19 ára stelpa á Selfossi útskrifuð sem vélvirki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. júní 2024 08:04 Vigdís Jóna Árnadóttir vélvirki á Selfossi en hún var að útskrifast úr því námi við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Magnús Hlynur Hreiðarsson 19 ára stelpa á Selfossi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að sjóða saman hluti eða berja saman ýmsa hluti, en hún er fyrsti kvenkynsnemandinn við Fjölbrautaskóla Suðurlands til að útskrifast sem vélvirki. Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi var stofnaður 1981 og er því 43 ára gamall en það var gaman að segja frá því að við brautskráningu frá skólanum nýlega var fyrsta stelpan útskrifuð, sem vélvirki, eða Vigdís Jóna Árnadóttir, sem býr á bænum Ljónsstöðum rétt við Selfoss. Hún er á vinna hjá Blikk á Selfossi og stendur sig þar vel. „Ég er búin að vera umkringd vélum síðan ég fæddist. Þetta hefur alltaf verið áhugamál mitt. Núna er ég að sjóða saman veðurhlíf, sem fer á útvegg á sumarbústað og svo hef ég verð að setja upp loftræstikerfi og smíða hitt og þetta og klippa og beygja og ýmislegt annað”, segir Vigdís Jóna. Og er þetta ekki bara skemmtilegt? „Mjög, skemmtilegt og mjög gefandi. Það að geta skapað og gert eitthvað, sem maður sér afraksturinn af er það skemmtilegasta við vinnuna og það skemmir ekki hvað maður er með skemmtilega vinnufélaga,” segir Vigdís Jóna hlæjandi. „Það er ekki oft sem maður lendir á svona ungum einstaklingi, sem er bara rosalega viljugur til að koma sér í verkið og hún er líka rosalega frumstæði í vinnu, sýnir rosalega mikið frumkvæði,” segir Ómar Þór Arnar Gunnarsson stál- og blikksmiður og vinnufélagi Vigdísar Jónu. Ómar Þór Arnar Gunnarsson stál- og blikksmiður og vinnufélagi Vigdísar Jónu er mjög ánægður með hana í vinnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvetur þú konur og stelpur til að læra vélvirkjun? „Já, allan daginn, mér finnst kynjahlutfallið aðeins of bjagað í þessum geira, það er bara svolítið þannig,” bætir Ómar við. Vigdís Jóna með vinnufélögum sínum, frá vinstri, Brynjar Atli Hafþórsson, Ómar þór Arndal Gunnarsson, hún sjálf, Björn Örlygsson og Sturla Hilmarsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað finnst vinkonum Vigdísar Jónu að hún hafi ákveðið að læra vélvirkjun? „Þeim finnst það mjög kúl, biðja mig um hjálp við bílana sína og eitthvað þannig.” Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi var stofnaður 1981 og er því 43 ára gamall en við brautskráningu frá skólanum nýlega var fyrsta stelpan útskrifuð, sem vélvirki, sem er Vigdís Jóna Árnadóttir, sem býr á bænum Ljónsstöðum rétt við Selfoss. Hún er á vinna hjá Blikk á Selfossi og stendur sig þar vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Skóla- og menntamál Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi var stofnaður 1981 og er því 43 ára gamall en það var gaman að segja frá því að við brautskráningu frá skólanum nýlega var fyrsta stelpan útskrifuð, sem vélvirki, eða Vigdís Jóna Árnadóttir, sem býr á bænum Ljónsstöðum rétt við Selfoss. Hún er á vinna hjá Blikk á Selfossi og stendur sig þar vel. „Ég er búin að vera umkringd vélum síðan ég fæddist. Þetta hefur alltaf verið áhugamál mitt. Núna er ég að sjóða saman veðurhlíf, sem fer á útvegg á sumarbústað og svo hef ég verð að setja upp loftræstikerfi og smíða hitt og þetta og klippa og beygja og ýmislegt annað”, segir Vigdís Jóna. Og er þetta ekki bara skemmtilegt? „Mjög, skemmtilegt og mjög gefandi. Það að geta skapað og gert eitthvað, sem maður sér afraksturinn af er það skemmtilegasta við vinnuna og það skemmir ekki hvað maður er með skemmtilega vinnufélaga,” segir Vigdís Jóna hlæjandi. „Það er ekki oft sem maður lendir á svona ungum einstaklingi, sem er bara rosalega viljugur til að koma sér í verkið og hún er líka rosalega frumstæði í vinnu, sýnir rosalega mikið frumkvæði,” segir Ómar Þór Arnar Gunnarsson stál- og blikksmiður og vinnufélagi Vigdísar Jónu. Ómar Þór Arnar Gunnarsson stál- og blikksmiður og vinnufélagi Vigdísar Jónu er mjög ánægður með hana í vinnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvetur þú konur og stelpur til að læra vélvirkjun? „Já, allan daginn, mér finnst kynjahlutfallið aðeins of bjagað í þessum geira, það er bara svolítið þannig,” bætir Ómar við. Vigdís Jóna með vinnufélögum sínum, frá vinstri, Brynjar Atli Hafþórsson, Ómar þór Arndal Gunnarsson, hún sjálf, Björn Örlygsson og Sturla Hilmarsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað finnst vinkonum Vigdísar Jónu að hún hafi ákveðið að læra vélvirkjun? „Þeim finnst það mjög kúl, biðja mig um hjálp við bílana sína og eitthvað þannig.” Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi var stofnaður 1981 og er því 43 ára gamall en við brautskráningu frá skólanum nýlega var fyrsta stelpan útskrifuð, sem vélvirki, sem er Vigdís Jóna Árnadóttir, sem býr á bænum Ljónsstöðum rétt við Selfoss. Hún er á vinna hjá Blikk á Selfossi og stendur sig þar vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Skóla- og menntamál Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira