Skrifaði á sig í gríð og erg og fær engar bætur eftir uppsögn Tómas Arnar Þorláksson skrifar 8. júní 2024 11:00 Mynd úr safni. Getty Maður sem var sagt upp störfum fær ekki greiddar bætur fyrir fyrstu tvo mánuðina eftir uppsögn en það er vegna þess að hann átti sjálfur sök á því að vera sagt upp. Maðurinn hafði fengið fjölda áminninga í starfi en jafnframt voru vöruúttektir hans ekki rétt skráðar. Þetta kemur fram í úrskurði úrskurðarnefndar velferðarmála sem var birtur í dag. Málið fjallar um mann sem sótti um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun í janúar en beiðni hans var hafnað fyrir fyrstu tvo mánuðina en fallist var á atvinnuleysisbætur eftir það. Höfnunin var byggð á lögum um atvinnuleysisbætur en þar segir að einstaklingur eigi ekki rétt á bótum tveimur mánuðum eftir uppsögn ef hann ber sjálfur ábyrgð á uppsögninni. Maðurinn kærði þessa ákvörðun Vinnumálastofnunar til úrskurðarnefndar velferðarmála. Taldi sig vera að sinna starfinu Maðurinn tók sjálfur fram í kærunni að honum hafi verið sagt upp störfum eftir fjögur ár í starfi vegna munnlegra áminninga með þeim varnagla þó að hann taldi sig hafa verið að sinna starfi sínu. Maðurinn var ráðinn í annað starf í apríl og fékk einn mánuð greiddan í uppsagnarfrest og tekur hann fram að honum vanti því laun fyrir marsmánuð. Úrskurðarnefndin tók málið til skoðunar og ítrekaði í úrskurði sínum að ef starfsmaður á sjálfur sök að því að vera sagt upp skal atvinnubótum til hans frestað um tvo mánuði og hefjast að þeim loknum. „Í uppsagnarbréfi segi að ástæður uppsagnar séu rangt skráðar vöruúttektir og að engar úrbætur hafi átt sér stað hjá kæranda þrátt fyrir margar munnlegar áminningar. Þá hafi kærandi staðfest framangreint í skýringarbréfi sínu,“ segir í úrskurðinum. Úrskurðarnefndin tók fram að um matskennda ákvörðun væri að ræða. Nefndin leit svo á að samkvæmt kæru mannsins þar sem hann tók sjálfur fram að honum hafi verið sagt upp starfi vegna áminninga yrði ráðið að um réttar upplýsingar væri að ræða. Taldi úrskurðarnefndin því ljóst að maðurinn hafi misst starfið af ástæðum sem hann átti sjálfur sök á og var ákvörðun Vinnumálastofnunar því staðfest. Vinnumarkaður Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði úrskurðarnefndar velferðarmála sem var birtur í dag. Málið fjallar um mann sem sótti um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun í janúar en beiðni hans var hafnað fyrir fyrstu tvo mánuðina en fallist var á atvinnuleysisbætur eftir það. Höfnunin var byggð á lögum um atvinnuleysisbætur en þar segir að einstaklingur eigi ekki rétt á bótum tveimur mánuðum eftir uppsögn ef hann ber sjálfur ábyrgð á uppsögninni. Maðurinn kærði þessa ákvörðun Vinnumálastofnunar til úrskurðarnefndar velferðarmála. Taldi sig vera að sinna starfinu Maðurinn tók sjálfur fram í kærunni að honum hafi verið sagt upp störfum eftir fjögur ár í starfi vegna munnlegra áminninga með þeim varnagla þó að hann taldi sig hafa verið að sinna starfi sínu. Maðurinn var ráðinn í annað starf í apríl og fékk einn mánuð greiddan í uppsagnarfrest og tekur hann fram að honum vanti því laun fyrir marsmánuð. Úrskurðarnefndin tók málið til skoðunar og ítrekaði í úrskurði sínum að ef starfsmaður á sjálfur sök að því að vera sagt upp skal atvinnubótum til hans frestað um tvo mánuði og hefjast að þeim loknum. „Í uppsagnarbréfi segi að ástæður uppsagnar séu rangt skráðar vöruúttektir og að engar úrbætur hafi átt sér stað hjá kæranda þrátt fyrir margar munnlegar áminningar. Þá hafi kærandi staðfest framangreint í skýringarbréfi sínu,“ segir í úrskurðinum. Úrskurðarnefndin tók fram að um matskennda ákvörðun væri að ræða. Nefndin leit svo á að samkvæmt kæru mannsins þar sem hann tók sjálfur fram að honum hafi verið sagt upp starfi vegna áminninga yrði ráðið að um réttar upplýsingar væri að ræða. Taldi úrskurðarnefndin því ljóst að maðurinn hafi misst starfið af ástæðum sem hann átti sjálfur sök á og var ákvörðun Vinnumálastofnunar því staðfest.
Vinnumarkaður Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira