Enski boltinn

Ætla að banna starfs­fólki United að borða með leik­mönnunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Manchester United fá núna að borða í friði.
Leikmenn Manchester United fá núna að borða í friði. getty/Matthew Peters

Sir Jim Ratcliffe og félagar hans í INEOS eru byrjaðir að taka til hendinni hjá Manchester United og ætla að breyta ýmsu hjá félaginu, meðal annars hverjir mega snæða með leikmönnum þess á æfingasvæðinu.

Í sumar verða gerðar breytingar sem koma í veg fyrir að þeir eru ekki beintengdir aðalliði United borði með leikmönnum þess í mötuneytinu á æfingasvæðinu.

Fyrirhugaðar breytingar hafa mælst misvel fyrir. Sumir telja að með þeim sé verið að einangra leikmennina frá starfsfólkinu en aðrir telja að með þessu fái þeir meiri frið og verði ekki fyrir óþarfa áreiti.

Ratcliffe og félagar í INEOS eiga fjórðungshlut í United og ráða öllu er viðkemur fótboltamálum hjá félaginu.

Nú stendur yfir ein alls herjar greining á stöðu mála hjá United og þegar henni er lokið kemur í ljós hvort Erik ten Hag heldur starfi sínu sem knattspyrnustjóri liðsins. Undir hans stjórn varð United bikarmeistari á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×