Nefnir legókeppni sem mögulegt ráð við vanda drengja Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. júní 2024 16:07 Andri Snær Magnason rithöfundur nefnir legókeppni Háskóla Íslands sem eitt af mögulegum ráðum við vanda drengja. Byron Chambers/Vilhelm „Ég held að „svarið“ við veseni á strákunum sé ekki að skrifa fleiri bækur um fótbolta, (ofuráhersla á bolta og óhóflegt gláp feðra mætti jafnvel rannsaka sem hluta af vandamálinu). Allavega, skólafólk mætti skoða þessa keppni fyrir næsta ár, það er mikilvægt að stækka heimsmynd krakkanna með verkefnum að þessu tagi eða útskýra af hverju þeir kjósa að taka ekki þátt.“ Þetta segir Andri Snær Magnason rithöfundur um þann vanda sem steðjar að drengjum í menntakerfinu í færslu sem hann birti á Facebook-reikningi sínum. Hann segir mikilvægt að skapa vettvang þar sem drengir geta skarað fram úr og fundið sig og nefnir sem dæmi legókeppni sem Háskóli Íslands stendur fyrir. Að mati Andra mætti leggja meiri áherslu á keppnina sem upphefur „proffann og nördan“ í stað þess að þeir séu lagðir í einelti. Nýlega fór fram víðtæk greining á stöðu drengja í íslenska menntakerfinu en hún sýnir fram á alvarlega stöðu sem brýnt er að bregðast við. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem að Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynntu á blaðamannafundi á fimmtudaginn. Drengjamenning einkennist af metnaðarleysi Andri tekur fram í færslu sinni á Facebook að samkvæmt rannsóknum virðist drengjamenning í grunnskólum á Íslandi einkennast af metnaðarleysi og meðalmennsku. Hann segir þetta skaða þá fáu drengi sem vilja skara fram úr í námi. Hann segir að rót vandans sé líklega í samhengi við skort á fyrirmyndum og tengingu við vísindasamfélag og atvinnulíf. „Ég spurði einu sinni hóp af ellefu ára strákum hvað þeir vildu verða í framtíðinni. Helmingur sagði atvinnumaður í fótbolta, hinir ætluðu að verða youtuberar. Með hverjum æfið þið? Spurði ég. Þá voru bara þrír sem æfðu fótbolta,“ skrifar Andri sem tekur fram að þegar hann æfði fótbolta á sínum tíma var hann fullmeðvitaður um það að hann yrði aldrei atvinnumaður. Glataðar og óraunhæfar fyrirmyndir Hann tekur fram að atvinnumenn í fótbolta og þeir sem starfa við að birta myndskeið á Youtube séu flestir glataðir eða óraunhæfar fyrirmyndir. Hann harmar það að enginn drengjanna sagðist ætla verða arkitekt, pípari, læknir eða verkfræðingur. Andri veltir þá upp hvernig sé hægt að leysa þennan vanda drengja í menntakerfinu. Hann nefnir sem dæmi að eitt flottasta verkefni sem hann hefur séð á meðan börn hans hafa verið í grunnskólanámi sé legókeppni sem Háskóli Íslands stendur fyrir undir nafninu, „First Lego League keppnin“. Legókeppnin góður vettvangur fyrir stráka Keppnin gengur út á það að nemendur forrita legóvélmenni og leysa þannig spennandi þrautir á stóra sviðinu í Háskólabíó. Að því loknu kynna nemendur lausnina í hliðarsal. „Allur bekkurinn þarf að vinna saman og skipa sér í hlutverk og þetta varð lykill að góðum bekkjaranda næstu árin,“ skrifar Andri sem segir keppnina góðan vettvang fyrir vísindalega þenkjandi og handlagna nemendur og veltir því upp hvort að keppnin sé jafnvel „strákalegri“ en aðrar keppnir sem nemendum í grunnskóla gefst tækifæri á að taka þátt í. „Hún veit ekki að hún er að læra“ „Grunnskólarnir hafa Skrekk, þar sem listrænu krakkarnir skína, þeir hafa skólahreysti og íþróttafélögin þar sem íþróttakrakkar skína.“ Hann tekur fram að í keppni eins og legókeppninni græðir bekkurinn á því að einhver sé klár, tæknifær og með verkvit og þannig í stað þess að „nördinn“ sé lagður í einelti er hann upphafinn. „Þarna voru margir skólar af landsbyggðinni en aðeins tveir bekkir í Reykjavík sem tóku þátt, (2019) sem kom mér á óvart og þótti tapað tækifæri. Ég man þegar dóttir mín hljóp i skólann á sunnudegi á æfingu að ég hugsaði. Hún veit ekki að hún er að læra.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Þetta segir Andri Snær Magnason rithöfundur um þann vanda sem steðjar að drengjum í menntakerfinu í færslu sem hann birti á Facebook-reikningi sínum. Hann segir mikilvægt að skapa vettvang þar sem drengir geta skarað fram úr og fundið sig og nefnir sem dæmi legókeppni sem Háskóli Íslands stendur fyrir. Að mati Andra mætti leggja meiri áherslu á keppnina sem upphefur „proffann og nördan“ í stað þess að þeir séu lagðir í einelti. Nýlega fór fram víðtæk greining á stöðu drengja í íslenska menntakerfinu en hún sýnir fram á alvarlega stöðu sem brýnt er að bregðast við. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem að Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynntu á blaðamannafundi á fimmtudaginn. Drengjamenning einkennist af metnaðarleysi Andri tekur fram í færslu sinni á Facebook að samkvæmt rannsóknum virðist drengjamenning í grunnskólum á Íslandi einkennast af metnaðarleysi og meðalmennsku. Hann segir þetta skaða þá fáu drengi sem vilja skara fram úr í námi. Hann segir að rót vandans sé líklega í samhengi við skort á fyrirmyndum og tengingu við vísindasamfélag og atvinnulíf. „Ég spurði einu sinni hóp af ellefu ára strákum hvað þeir vildu verða í framtíðinni. Helmingur sagði atvinnumaður í fótbolta, hinir ætluðu að verða youtuberar. Með hverjum æfið þið? Spurði ég. Þá voru bara þrír sem æfðu fótbolta,“ skrifar Andri sem tekur fram að þegar hann æfði fótbolta á sínum tíma var hann fullmeðvitaður um það að hann yrði aldrei atvinnumaður. Glataðar og óraunhæfar fyrirmyndir Hann tekur fram að atvinnumenn í fótbolta og þeir sem starfa við að birta myndskeið á Youtube séu flestir glataðir eða óraunhæfar fyrirmyndir. Hann harmar það að enginn drengjanna sagðist ætla verða arkitekt, pípari, læknir eða verkfræðingur. Andri veltir þá upp hvernig sé hægt að leysa þennan vanda drengja í menntakerfinu. Hann nefnir sem dæmi að eitt flottasta verkefni sem hann hefur séð á meðan börn hans hafa verið í grunnskólanámi sé legókeppni sem Háskóli Íslands stendur fyrir undir nafninu, „First Lego League keppnin“. Legókeppnin góður vettvangur fyrir stráka Keppnin gengur út á það að nemendur forrita legóvélmenni og leysa þannig spennandi þrautir á stóra sviðinu í Háskólabíó. Að því loknu kynna nemendur lausnina í hliðarsal. „Allur bekkurinn þarf að vinna saman og skipa sér í hlutverk og þetta varð lykill að góðum bekkjaranda næstu árin,“ skrifar Andri sem segir keppnina góðan vettvang fyrir vísindalega þenkjandi og handlagna nemendur og veltir því upp hvort að keppnin sé jafnvel „strákalegri“ en aðrar keppnir sem nemendum í grunnskóla gefst tækifæri á að taka þátt í. „Hún veit ekki að hún er að læra“ „Grunnskólarnir hafa Skrekk, þar sem listrænu krakkarnir skína, þeir hafa skólahreysti og íþróttafélögin þar sem íþróttakrakkar skína.“ Hann tekur fram að í keppni eins og legókeppninni græðir bekkurinn á því að einhver sé klár, tæknifær og með verkvit og þannig í stað þess að „nördinn“ sé lagður í einelti er hann upphafinn. „Þarna voru margir skólar af landsbyggðinni en aðeins tveir bekkir í Reykjavík sem tóku þátt, (2019) sem kom mér á óvart og þótti tapað tækifæri. Ég man þegar dóttir mín hljóp i skólann á sunnudegi á æfingu að ég hugsaði. Hún veit ekki að hún er að læra.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira