Biden ber ekki vitni í eigin sakamáli Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2024 14:24 Hunter Biden mætir til dóms í Wilmington í Delaware á föstudag. Hann segist saklaus af því að hafa keypt byssu ólöglega fyrir sex árum. AP/Matt Slocum Verjandi Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, segir að hann beri ekki vitni við réttarhöldin yfir honum vegna skotvopnalagabrots. Nánustu aðstandendur hans hafa borið vitni um glímu hans við fíkn við réttarhöldin. Biden er ákærður fyrir að ljúga um fíkniefnaneyslu sína á opinberu eyðublaði þegar hann keypti sér skammbyssu árið 2018. Alríkislög banna fólki í virkri neyslu að kaupa skotvopn. Biden segist saklaus af ákærunni. Saksóknarar lögðu mál sitt í dóm fyrir helgi en verjendurnir kölluðu meðal annars eiganda byssubúðarinnar þar sem Biden keypti byssuna og Naomi Biden, dóttur hans til vitnis. Hún, fyrrverandi eiginkona Biden, fyrrverandi kærasta og mágkona hafa lýst því fyrir dómi hvernig þær fundu oft fíkniefni og tól sem tengjast fíkniefnaneyslu heima hjá honum. Þær hafi haft áhyggjur af versnandi fíknivanda hans. Biden tjáði dómaranum að hann hefði verið alsgáður frá árinu 2019, árinu eftir meint brot hans. Verjandi hans sagði kviðdómi við upphaf réttarhaldanna að Biden hefði ekki ætlað sér að blekkja yfirvöld vegna þess að hann hefði ekki litið á sjálfan sig sem fíkil á þeim tíma sem hann keypti byssuna. Byssan var í vörslu Biden í ellefu daga, allt þar til ekkja bróður hans fann hana og henti henni. Refsiviðmið fyrir brot af því tagi sem Biden er ákærður fyrir hljóða upp á fimmtán til tuttugu og eins mánaðar fangelsi. Reuters-fréttastofan segir að sakborningar hljóti þó oft vægari dóma. Bandaríkin Erlend sakamál Joe Biden Tengdar fréttir Réttarhöld yfir syni Biden hafin Alríkissaksóknarar lýstu Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, sem dópista þegar réttarhöld yfir honum vegna skovopnalagabrota hófust í dag. Biden er ákærður fyrir að ljúga um fíknivanda sinn þegar hann keypti sér skammbyssu fyrir sex árum. 4. júní 2024 15:44 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Biden er ákærður fyrir að ljúga um fíkniefnaneyslu sína á opinberu eyðublaði þegar hann keypti sér skammbyssu árið 2018. Alríkislög banna fólki í virkri neyslu að kaupa skotvopn. Biden segist saklaus af ákærunni. Saksóknarar lögðu mál sitt í dóm fyrir helgi en verjendurnir kölluðu meðal annars eiganda byssubúðarinnar þar sem Biden keypti byssuna og Naomi Biden, dóttur hans til vitnis. Hún, fyrrverandi eiginkona Biden, fyrrverandi kærasta og mágkona hafa lýst því fyrir dómi hvernig þær fundu oft fíkniefni og tól sem tengjast fíkniefnaneyslu heima hjá honum. Þær hafi haft áhyggjur af versnandi fíknivanda hans. Biden tjáði dómaranum að hann hefði verið alsgáður frá árinu 2019, árinu eftir meint brot hans. Verjandi hans sagði kviðdómi við upphaf réttarhaldanna að Biden hefði ekki ætlað sér að blekkja yfirvöld vegna þess að hann hefði ekki litið á sjálfan sig sem fíkil á þeim tíma sem hann keypti byssuna. Byssan var í vörslu Biden í ellefu daga, allt þar til ekkja bróður hans fann hana og henti henni. Refsiviðmið fyrir brot af því tagi sem Biden er ákærður fyrir hljóða upp á fimmtán til tuttugu og eins mánaðar fangelsi. Reuters-fréttastofan segir að sakborningar hljóti þó oft vægari dóma.
Bandaríkin Erlend sakamál Joe Biden Tengdar fréttir Réttarhöld yfir syni Biden hafin Alríkissaksóknarar lýstu Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, sem dópista þegar réttarhöld yfir honum vegna skovopnalagabrota hófust í dag. Biden er ákærður fyrir að ljúga um fíknivanda sinn þegar hann keypti sér skammbyssu fyrir sex árum. 4. júní 2024 15:44 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Réttarhöld yfir syni Biden hafin Alríkissaksóknarar lýstu Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, sem dópista þegar réttarhöld yfir honum vegna skovopnalagabrota hófust í dag. Biden er ákærður fyrir að ljúga um fíknivanda sinn þegar hann keypti sér skammbyssu fyrir sex árum. 4. júní 2024 15:44