Landsnet skuldar Landsvirkjun 2,4 milljarða Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 17:35 Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Arnar Halldórsson Landsnet skuldar Landsvirkjun 2,4 milljarða króna sem greiddar voru í svokallað aflgjald af framleiðendum raforku. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að innheimta Landsnets á téðu gjaldi væri ólögmæt. Forsaga málsins er sú að Landsnet hóf gjaldtöku aflgjalds og rökstuddi það með því að vísa í kostnað við að færa orku inn á flutningskerfi sitt. Hluti af flutningsfjaldi var þá færður yfir á raforkuframleiðendur í samræmi við kostnað af innmötun orku. Landsvirkjun mótmælti gjaldtökunni frá upphafi en hún tók gildi fyrsta apríl 2022. Landsvirkjun stefndi Landsneti og Orkustofnun, sem heimilaði innheimtu gjaldsins, og krafðist þess að viðurkennt yrði að óheimilt hafi verið að innheimta gjaldið. Landsvirkjun hafði betur bæði fyrir héraðsdómi og Landsrétti. „Í dóminum var meðal annars bent á að innmötunargjaldið væri ekki hefðbundið þjónustugjald heldur gjald sérstaks eðlis sem væri ætlað að standa undir fleiri atriðum en þjónustu. Ekki yrði litið framhjá því að með breytingum á raforkulögum árið 2011 hefði verið fellt brott ákvæði þar sem vísað hefði verið til innmötunargjalds. Eftir gildistöku laganna væri því ekki lengur mælt fyrir um álagningu slíks gjalds í raforkulögum,“ segir í tilkynningu frá Landsvirkjun vegna málsins. Þar segir einnig að á þeim tíma sem innmötunargjald var hluti af gjaldskrá Landsnets hafi Landsvirkjun rukkað viðskiptavini sína á heildsölumarkaði og stórnotendur um innmötunargjald en að ekki hafi náðst af endurheimta að fullu þann kostnað sem fyrirtækið varð fyrir vegna uppsetningar gjaldskrárinnar. „Nú þegar staðfesting Hæstaréttar á niðurstöðunni liggur fyrir mun Landsnet þurfa að endurgreiða þennan kostnað til raforkuframleiðendanna. Við munum því endurgreiða viðskiptavinum okkar þann kostnað sem þeir urðu fyrir á tímabilinu og almennir neytendur sem og stórnotendur vera jafn settir og þeir voru fyrir setningu innmötunargjaldsins,“ segir í tilkynningunni. Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Landsnet hóf gjaldtöku aflgjalds og rökstuddi það með því að vísa í kostnað við að færa orku inn á flutningskerfi sitt. Hluti af flutningsfjaldi var þá færður yfir á raforkuframleiðendur í samræmi við kostnað af innmötun orku. Landsvirkjun mótmælti gjaldtökunni frá upphafi en hún tók gildi fyrsta apríl 2022. Landsvirkjun stefndi Landsneti og Orkustofnun, sem heimilaði innheimtu gjaldsins, og krafðist þess að viðurkennt yrði að óheimilt hafi verið að innheimta gjaldið. Landsvirkjun hafði betur bæði fyrir héraðsdómi og Landsrétti. „Í dóminum var meðal annars bent á að innmötunargjaldið væri ekki hefðbundið þjónustugjald heldur gjald sérstaks eðlis sem væri ætlað að standa undir fleiri atriðum en þjónustu. Ekki yrði litið framhjá því að með breytingum á raforkulögum árið 2011 hefði verið fellt brott ákvæði þar sem vísað hefði verið til innmötunargjalds. Eftir gildistöku laganna væri því ekki lengur mælt fyrir um álagningu slíks gjalds í raforkulögum,“ segir í tilkynningu frá Landsvirkjun vegna málsins. Þar segir einnig að á þeim tíma sem innmötunargjald var hluti af gjaldskrá Landsnets hafi Landsvirkjun rukkað viðskiptavini sína á heildsölumarkaði og stórnotendur um innmötunargjald en að ekki hafi náðst af endurheimta að fullu þann kostnað sem fyrirtækið varð fyrir vegna uppsetningar gjaldskrárinnar. „Nú þegar staðfesting Hæstaréttar á niðurstöðunni liggur fyrir mun Landsnet þurfa að endurgreiða þennan kostnað til raforkuframleiðendanna. Við munum því endurgreiða viðskiptavinum okkar þann kostnað sem þeir urðu fyrir á tímabilinu og almennir neytendur sem og stórnotendur vera jafn settir og þeir voru fyrir setningu innmötunargjaldsins,“ segir í tilkynningunni.
Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira