„Hvorum megin í sögunni ætlar þú að skipa þér, Sigmundur Davíð?“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. júní 2024 14:31 Þingmennirnir tókust á um eðli stuðnings Íslands við Úkraínu á stríðstímum í Sprengisandi í dag. Vísir/Samsett Þingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tókust á í Sprengisandi um eðli aðstoðar íslenska ríkisins við Úkraínu ásamt Orra Páli Jóhannssyni. Diljá Mist líkti Sigmundi Davíð við breska forsætisráðherrann Neville Chamberlain sem vildi hemja útþenslu Þýskalands nasismans með friðsamlegum leiðum. Umræðan barst að breyttu viðhorfi margra Alþingismanna gagnvart hlutverki Íslands í Atlantshafsbandalaginu. Nú standi til að Ísland fari að beita sér með beinni hætti en áður í átökum með því að fjármagna kaup á eldflaugum og öðrum skotfærum. Diljá Mist segist ekki vera sammála að kúvending hafi átt sér stað og segir það misskilning að Ísland sé hlutlaus þjóð. „Í fyrsta lagi er ný staða og kúvending auðvitað með innrás Pútíns. Ólögleg árás inn í fullvalda sjálfstæð ríki. Í öðru lagi er ég ósammála því að við séum ekki að læra af sögunni. Við erum einmitt að læra af sögunni með því að ganga ekki til samninga og gangast ekki undir skilyrði ofbeldismanns eins og Pútíns og við gerum það með því að verjast. Með því að verjast hörkulega og með því að styðja Úkraínumenn svo að við þurfum ekki sjálf að standa í þeim sporum að þurfa að taka þátt í þeim vörnum,“ segir Diljá. Hún segir jafnframt Sigmund Davíð hafa það á sinni ferilskrá að hafa lagt lítið til öryggis- og varnarmála og því gengst Sigmundur fúslega við. „Já, ég er friðarsinni. En það er merkilegt að þið hafið náð meiri árangri í hernaði með VG heldur en Miðflokknum,“ segir Sigmundur þá. „Sigmundur Davíð, okkar eigin Chamberlain, hann er friðarsinni og talar fyrir samningum og því að senda þjóð sem stendur í strangri sjálfstæðisbaráttu plástra og neyðaraðstoð,“ segir Diljá þá og líkir honum við forsætisráðherrann umdeilda sem er sagður hafa lúffað fyrir Hitler í aðdraganda heimsstyrjaldarinnar síðari. Sannleikanum er hver sárreiðastur Sigmundur gengst ekki við því að vera íslenski Chamberlain en segist þó alltaf hafa haft samúð með honum. Hann hafi horft upp á hörmungar skotgrafa heimsstyrjaldarinnar fyrri og vildi gera allt sem í hans valdi stóð til að koma veg fyrir að slíkt endurtæki sig. Churchill hafi þá tekið við og staðið sig vel á stríðsárunum. „Og hvorum megin í sögunni ætlar þú að skipa þér, Sigmundur Davíð?“ spyr Diljá þá og því svarar Sigmundur með því að hann myndi skipa sér í lið með Churchill. „Það er nú gott að heyra það,“ segir Diljá þá. Sigmundur segir það þó vera háð því að hann væri forsætiráðherra Bretlands en ekki Íslands. Sá munur sé á því að Ísland hafi fengið að fljóta með í NATÓ og notið varnar fyrir að bjóða upp á aðstöðu til dæmis á Miðnesi og annars staðar. Til mannvirkja og æfinga á vegum bandalagsins. „En við höfum líka lagt okkar að mörkum á okkar sviði sem er að hjálpa, sem er til dæmis að senda heilt sjúkrahús til Úkraínu núna. Lyf, lækningartæki, annað sem þarf til að halda fólki á lífi. Það þarf líka að gera það. Og manni er niðri fyrir...“ segir Sigmundur en Diljá skýtur þá inn í: „Þegar maður er kallaður réttum nöfnum, sannleikanum er hver sárreiðastur.“ Peningurinn renni til vopnasala, ekki Úkraínu „Hér er því haldið fram að ég sé of mikill friðarsinni af þingmanni Sjálfstæðisflokksins sem er búinn að æsa Vinstri græna upp í það að kaupa sprengjur, og að það sé framlag Íslands til stríð, að kaupa og senda sprengjur. Sprengjur sem hafa reyndar margfaldast í verði á unfanförnum árum. Sem þýðir hvað? Það þýðir að megnið af peningunum sem íslenska ríkisstjórnin er að setja í þetta rennur til vopnasala og vopnaframleiðenda. Ekki í rauninni til Úkraínu,“ segir Sigmundur. „Það þráir enginn meira friðinn en Úkraínumenn sjálfir, Sigmundur Davíð, ekki einu sinni þú. Og þeirra leið til þess að fá frið er að verjast ólögmætri, ofbeldisfullri árás Rússa sem þeir hafa þurft að sitja undir núna á þriðja ár. Og við erum að svara þeirra kalli, við erum ekki að standa fyrir vopnakaupum, við erum að gefa smáaura í sameiginlega sjóði, sem allar okkar nánustu samstarfs- og nágrannaríki hafa lagt til,“ segir Diljá. Sprengisandur Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Umræðan barst að breyttu viðhorfi margra Alþingismanna gagnvart hlutverki Íslands í Atlantshafsbandalaginu. Nú standi til að Ísland fari að beita sér með beinni hætti en áður í átökum með því að fjármagna kaup á eldflaugum og öðrum skotfærum. Diljá Mist segist ekki vera sammála að kúvending hafi átt sér stað og segir það misskilning að Ísland sé hlutlaus þjóð. „Í fyrsta lagi er ný staða og kúvending auðvitað með innrás Pútíns. Ólögleg árás inn í fullvalda sjálfstæð ríki. Í öðru lagi er ég ósammála því að við séum ekki að læra af sögunni. Við erum einmitt að læra af sögunni með því að ganga ekki til samninga og gangast ekki undir skilyrði ofbeldismanns eins og Pútíns og við gerum það með því að verjast. Með því að verjast hörkulega og með því að styðja Úkraínumenn svo að við þurfum ekki sjálf að standa í þeim sporum að þurfa að taka þátt í þeim vörnum,“ segir Diljá. Hún segir jafnframt Sigmund Davíð hafa það á sinni ferilskrá að hafa lagt lítið til öryggis- og varnarmála og því gengst Sigmundur fúslega við. „Já, ég er friðarsinni. En það er merkilegt að þið hafið náð meiri árangri í hernaði með VG heldur en Miðflokknum,“ segir Sigmundur þá. „Sigmundur Davíð, okkar eigin Chamberlain, hann er friðarsinni og talar fyrir samningum og því að senda þjóð sem stendur í strangri sjálfstæðisbaráttu plástra og neyðaraðstoð,“ segir Diljá þá og líkir honum við forsætisráðherrann umdeilda sem er sagður hafa lúffað fyrir Hitler í aðdraganda heimsstyrjaldarinnar síðari. Sannleikanum er hver sárreiðastur Sigmundur gengst ekki við því að vera íslenski Chamberlain en segist þó alltaf hafa haft samúð með honum. Hann hafi horft upp á hörmungar skotgrafa heimsstyrjaldarinnar fyrri og vildi gera allt sem í hans valdi stóð til að koma veg fyrir að slíkt endurtæki sig. Churchill hafi þá tekið við og staðið sig vel á stríðsárunum. „Og hvorum megin í sögunni ætlar þú að skipa þér, Sigmundur Davíð?“ spyr Diljá þá og því svarar Sigmundur með því að hann myndi skipa sér í lið með Churchill. „Það er nú gott að heyra það,“ segir Diljá þá. Sigmundur segir það þó vera háð því að hann væri forsætiráðherra Bretlands en ekki Íslands. Sá munur sé á því að Ísland hafi fengið að fljóta með í NATÓ og notið varnar fyrir að bjóða upp á aðstöðu til dæmis á Miðnesi og annars staðar. Til mannvirkja og æfinga á vegum bandalagsins. „En við höfum líka lagt okkar að mörkum á okkar sviði sem er að hjálpa, sem er til dæmis að senda heilt sjúkrahús til Úkraínu núna. Lyf, lækningartæki, annað sem þarf til að halda fólki á lífi. Það þarf líka að gera það. Og manni er niðri fyrir...“ segir Sigmundur en Diljá skýtur þá inn í: „Þegar maður er kallaður réttum nöfnum, sannleikanum er hver sárreiðastur.“ Peningurinn renni til vopnasala, ekki Úkraínu „Hér er því haldið fram að ég sé of mikill friðarsinni af þingmanni Sjálfstæðisflokksins sem er búinn að æsa Vinstri græna upp í það að kaupa sprengjur, og að það sé framlag Íslands til stríð, að kaupa og senda sprengjur. Sprengjur sem hafa reyndar margfaldast í verði á unfanförnum árum. Sem þýðir hvað? Það þýðir að megnið af peningunum sem íslenska ríkisstjórnin er að setja í þetta rennur til vopnasala og vopnaframleiðenda. Ekki í rauninni til Úkraínu,“ segir Sigmundur. „Það þráir enginn meira friðinn en Úkraínumenn sjálfir, Sigmundur Davíð, ekki einu sinni þú. Og þeirra leið til þess að fá frið er að verjast ólögmætri, ofbeldisfullri árás Rússa sem þeir hafa þurft að sitja undir núna á þriðja ár. Og við erum að svara þeirra kalli, við erum ekki að standa fyrir vopnakaupum, við erum að gefa smáaura í sameiginlega sjóði, sem allar okkar nánustu samstarfs- og nágrannaríki hafa lagt til,“ segir Diljá.
Sprengisandur Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira