Óttast að enginn hvalur verði veiddur þrátt fyrir leyfið Jón Þór Stefánsson skrifar 11. júní 2024 11:53 Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir ákvörðun matvælaráðherra koma of seint. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, óttast að enginn hvalur verði veiddur á þessu ári þrátt fyrir leyfisveitingu matvælaráðherra. „Ég tel því miður að þetta sé alltof seint. Ég held að þessi vinnubrögð hafi verið uppsett til þess að reyna koma í veg fyrir að þessar veiðar gætu orðið í ár. Það er einfaldlega vegna þess að veiðarnar ættu að öllu jöfnu að vera byrjaðar,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. „Ég óttast það innilega að það fólk sem var að bíða eftir svari hafi einfaldlega verið búið að ráðstafa sér eitthvert annað.“ Líkt og áður segir veitti matvælaráðherra Hvali hf. leyfi til veiða á Langreyðum. „Leyfið gildir fyrir veiðitímabilið 2024 og verður leyfilegt veiðimagn 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar eða samtals 128 dýr,“ segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Vilhjálmur segir að tíminn til að fara að veiða sé of skammur. Fyrirtæki líkt og Hvalur væri yfirleitt búið að ganga frá mannaráðningum, bæði á skip og á plani, í apríl. Þá hafi veiðar yfirleitt hafist skömmu eftir sjómannadaginn, en nú sé kominn miður júní. „Það er ekkert fyrirtæki á Íslandi. Það er engin atvinnustarfsemi sem getur búið við svona óvissu. Það getur engin atvinnustarfsemi fengið að vita hvort starfsemi sé heimiluð eða ekki með alltof stuttum fyrirvara, og það einungis til eins árs,“ segir Vilhjálmur. „Þetta er ekki hægt, einfaldlega vegna þess að það þarf að panta og kaupa aðföng erlendis frá sem eru oft á tíðum mjög dýr, það þarf að setja skipin í slipp og svo framvegis. Það er ekkert fyrirtæki sem ræðst í slík fjárútlát án þess að hafa einhvern fyrirsjáanleika í sinni starfsemi.“ Hvalveiðar Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
„Ég tel því miður að þetta sé alltof seint. Ég held að þessi vinnubrögð hafi verið uppsett til þess að reyna koma í veg fyrir að þessar veiðar gætu orðið í ár. Það er einfaldlega vegna þess að veiðarnar ættu að öllu jöfnu að vera byrjaðar,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. „Ég óttast það innilega að það fólk sem var að bíða eftir svari hafi einfaldlega verið búið að ráðstafa sér eitthvert annað.“ Líkt og áður segir veitti matvælaráðherra Hvali hf. leyfi til veiða á Langreyðum. „Leyfið gildir fyrir veiðitímabilið 2024 og verður leyfilegt veiðimagn 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar eða samtals 128 dýr,“ segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Vilhjálmur segir að tíminn til að fara að veiða sé of skammur. Fyrirtæki líkt og Hvalur væri yfirleitt búið að ganga frá mannaráðningum, bæði á skip og á plani, í apríl. Þá hafi veiðar yfirleitt hafist skömmu eftir sjómannadaginn, en nú sé kominn miður júní. „Það er ekkert fyrirtæki á Íslandi. Það er engin atvinnustarfsemi sem getur búið við svona óvissu. Það getur engin atvinnustarfsemi fengið að vita hvort starfsemi sé heimiluð eða ekki með alltof stuttum fyrirvara, og það einungis til eins árs,“ segir Vilhjálmur. „Þetta er ekki hægt, einfaldlega vegna þess að það þarf að panta og kaupa aðföng erlendis frá sem eru oft á tíðum mjög dýr, það þarf að setja skipin í slipp og svo framvegis. Það er ekkert fyrirtæki sem ræðst í slík fjárútlát án þess að hafa einhvern fyrirsjáanleika í sinni starfsemi.“
Hvalveiðar Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira