Láninu varið í að tryggja örugga og heilsusamlega skóla Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. júní 2024 15:16 Einar Þorsteinsson er borgarstjóri Reykjavíkur. Vísir/Ívar 100 milljóna evra lán til Reykjavíkurborgar mun greiða götur borgarinnar þegar það kemur að umfangsmiklu viðhaldsátaki í skólahúsnæði borgarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Carlo Monticelli, bankastjóri Þróunarbanka Evrópuráðsins, komu saman í dag til að undirrita samning um 100 milljóna evra lán. Eins og greint hefur verið frá samþykkti meirihluti borgarstjórnar lántökuna í gær. Að því sem fram kemur í tilkynningunni mun láninu vera varið í að koma skólahúsnæði í borginni í nútímalegt horf og til að tryggja öruggt og heilsusamlegt skólahúsnæði. Eins og greint hefur verið frá hefur mygla og aðrir skaðvaldar hrjáð ýmsa skóla á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið gagnist innflytjendum og íbúum Grindavíkur „Með þessu átaki verður skólahúsnæði fært í nútímalegt horf þar sem aðstaða til kennslu og lærdóms verður í takt við það sem best verður á kosið í nútímakennslufræðum á öllum stigum náms frá leikskóla til loka grunnskóla,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni segir að lántakan muni gagnast um 22.500 börnum í Reykjavík. „Þar á meðal fjölskyldum innflytjenda, úkraínsku flóttafólki og þeim 200 fjölskyldum sem misstu nýlega heimili sín vegna eldsumbrota við Grindavík.“ Lánið dekkar aðeins hluta kostnaðar Fyrirhugað er að fjárfestingarnar komi til framkvæmda á tímabilinu 2023 til 2028 en heildarkostnaður nemur 223 milljón evrum. Lánið mun því aðeins dekka hluta framkvæmdanna. „Þessi lánssamningur styður okkur í að halda áfram mikilvægu viðhaldsátaki og uppbyggingu á skólahúsnæði í borginni og endurspeglar forgangsröðun okkar í meirihlutanum í þágu skólamála,“ er haft eftir Einari í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Undirritun samningsins fór fram í aðdraganda 57. sameiginlega fundar Þróunarbanka Evrópuráðsins sem hefst í dag og íslensk stjórnvöld standa að í ár en þar koma saman fulltrúar hluthafa og æðstu stjórnenda bankans. Ísland er eitt átta stofnríkja Þróunarbanka Evrópuráðsins. Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Stefnubreyting í fjármögnun borgarinnar Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir lántaka borgarinnar upp á 100 milljónir evra frá Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB, marka stefnubreytingu í fjármögnun borgarinnar. Borginni hafi gengið illa að fjármagna sig á skuldabréfaútboðum og hafi ekki átt annarra kosta völ en að leita á náðir þróunarbankans. 5. júní 2024 21:09 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Carlo Monticelli, bankastjóri Þróunarbanka Evrópuráðsins, komu saman í dag til að undirrita samning um 100 milljóna evra lán. Eins og greint hefur verið frá samþykkti meirihluti borgarstjórnar lántökuna í gær. Að því sem fram kemur í tilkynningunni mun láninu vera varið í að koma skólahúsnæði í borginni í nútímalegt horf og til að tryggja öruggt og heilsusamlegt skólahúsnæði. Eins og greint hefur verið frá hefur mygla og aðrir skaðvaldar hrjáð ýmsa skóla á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið gagnist innflytjendum og íbúum Grindavíkur „Með þessu átaki verður skólahúsnæði fært í nútímalegt horf þar sem aðstaða til kennslu og lærdóms verður í takt við það sem best verður á kosið í nútímakennslufræðum á öllum stigum náms frá leikskóla til loka grunnskóla,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni segir að lántakan muni gagnast um 22.500 börnum í Reykjavík. „Þar á meðal fjölskyldum innflytjenda, úkraínsku flóttafólki og þeim 200 fjölskyldum sem misstu nýlega heimili sín vegna eldsumbrota við Grindavík.“ Lánið dekkar aðeins hluta kostnaðar Fyrirhugað er að fjárfestingarnar komi til framkvæmda á tímabilinu 2023 til 2028 en heildarkostnaður nemur 223 milljón evrum. Lánið mun því aðeins dekka hluta framkvæmdanna. „Þessi lánssamningur styður okkur í að halda áfram mikilvægu viðhaldsátaki og uppbyggingu á skólahúsnæði í borginni og endurspeglar forgangsröðun okkar í meirihlutanum í þágu skólamála,“ er haft eftir Einari í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Undirritun samningsins fór fram í aðdraganda 57. sameiginlega fundar Þróunarbanka Evrópuráðsins sem hefst í dag og íslensk stjórnvöld standa að í ár en þar koma saman fulltrúar hluthafa og æðstu stjórnenda bankans. Ísland er eitt átta stofnríkja Þróunarbanka Evrópuráðsins.
Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Stefnubreyting í fjármögnun borgarinnar Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir lántaka borgarinnar upp á 100 milljónir evra frá Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB, marka stefnubreytingu í fjármögnun borgarinnar. Borginni hafi gengið illa að fjármagna sig á skuldabréfaútboðum og hafi ekki átt annarra kosta völ en að leita á náðir þróunarbankans. 5. júní 2024 21:09 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Stefnubreyting í fjármögnun borgarinnar Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir lántaka borgarinnar upp á 100 milljónir evra frá Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB, marka stefnubreytingu í fjármögnun borgarinnar. Borginni hafi gengið illa að fjármagna sig á skuldabréfaútboðum og hafi ekki átt annarra kosta völ en að leita á náðir þróunarbankans. 5. júní 2024 21:09