„Finnum að það er upplifun einhverra íbúa að okkur sé alveg sama“ Lovísa Arnardóttir skrifar 7. júní 2024 17:45 Almar segir bæjaryfirvöldum umhugað um skoðanir íbúa og það sé verið að taka tillit til skoðana þeirra. Enn sé opið samráðsferli og hægt að koma athugasemdum á framfæri. Myndir/Garðabær Almar Guðmundsson bæjarstjóri í Garðabæ segir að í nýrri tillögu að deiliskipulagi fyrir Arnarland í Garðabæ sé tekið tillit til margra athugasemda frá íbúum. Samráðsferlið sé enn opið. Hann hvetur íbúa til að rýna nýja tillögu og til að skila athugasemdum. Arnarland er nýtt svæði sem á að byggja og er skipulagssvæðið um níu hektarar að stærð. Gert er ráð fyrir því að á svæðinu rísi um 500 íbúðir auk þess sem þar verður reistur heilsuklasi sem mun hýsa ýmsa heilbrigðistengda starfsemi. Greint var frá því í gær að hópur íbúa ætli að stofna hagsmunasamtök til að mótmæla fyrirhugaðri byggð. Þau segja fyrirhugaða byggð ekki í takt við aðra byggð á svæðinu og að of lítið samráð hafi verið við íbúa. Kynning á nýrri tillögu fer fram á fundi næsta þriðjudag. Á vefsíðu Arnarlands kemur fram að svæðið afmarkast af Hafnarfjarðarvegi til vesturs, Arnarnesvegi til suðurs, Fífuhvammsvegi til austurs og sveitarfélagamörkum Garðabæjar og Kópavogs til norðurs. Landið er í eigu Ósa en skipulagið er á hendi Garðabæjar. Ósar eiga til dæmis Icepharma og er gert ráð fyrir því fyrirtækið verði hýst í nýjum heilsuklasa. „Bæjarstjórn samþykkti í gær nýja tillögu til auglýsingar og samráðs,“ segir Almar og að nú fá íbúar annað tækifæri til að rýna í breytingar á svæðinu. „Þetta er mjög mikilvægt. Við erum þegar búin að bregðast að töluverðu leyti við þeim sjónarmiðum sem hafa komið frá íbúum,“ segir Almar. Færðu Borgarlínu og lækkuðu hæðir Sem dæmi hafi lega Borgarlínunnar verið færð nær Hafnarfjarðarvegi, hæðir heilsuklasans verið lækkaðar auk þess sem búið er að minnka byggingarmagn á svæðinu. Þá sé búið að skoða ábendingar um vind, skugga, náttúru, gróður og umferð og bregðast við því og það kynnt í nýrri tillögu. „Við erum þegar búin að bregðast við þeim ábendingum sem við fengum á fyrra stigi. Við fyrri tillögu,“ segir Almar og að hann telji að gagnrýni íbúa sé að einhverju leyti bundinn við fyrri tillögu. Það sé áríðandi að skoða nýju tillöguna því ýmislegt hafi breyst. Heilsuklasinn mun hýsa ýmsa heilbrigðistengda starfsemi.Mynd/Garðabær Hluti þeirra íbúa sem mótmæla framkvæmdunum mættu á bæjarstjórnarfund í gær. Einn þeirra, Sigurður Hólmar Jóhannesson, sagði í samtali við fréttastofu í gær að þeim þætti byggðin ekki í takt við það sem er í kring. Þeim þætti betra ef hún yrði lágreistari. Þá fannst honum ekki nægilegt tillit tekið til þeirra sem þegar búa í grennd við svæðið, eins og þau sem búa á Arnarnesi. „Íbúabyggðin er ekki háreist, hún er þrjár til sex hæðir, og meirihlutinn lægri en hærri,“ segir Almar. Gert er ráð fyrir því að á svæðinu rísi heilsuklasi sem eigi að hýsa ýmsa heilbrigðistengda starfsemi. Almar segir að hæðir klasans hafi verið lækkaðar til að bregðast við athugasemdum frá íbúum. „Klasinn er við Hafnarfjarðarveg og skipulag svæðisins mótast af því að það er byggt við stóra umferðaræð. Það er nálægt borgarlínu og við teljum okkur vera að vinna eftir nútímalegum sjónarmiðum hvað það varðar,“ segir Almar. Hvetja íbúa til að rýna tillöguna Byggðin sé austar og fjær Hafnarfjarðarvegi en heilsuklasinn sé við veginn og nær Arnarnesinu. Þetta hafi allt verið skoðað og tekið tillit til þess í nýrri tillögu. Almar segir að í nýrri tillögu sé verið að breyta skipulagi. Áður hafi verið gert ráð fyrir að svæðið yrði atvinnu- og þjónustusvæði með háum skrifstofubyggingum á öllu svæðinu. Nú sé búið að lækka byggð og bæta við lágreistari íbúðabyggð. „Nú er komin ný tillaga og við hvetjum íbúa til að rýna hana vel. Við höldum þennan kynningarfund á þriðjudaginn og íbúar hafa til byrjun ágústmánaðar til að skila athugasemdum. Þetta er mjög mikilvægur partur af skipulagsferli. Þetta er réttur fólks,“ segir Almar. Hann telur nokkuð öruggt að eftir þetta ferli muni byggðin taka frekar breytingum. Skipulagsnefnd muni rýna alla athugasemdir sem komi fram í þessu ferli. Heilsuklasinn mun hýsa ýmsa heilbrigðistengda starfsemi.Mynd/Garðabær „Okkur finnst þetta skipta máli. Við finnum að það er upplifun einhverra íbúa að okkur sé alveg sama. Það þykir mér ekki réttmæt gagnrýni. Nú erum við með uppfærða tillögu sem felur í sér töluverðar breytingar. Nú fer þetta aðra umferð í samráði og við það verður tillagan betri í heild sinni. Vegna þess að þá verða sjónarmið íbúa, hagsmunaaðila og annarra.“ Þjónusta verði tryggð Almar segir að ekki sé gert ráð fyrir því að reisa í hverfinu leikskóla eða grunnskóla. Þeim verði þjónað í öðrum skólum í grennd. „Áherslan í hverfinu er að þarna verði eldri íbúar. Við getum ekki forskrifað það inn en við teljum að yfirbragð heilsuklasans og heilsuhverfisins sé með þeim hætti að það eigi að vera aðgengilegra fyrir eldri íbúa. En það verður ekki skilyrt í skipulagi.“ Almar á von á því að fundurinn á þriðjudag verði vel sóttur og góður. Það hafi verið haldnir tveir fundir í fyrra þegar fyrri tillaga var kynnt. Þau skynji skýran áhuga íbúa og þeim sé annt um að íbúar láti í sér heyra. Arnarland eins og það á að vera og eins og það er í dag. „Það er betra að fólk geri sér grein fyrir því hvað þarna er í vændum og að samráðið verði til þess að endanleg tillaga verði til þess best fallin að skapa góða sátt gagnvart þeim sem búa þarna nær, en líka þeim sjónarmiðum að innan Garðabæjar byggist upp svæði þar sem við löðum að okkur öflug fyrirtæki og um leið skipuleggjum aðlaðandi byggð.“ Áratugaframkvæmd Tillagan er auglýst núna og fer svo í samráð þar til í ágúst. Almar segir að eftir það taki nokkrar vikur að vinna úr þeim og svo verði lögð fram endanleg tillaga. Gert er ráð fyrir því að byggðin sjálf rísi þarna á nokkrum árum eða jafnvel áratugum. Verði tillagan samþykkt megi þó gera ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist fljótlega á svæðinu. „Garðabær er það sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu sem hefur byggst upp hraðast á síðustu tíu eða tuttugu árum. Við eigum nóg byggingarland og höfum verið dugleg að skipuleggja það og skaffa íbúðir inn á markaðinn. Við höldum því áfram en okkur er umhugað um að það séu gæði í uppbyggingunni gagnvart íbúunum. Að allri uppbyggingu fylgi góð þjónusta,“ segir Almar og þannig verði haldið áfram í nýrri byggð. Garðabær Skipulag Sveitarstjórnarmál Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Erlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Fleiri fréttir Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Sjá meira
Arnarland er nýtt svæði sem á að byggja og er skipulagssvæðið um níu hektarar að stærð. Gert er ráð fyrir því að á svæðinu rísi um 500 íbúðir auk þess sem þar verður reistur heilsuklasi sem mun hýsa ýmsa heilbrigðistengda starfsemi. Greint var frá því í gær að hópur íbúa ætli að stofna hagsmunasamtök til að mótmæla fyrirhugaðri byggð. Þau segja fyrirhugaða byggð ekki í takt við aðra byggð á svæðinu og að of lítið samráð hafi verið við íbúa. Kynning á nýrri tillögu fer fram á fundi næsta þriðjudag. Á vefsíðu Arnarlands kemur fram að svæðið afmarkast af Hafnarfjarðarvegi til vesturs, Arnarnesvegi til suðurs, Fífuhvammsvegi til austurs og sveitarfélagamörkum Garðabæjar og Kópavogs til norðurs. Landið er í eigu Ósa en skipulagið er á hendi Garðabæjar. Ósar eiga til dæmis Icepharma og er gert ráð fyrir því fyrirtækið verði hýst í nýjum heilsuklasa. „Bæjarstjórn samþykkti í gær nýja tillögu til auglýsingar og samráðs,“ segir Almar og að nú fá íbúar annað tækifæri til að rýna í breytingar á svæðinu. „Þetta er mjög mikilvægt. Við erum þegar búin að bregðast að töluverðu leyti við þeim sjónarmiðum sem hafa komið frá íbúum,“ segir Almar. Færðu Borgarlínu og lækkuðu hæðir Sem dæmi hafi lega Borgarlínunnar verið færð nær Hafnarfjarðarvegi, hæðir heilsuklasans verið lækkaðar auk þess sem búið er að minnka byggingarmagn á svæðinu. Þá sé búið að skoða ábendingar um vind, skugga, náttúru, gróður og umferð og bregðast við því og það kynnt í nýrri tillögu. „Við erum þegar búin að bregðast við þeim ábendingum sem við fengum á fyrra stigi. Við fyrri tillögu,“ segir Almar og að hann telji að gagnrýni íbúa sé að einhverju leyti bundinn við fyrri tillögu. Það sé áríðandi að skoða nýju tillöguna því ýmislegt hafi breyst. Heilsuklasinn mun hýsa ýmsa heilbrigðistengda starfsemi.Mynd/Garðabær Hluti þeirra íbúa sem mótmæla framkvæmdunum mættu á bæjarstjórnarfund í gær. Einn þeirra, Sigurður Hólmar Jóhannesson, sagði í samtali við fréttastofu í gær að þeim þætti byggðin ekki í takt við það sem er í kring. Þeim þætti betra ef hún yrði lágreistari. Þá fannst honum ekki nægilegt tillit tekið til þeirra sem þegar búa í grennd við svæðið, eins og þau sem búa á Arnarnesi. „Íbúabyggðin er ekki háreist, hún er þrjár til sex hæðir, og meirihlutinn lægri en hærri,“ segir Almar. Gert er ráð fyrir því að á svæðinu rísi heilsuklasi sem eigi að hýsa ýmsa heilbrigðistengda starfsemi. Almar segir að hæðir klasans hafi verið lækkaðar til að bregðast við athugasemdum frá íbúum. „Klasinn er við Hafnarfjarðarveg og skipulag svæðisins mótast af því að það er byggt við stóra umferðaræð. Það er nálægt borgarlínu og við teljum okkur vera að vinna eftir nútímalegum sjónarmiðum hvað það varðar,“ segir Almar. Hvetja íbúa til að rýna tillöguna Byggðin sé austar og fjær Hafnarfjarðarvegi en heilsuklasinn sé við veginn og nær Arnarnesinu. Þetta hafi allt verið skoðað og tekið tillit til þess í nýrri tillögu. Almar segir að í nýrri tillögu sé verið að breyta skipulagi. Áður hafi verið gert ráð fyrir að svæðið yrði atvinnu- og þjónustusvæði með háum skrifstofubyggingum á öllu svæðinu. Nú sé búið að lækka byggð og bæta við lágreistari íbúðabyggð. „Nú er komin ný tillaga og við hvetjum íbúa til að rýna hana vel. Við höldum þennan kynningarfund á þriðjudaginn og íbúar hafa til byrjun ágústmánaðar til að skila athugasemdum. Þetta er mjög mikilvægur partur af skipulagsferli. Þetta er réttur fólks,“ segir Almar. Hann telur nokkuð öruggt að eftir þetta ferli muni byggðin taka frekar breytingum. Skipulagsnefnd muni rýna alla athugasemdir sem komi fram í þessu ferli. Heilsuklasinn mun hýsa ýmsa heilbrigðistengda starfsemi.Mynd/Garðabær „Okkur finnst þetta skipta máli. Við finnum að það er upplifun einhverra íbúa að okkur sé alveg sama. Það þykir mér ekki réttmæt gagnrýni. Nú erum við með uppfærða tillögu sem felur í sér töluverðar breytingar. Nú fer þetta aðra umferð í samráði og við það verður tillagan betri í heild sinni. Vegna þess að þá verða sjónarmið íbúa, hagsmunaaðila og annarra.“ Þjónusta verði tryggð Almar segir að ekki sé gert ráð fyrir því að reisa í hverfinu leikskóla eða grunnskóla. Þeim verði þjónað í öðrum skólum í grennd. „Áherslan í hverfinu er að þarna verði eldri íbúar. Við getum ekki forskrifað það inn en við teljum að yfirbragð heilsuklasans og heilsuhverfisins sé með þeim hætti að það eigi að vera aðgengilegra fyrir eldri íbúa. En það verður ekki skilyrt í skipulagi.“ Almar á von á því að fundurinn á þriðjudag verði vel sóttur og góður. Það hafi verið haldnir tveir fundir í fyrra þegar fyrri tillaga var kynnt. Þau skynji skýran áhuga íbúa og þeim sé annt um að íbúar láti í sér heyra. Arnarland eins og það á að vera og eins og það er í dag. „Það er betra að fólk geri sér grein fyrir því hvað þarna er í vændum og að samráðið verði til þess að endanleg tillaga verði til þess best fallin að skapa góða sátt gagnvart þeim sem búa þarna nær, en líka þeim sjónarmiðum að innan Garðabæjar byggist upp svæði þar sem við löðum að okkur öflug fyrirtæki og um leið skipuleggjum aðlaðandi byggð.“ Áratugaframkvæmd Tillagan er auglýst núna og fer svo í samráð þar til í ágúst. Almar segir að eftir það taki nokkrar vikur að vinna úr þeim og svo verði lögð fram endanleg tillaga. Gert er ráð fyrir því að byggðin sjálf rísi þarna á nokkrum árum eða jafnvel áratugum. Verði tillagan samþykkt megi þó gera ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist fljótlega á svæðinu. „Garðabær er það sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu sem hefur byggst upp hraðast á síðustu tíu eða tuttugu árum. Við eigum nóg byggingarland og höfum verið dugleg að skipuleggja það og skaffa íbúðir inn á markaðinn. Við höldum því áfram en okkur er umhugað um að það séu gæði í uppbyggingunni gagnvart íbúunum. Að allri uppbyggingu fylgi góð þjónusta,“ segir Almar og þannig verði haldið áfram í nýrri byggð.
Garðabær Skipulag Sveitarstjórnarmál Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Erlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Fleiri fréttir Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Sjá meira