Strákarnir fengu að fylgjast með verðlaunaafhendingunni Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2024 13:35 Háteigsskóli útskrifaði 10. bekkinga í vikunni og fékk helmingur nemenda viðurkenningu, og allar stelpurnar nema tvær. Strákarnir fengu að fylgjast með verðlaunaathöfninni. vísir/vilhelm Í vikunni var útskrift hjá 10. bekk í Háteigsskóla sem eru krakkar á aldrinum 15 til 16 ára. Helmingur barnanna fékk viðurkenningu fyrir árangur af einhverju tagi. Hinn helmingurinn sat eftir úti í sal, tuttugu strákar og tvær stelpur. Bríet Konráðsdóttir var við athöfnina og henni þótti þetta skjóta skökku við. „Já. Mér fannst sláandi að sjá drengina sitja eftir. Þetta var í kirkju Óháða safnaðarins og maður getur farið upp á svalir. Ég stökk þangað og tók mynd, svo ég væri örugglega ekki að fara með einhverja vitleysu,“ segir Bríet. Drengirnir sem dæmdir minnipokamenn Hún segist hafa séð það á drengjunum sem sátu eftir að þeim fannst þetta kjánalegt. Og að athyglin væri á sér fremur en sviðinu. Og það hafi hreinlega verið skrifað á enni þeirra: Ók, þið fáið ekki neitt. Þið eru ekki nógu góðir. „Það er eitthvað mjög skakkt við það að veita helmingi nemenda viðurkenningu fyrir árangur af einhverju tagi og pæla ekkert í því að nánast allir drengirnir sitja eftir úti í sal. Hvaða skilaboð er verið að senda þeim? Ég átta mig ekki á tilganginum,“ segir Bríet. Hún segir að hver sem ástæðan sé fyrir miklu brottfalli drengja úr námi, þá finnst henni að grunnskólinn eigi að vera staður sem leggur grunn að sjálfstrausti og þarna hafi ekki öll fengið sömu hvatninguna. Skólastjórnendur kjósa að tjá sig ekki Bríet ákvað að vekja athygli á þessu á Facebook-síðu sinni og hafa undirtektirnar verið miklar. Hún segist vita til þess að svona sé þetta ekki í öllum skólum en víða. „Skólastjórinn var með ágætis ræðu. Að krakkarnir væru klárari en þeir héldu og hugrakkari. Hún var að vísa í Bangsímon og ég ákvað að taka hana mér til fyrirmyndar og skrifa þennan status,“ segir Bríet: Bríet segist hafa fengið mikið af skilaboðum frá foreldrum sem voru með óbragð í munni eftir þessa athöfn. „Þetta á að vera gleði en maður fær smá sorg í hjartað. Takk grunnskóli, fyrir nota síðasta daginn til að koma þeirri tilfinningu inn hjá strákunum að þeir séu ekki nógu góðir.“ Vísir náði tali af Guðrúnu Helgu Sigfúsdóttur aðstoðarskólastjóra og hún sagði, eftir að hafa fundað með skólastjóranum Arndísi Steinþórsdóttur, að þær væru ekki tilbúnar til að tjá sig um einstök mál, þetta væri viðkvæmt atriði. Skóla- og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Bríet Konráðsdóttir var við athöfnina og henni þótti þetta skjóta skökku við. „Já. Mér fannst sláandi að sjá drengina sitja eftir. Þetta var í kirkju Óháða safnaðarins og maður getur farið upp á svalir. Ég stökk þangað og tók mynd, svo ég væri örugglega ekki að fara með einhverja vitleysu,“ segir Bríet. Drengirnir sem dæmdir minnipokamenn Hún segist hafa séð það á drengjunum sem sátu eftir að þeim fannst þetta kjánalegt. Og að athyglin væri á sér fremur en sviðinu. Og það hafi hreinlega verið skrifað á enni þeirra: Ók, þið fáið ekki neitt. Þið eru ekki nógu góðir. „Það er eitthvað mjög skakkt við það að veita helmingi nemenda viðurkenningu fyrir árangur af einhverju tagi og pæla ekkert í því að nánast allir drengirnir sitja eftir úti í sal. Hvaða skilaboð er verið að senda þeim? Ég átta mig ekki á tilganginum,“ segir Bríet. Hún segir að hver sem ástæðan sé fyrir miklu brottfalli drengja úr námi, þá finnst henni að grunnskólinn eigi að vera staður sem leggur grunn að sjálfstrausti og þarna hafi ekki öll fengið sömu hvatninguna. Skólastjórnendur kjósa að tjá sig ekki Bríet ákvað að vekja athygli á þessu á Facebook-síðu sinni og hafa undirtektirnar verið miklar. Hún segist vita til þess að svona sé þetta ekki í öllum skólum en víða. „Skólastjórinn var með ágætis ræðu. Að krakkarnir væru klárari en þeir héldu og hugrakkari. Hún var að vísa í Bangsímon og ég ákvað að taka hana mér til fyrirmyndar og skrifa þennan status,“ segir Bríet: Bríet segist hafa fengið mikið af skilaboðum frá foreldrum sem voru með óbragð í munni eftir þessa athöfn. „Þetta á að vera gleði en maður fær smá sorg í hjartað. Takk grunnskóli, fyrir nota síðasta daginn til að koma þeirri tilfinningu inn hjá strákunum að þeir séu ekki nógu góðir.“ Vísir náði tali af Guðrúnu Helgu Sigfúsdóttur aðstoðarskólastjóra og hún sagði, eftir að hafa fundað með skólastjóranum Arndísi Steinþórsdóttur, að þær væru ekki tilbúnar til að tjá sig um einstök mál, þetta væri viðkvæmt atriði.
Skóla- og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira