Bjarkey veitir Hval leyfi til að veiða 128 langreyðar Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 11. júní 2024 11:35 Bjarkey ræddi ákvörðun sína við fréttamenn að loknum ríkisstjórnarfundi. Vísir/Sigurjón Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur veitt Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu. Bjarkey hefur legið undir feldi nokkuð lengi og sagst vilja kynna sér málið vel áður en hún tæki ákvörðun. Hún tilkynnti hana á ríkisstjórnarfundi í morgun. Í tilkynningunni kemur fram að leyfið gildi fyrir veiðitímabilið 2024 og verður leyfilegt veiðimagn 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar eða samtals 128 dýr. Þar segir ennfremur að ákvörðun um veiðimagn sé innan marka ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar frá 2017 og taki mið af varfærnum vistkerfisstuðlum Alþjóðahvalveiðiráðsins. Ákvörðunin byggi á varúðarnálgun og endurspeglar auknar áherslur stjórnvalda á sjálfbæra nýtingu auðlinda. Hvalveiðibann þurfi í gegnum þingið Bjarkey ræddi ákvörðun sína við fjölmiðla eftir ríkisstjórnarfund. Þar sagðist hún vera að fara eftir lögum með ákvörðun sinni, breytingar á lögum um hvalveiðar þurfi að fara í gegnum þingið. Segir hún að ráðuneytið muni halda áfram vinnu við stefnumótun í hvalamálum yfirleitt. Þar sé horft til Alþingis og Alþjóðahvalveiðiráðsins. Bjarkey segir samtalið þurfa að eiga sér stað. Hefurðu áhyggjur af því hvaða áhrif þessi ákvörðun hefur á fylgi VG? „Eflaust gerir það það en eins og ég segi, mér ber bara skylda til þess að fara að lögum og ég vona að félagar mínir skilji það líka að ég verð að fara eftir lögum í landinu, burtséð frá mínum skoðunum.“ Hafi ekkert að gera með ríkisstjórnarsamstarfið Þá segir Bjarkey að hún sé ekki að beygja sig undir vilja annarra ráðherra í ríkisstjórninni með ákvörðun sinni. Enginn ráðherra hafi beitt hana nokkrum þrýstingi, málið hafi ekki nokkurn skapaðan hlut að gera með ríkisstjórnarsamstarfið. Bjarkey segist svo sannarlega vilja taka tillit til sjónarmiða Hvalavina og segist hafa reynt að gera það með því að lágmarka dýrafjöldann sem megi veiða. Starfshópur eigi að skila skýrslu um málið undir lok ársins. Hefur ekki trú á að Hvalur sæki skaðabætur Áður hefur Kristján Loftsson eigandi Hvals hf. gagnrýnt tafir sem orðið hafa á leyfisveitingu vegna hvalveiða. Bjarkey blæs á gagnrýni um að hún hafi veitt leyfið of seint og rifjar upp að Kristján Þór Júlíusson þáverandi sjávarútvegsráðherra hafi ekki veitt leyfið fyrr en 5. júlí. Því hafi hún engar áhyggjur af því að Hvalur sæki skaðabætur vegna tafa. Hún segir að sér þyki kerfi vegna hvalveiðanna ekki of flókið. Mikilvægt sé að fá sjónarmið sem flestra aðila að borðinu og nefnir ferðaþjónustuna og kvikmyndaiðnaðinn. Hún segir þó tími kominn á að endurnýja lagaumhverfið vegna hvalveiða. Hefðuð þið ekki átt að gera það á síðustu sjö árum í ríkisstjórn? „Það hefur ekki ríkt vilji til þess meðal hinna ríkisstjórnarflokkanna að breyta þessu,“ segir Bjarkey og segir að það ætti engum að dyljast. Hún segist ekki munu láta sitt eftir liggja til þess að breyta lagalegu umhverfi hvalveiða á Íslandi. Hvalir Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Bjarkey hefur legið undir feldi nokkuð lengi og sagst vilja kynna sér málið vel áður en hún tæki ákvörðun. Hún tilkynnti hana á ríkisstjórnarfundi í morgun. Í tilkynningunni kemur fram að leyfið gildi fyrir veiðitímabilið 2024 og verður leyfilegt veiðimagn 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar eða samtals 128 dýr. Þar segir ennfremur að ákvörðun um veiðimagn sé innan marka ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar frá 2017 og taki mið af varfærnum vistkerfisstuðlum Alþjóðahvalveiðiráðsins. Ákvörðunin byggi á varúðarnálgun og endurspeglar auknar áherslur stjórnvalda á sjálfbæra nýtingu auðlinda. Hvalveiðibann þurfi í gegnum þingið Bjarkey ræddi ákvörðun sína við fjölmiðla eftir ríkisstjórnarfund. Þar sagðist hún vera að fara eftir lögum með ákvörðun sinni, breytingar á lögum um hvalveiðar þurfi að fara í gegnum þingið. Segir hún að ráðuneytið muni halda áfram vinnu við stefnumótun í hvalamálum yfirleitt. Þar sé horft til Alþingis og Alþjóðahvalveiðiráðsins. Bjarkey segir samtalið þurfa að eiga sér stað. Hefurðu áhyggjur af því hvaða áhrif þessi ákvörðun hefur á fylgi VG? „Eflaust gerir það það en eins og ég segi, mér ber bara skylda til þess að fara að lögum og ég vona að félagar mínir skilji það líka að ég verð að fara eftir lögum í landinu, burtséð frá mínum skoðunum.“ Hafi ekkert að gera með ríkisstjórnarsamstarfið Þá segir Bjarkey að hún sé ekki að beygja sig undir vilja annarra ráðherra í ríkisstjórninni með ákvörðun sinni. Enginn ráðherra hafi beitt hana nokkrum þrýstingi, málið hafi ekki nokkurn skapaðan hlut að gera með ríkisstjórnarsamstarfið. Bjarkey segist svo sannarlega vilja taka tillit til sjónarmiða Hvalavina og segist hafa reynt að gera það með því að lágmarka dýrafjöldann sem megi veiða. Starfshópur eigi að skila skýrslu um málið undir lok ársins. Hefur ekki trú á að Hvalur sæki skaðabætur Áður hefur Kristján Loftsson eigandi Hvals hf. gagnrýnt tafir sem orðið hafa á leyfisveitingu vegna hvalveiða. Bjarkey blæs á gagnrýni um að hún hafi veitt leyfið of seint og rifjar upp að Kristján Þór Júlíusson þáverandi sjávarútvegsráðherra hafi ekki veitt leyfið fyrr en 5. júlí. Því hafi hún engar áhyggjur af því að Hvalur sæki skaðabætur vegna tafa. Hún segir að sér þyki kerfi vegna hvalveiðanna ekki of flókið. Mikilvægt sé að fá sjónarmið sem flestra aðila að borðinu og nefnir ferðaþjónustuna og kvikmyndaiðnaðinn. Hún segir þó tími kominn á að endurnýja lagaumhverfið vegna hvalveiða. Hefðuð þið ekki átt að gera það á síðustu sjö árum í ríkisstjórn? „Það hefur ekki ríkt vilji til þess meðal hinna ríkisstjórnarflokkanna að breyta þessu,“ segir Bjarkey og segir að það ætti engum að dyljast. Hún segist ekki munu láta sitt eftir liggja til þess að breyta lagalegu umhverfi hvalveiða á Íslandi.
Hvalir Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira