Innlent

Gular við­varanir enn í kortunum

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Gul viðvörun tek­ur gildi í kvöld á Strönd­um og Norður­landi vestra, Norður­landi eystra og á miðhá­lend­inu.
Gul viðvörun tek­ur gildi í kvöld á Strönd­um og Norður­landi vestra, Norður­landi eystra og á miðhá­lend­inu. Veðurstofan

Meginþunginn af langvinnu norðanhreti er afstaðinn en þó eru enn gular viðvaranir í kortunum. Slyddu eða snjó­komu er spáð á Norður­landi í kvöld, líklega síðustu gusunni af kaldri úrkomu í bili.

Gular veðurviðvaranir taka gildi klukkan 19 á Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Miðhálendinu vegna slyddu eða snjókomu. Vindur nær sér ekki á strik, svo þessi síðasti skammtur er skárri en þeir fyrri að því leyti, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofunni.

Í fyrramálið styttir upp og þegar kemur fram á morgundaginn er norðan gola eða kaldi í kortunum og lítil eða engin úrkoma norðantil, en nokkuð þungbúið þar samt áfram og kalt. Sunnan heiða léttir til með hita 7 til 13 stig.

Í kvöldfréttum í gær var rætt við veðurfræðing sem sagði erfitt að spá fyrir um sumarið. Eftir gusuna sem lendi á landinu í kvöld séu spárnar þannig að veður eigi að vera rólegra. Um helgina og á mánudag verði róleg norðanátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×