þáttunum um Unglingaheimilið um skelfilega meðferð á ungmennum þar á sínum tíma. En svo eru ljótari hlutir sem ég varð fyrir og kannski ekki aðrir. Ég lenti í því að Kristján Sigurðsson forstöðumaður tók mig með sér heim til sín tvisvar sinnum, það er engin annar heima,“ segir hann. Þar leitaði hann á mig. Strauk mér um allan líkamann og brýndi svo fyrir mér að ég mætti ekki tala um þetta. Ef ég gerði það yrði mér refsað. Þetta gerist alla vega tvisvar sinnum meðan ég er á Unglingaheimilinu.“ Maðurinn sem hafði fyrir þennan tíma verið í Landakotsskóla sem barn og orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi þar af hálfu séra Georgs og Margrétar Muller segist ekki hafa sagt neinum frá því sem gerðist. „Ég hafði lent í svona atvikum áður og þorði ekki að segja neitt,“ segir maðurinn sem treystir sér ekki til að fara nánar út í þau mál. „Ég talaði aldrei við neinn á Unglingaheimilinu um þetta, mér fannst skömmin vera svo mikil,“ segir hann. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Nánast eins og Nasistabúðir Hann segir að sumir starfsmenn hafi verði góðir við unglingana en nokkrir komið hræðilega fram. „Það voru einhverjir góðir starfsmenn þarna en dvölin litast af þeim sem komu illa fram. Í mínum huga voru þetta nánast eins og Nasistabúðir. Við fengum að vísu stundum að fara út en þurftum alltaf biðja um leyfi. Það var nánast daglegt brauð að ákveðnir starfsmenn gengu í skrokk á unglingunum. Þá voru slagsmál algeng meðal unglingsstrákanna. Við voru lokaðir inni á Níunni ef við gerðum eitthvað af okkur en líka stundum inn í herbergjunum okkar. Það var mikið um andlegt ofbeldi og níðst á minnimáttar þarna innandyra. Ef slíkir hlutir myndu gerast í dag þá væri þetta túlkað sem lögbrot og margir eða einhverjir einstaklingar yrðu örugglega ákærðir fyrir misnotkun á börnum. Ég myndi ekki vilja óska neinum að lenda á slíku heimili. Þetta var ekkert annað en barnafangelsi ,“ segir hann. Vissi ekki af sanngirnisbótunum Hann segist ekki hafa sótt um sanngirnisbætur vegna þessarar vistar á sínum tíma því hann hafi ekki vitað af þeim. En vistheimilisnefnd rannsakaði heimilið á sínum tíma og í framhaldinu var ákveðið að greiða fólki sem þar dvaldi slíkar bætur. Hann segist fyrst núna vera að opna á þessi sár. „Ég er að koma inn í þessi mál fyrst núna. Ég var búinn að grafa þetta djúpt niður og vildi helst af öllu gleyma þessu en það er ekki hægt. Ég vildi óska að Kristján væri á lífi svo hann gæti sjálfur svarað fyrir þessi brot,“ segir maðurinn að lokum. Hér var fjallað um ofbeldi. Ef þig vantar aðstoð eða ráð sem þolandi, aðstandandi eða til að breyta ofbeldisfullri hegðun þinni þá er hægt er að fá nánari upplýsingar á ofbeldisgátt 112.is. Þar á meðal um þá þjónustu sem er til staðar á landsvísu. Einnig er ætíð hægt að hafa samband í síma 112. Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Vistheimili Vistheimilin Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Sjá meira
Maðurinn sem vill ekki koma fram undir nafni vegna starfs síns var vistaður á Unglingaheimili ríkisins ásamt tvíburabróður í nokkra mánuði þegar þeir voru fjórtán ára. Hann tekur undir með því fólki sem hefur lýst skelfilegri vist þar í þáttunum Vistheimilin sem eru nú sýndir á Stöð 2. Forstöðumaðurinn brotið á honum heima hjá sér Maðurinn segist líka hafa lent í kynferðislegu ofbeldi af hálfu forstöðumanns heimilisins sem á þessum tíma var Kristján Sigurðsson sem gegndi þeirri stöðu frá 1972-1987. „Ég get tekið undir allt það sem hefur komið fram í þáttunum um Unglingaheimilið um skelfilega meðferð á ungmennum þar á sínum tíma. En svo eru ljótari hlutir sem ég varð fyrir og kannski ekki aðrir. Ég lenti í því að Kristján Sigurðsson forstöðumaður tók mig með sér heim til sín tvisvar sinnum, það er engin annar heima,“ segir hann. Þar leitaði hann á mig. Strauk mér um allan líkamann og brýndi svo fyrir mér að ég mætti ekki tala um þetta. Ef ég gerði það yrði mér refsað. Þetta gerist alla vega tvisvar sinnum meðan ég er á Unglingaheimilinu.“ Maðurinn sem hafði fyrir þennan tíma verið í Landakotsskóla sem barn og orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi þar af hálfu séra Georgs og Margrétar Muller segist ekki hafa sagt neinum frá því sem gerðist. „Ég hafði lent í svona atvikum áður og þorði ekki að segja neitt,“ segir maðurinn sem treystir sér ekki til að fara nánar út í þau mál. „Ég talaði aldrei við neinn á Unglingaheimilinu um þetta, mér fannst skömmin vera svo mikil,“ segir hann. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Nánast eins og Nasistabúðir Hann segir að sumir starfsmenn hafi verði góðir við unglingana en nokkrir komið hræðilega fram. „Það voru einhverjir góðir starfsmenn þarna en dvölin litast af þeim sem komu illa fram. Í mínum huga voru þetta nánast eins og Nasistabúðir. Við fengum að vísu stundum að fara út en þurftum alltaf biðja um leyfi. Það var nánast daglegt brauð að ákveðnir starfsmenn gengu í skrokk á unglingunum. Þá voru slagsmál algeng meðal unglingsstrákanna. Við voru lokaðir inni á Níunni ef við gerðum eitthvað af okkur en líka stundum inn í herbergjunum okkar. Það var mikið um andlegt ofbeldi og níðst á minnimáttar þarna innandyra. Ef slíkir hlutir myndu gerast í dag þá væri þetta túlkað sem lögbrot og margir eða einhverjir einstaklingar yrðu örugglega ákærðir fyrir misnotkun á börnum. Ég myndi ekki vilja óska neinum að lenda á slíku heimili. Þetta var ekkert annað en barnafangelsi ,“ segir hann. Vissi ekki af sanngirnisbótunum Hann segist ekki hafa sótt um sanngirnisbætur vegna þessarar vistar á sínum tíma því hann hafi ekki vitað af þeim. En vistheimilisnefnd rannsakaði heimilið á sínum tíma og í framhaldinu var ákveðið að greiða fólki sem þar dvaldi slíkar bætur. Hann segist fyrst núna vera að opna á þessi sár. „Ég er að koma inn í þessi mál fyrst núna. Ég var búinn að grafa þetta djúpt niður og vildi helst af öllu gleyma þessu en það er ekki hægt. Ég vildi óska að Kristján væri á lífi svo hann gæti sjálfur svarað fyrir þessi brot,“ segir maðurinn að lokum. Hér var fjallað um ofbeldi. Ef þig vantar aðstoð eða ráð sem þolandi, aðstandandi eða til að breyta ofbeldisfullri hegðun þinni þá er hægt er að fá nánari upplýsingar á ofbeldisgátt 112.is. Þar á meðal um þá þjónustu sem er til staðar á landsvísu. Einnig er ætíð hægt að hafa samband í síma 112.
Hér var fjallað um ofbeldi. Ef þig vantar aðstoð eða ráð sem þolandi, aðstandandi eða til að breyta ofbeldisfullri hegðun þinni þá er hægt er að fá nánari upplýsingar á ofbeldisgátt 112.is. Þar á meðal um þá þjónustu sem er til staðar á landsvísu. Einnig er ætíð hægt að hafa samband í síma 112.
Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Vistheimili Vistheimilin Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Sjá meira