Hafró ráðleggur eins prósents hækkun aflamarks þorsks Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. júní 2024 10:27 Ráðgjöfin var kynnt í dag í höfuðstöðvum stofnunarinnar. Vísir/Vilhelm Hafrannsóknastofnun kynnti úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár í morgun. Aflamark fyrir á þriðja tug stofna var lagt til á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hafrannsóknarstofnun. Þar segir að stofnunin ráðleggi eitt prósent hækkun aflamarks þorsks fiskveiðiárið 2024/2025. Sú ráðgjöf byggi á aflareglu stjórnvalda. Því hækki ráðlagður heildarafli úr 211 309 tonnum á yfirstandandi fiskveiðiári í 213 214 tonn. Gert sé ráð fyrir að stærð viðmiðunarstofns þorsks verði svipuð næstu tvö til þrjú ár þegar árgangarnir frá 2020 og 2021 koma að fullu inn í viðmiðunarstofninn þar sem þeir eru nú metnir við og undir meðallagi. Fram kemur að samkvæmt aflareglu verði aflamark ýsu 76 774 tonn sem er nær óbreytt ráðgjöf frá yfirstandandi fiskveiðiári. Áætlað sé að stærð viðmiðunarstofns muni haldast stöðug næstu tvö árin vegna góðrar nýliðunar áranna 2019 til 2021 en fari svo lækkandi. Gullkarfastofninn fari minnkandi Ráðgjöf fyrir ufsa samkvæmt aflareglu er nær óbreytt frá yfirstandandi fiskveiðiári og er 66 705 tonn. Ráðgjöf fyrir gullkarfa er 46 911 tonn eða 14 % hærri en á yfirstandandi fiskveiðiári. Þrátt fyrir hækkunina er rétt að benda á að nýliðun gullkarfa hefur verið mjög slök undanfarinn áratug og af þeim sökum hefur hrygningarstofn minnkað á undanförnum árum. Fyrirséð er að stofninn fari minnkandi á komandi árum og að draga þurfi verulega úr sókn. Áfram er lagt er til að aflamark djúpkarfa verði 0 tonn þar sem hrygningarstofninn er metinn undir varúðarmörkum. Ekki er búist að stofninn fari upp fyrir varúðarmörk í fyrirsjáanlegri framtíð. Ráðgjöf fyrir grálúðu lækkar um 9 % frá fyrra ári og er 17 890 tonn. Ráðlagt aflamark er lægra vegna þess að stofninn er nú metinn undir varúðarmörkum. Þó er útlit fyrir að stofninn fari vaxandi á næstu árum vegna góðrar nýliðunar. Ráðgjöf um aflamark íslensku sumargotssíldarinnar fylgir nú nýrri aflareglu, þar sem aflamark komandi fiskveiðiárs er nú 19 % af viðmiðunarstofni (lífmassa 4 ára síldar og eldri) í stað 15 %. Þrátt fyrir þessa hækkun á veiðihlutfalli er ráðgjöf samkvæmt aflareglu stjórnvalda 81 367 tonn eða 12 % lægri en á yfirstandandi fiskveiðiári. Helgast það að því að viðmiðunarstofninn er nú metinn umtalsvert minni en í fyrra. Ráðgjöfina í heild sinni má nálgast á vef Hafrannsóknastofnunar. Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hafrannsóknarstofnun. Þar segir að stofnunin ráðleggi eitt prósent hækkun aflamarks þorsks fiskveiðiárið 2024/2025. Sú ráðgjöf byggi á aflareglu stjórnvalda. Því hækki ráðlagður heildarafli úr 211 309 tonnum á yfirstandandi fiskveiðiári í 213 214 tonn. Gert sé ráð fyrir að stærð viðmiðunarstofns þorsks verði svipuð næstu tvö til þrjú ár þegar árgangarnir frá 2020 og 2021 koma að fullu inn í viðmiðunarstofninn þar sem þeir eru nú metnir við og undir meðallagi. Fram kemur að samkvæmt aflareglu verði aflamark ýsu 76 774 tonn sem er nær óbreytt ráðgjöf frá yfirstandandi fiskveiðiári. Áætlað sé að stærð viðmiðunarstofns muni haldast stöðug næstu tvö árin vegna góðrar nýliðunar áranna 2019 til 2021 en fari svo lækkandi. Gullkarfastofninn fari minnkandi Ráðgjöf fyrir ufsa samkvæmt aflareglu er nær óbreytt frá yfirstandandi fiskveiðiári og er 66 705 tonn. Ráðgjöf fyrir gullkarfa er 46 911 tonn eða 14 % hærri en á yfirstandandi fiskveiðiári. Þrátt fyrir hækkunina er rétt að benda á að nýliðun gullkarfa hefur verið mjög slök undanfarinn áratug og af þeim sökum hefur hrygningarstofn minnkað á undanförnum árum. Fyrirséð er að stofninn fari minnkandi á komandi árum og að draga þurfi verulega úr sókn. Áfram er lagt er til að aflamark djúpkarfa verði 0 tonn þar sem hrygningarstofninn er metinn undir varúðarmörkum. Ekki er búist að stofninn fari upp fyrir varúðarmörk í fyrirsjáanlegri framtíð. Ráðgjöf fyrir grálúðu lækkar um 9 % frá fyrra ári og er 17 890 tonn. Ráðlagt aflamark er lægra vegna þess að stofninn er nú metinn undir varúðarmörkum. Þó er útlit fyrir að stofninn fari vaxandi á næstu árum vegna góðrar nýliðunar. Ráðgjöf um aflamark íslensku sumargotssíldarinnar fylgir nú nýrri aflareglu, þar sem aflamark komandi fiskveiðiárs er nú 19 % af viðmiðunarstofni (lífmassa 4 ára síldar og eldri) í stað 15 %. Þrátt fyrir þessa hækkun á veiðihlutfalli er ráðgjöf samkvæmt aflareglu stjórnvalda 81 367 tonn eða 12 % lægri en á yfirstandandi fiskveiðiári. Helgast það að því að viðmiðunarstofninn er nú metinn umtalsvert minni en í fyrra. Ráðgjöfina í heild sinni má nálgast á vef Hafrannsóknastofnunar.
Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira