Vika einmanaleikans Jóhanna Stefáns Bjarkardóttir skrifar 11. júní 2024 14:01 Manneskjan er í eðli sínu félagsvera og mætir í þennan heim með líffræðilega þörf fyrir félagsleg tengsl. Þessi þörf fyrir að tilheyra er mismikil eftir einstaklingum en hún felur í sér meðfædda löngun eftir hlýju, snertingu og jákvæðum, mannlegum samskiptum. Einmanaleiki er sammannleg tilfinning sem verður til út frá misræmi sem getur myndast milli magns og gæða þeirra félagslegu tengsla sem einstaklingurinn hefur og þess sem viðkomandi myndi vilja hafa. Mörg okkar hafa fundið fyrir einmanaleika einhvers staðar á lífsleiðinni, en þó er mjög misjafnt hvernig við upplifum einmanaleikann. Við getum til dæmis upplifað einmanaleika þó að við búum ekki við félagslega einangrun, séum jafnvel í sambandi, umkringd vinum og fjölskyldu og virk á samfélagsmiðlum. Ástandið sjálft er margslungið og getur þróast út frá samsetningu ýmissa sálfræðilegra, líkamlegra og félagslegra áhrifaþátta. Einmanaleiki er t.a.m. algeng aukaverkun ýmissa veikinda en einnig hafa rannsóknir sýnt að tilfinningin ein og sér dregur ekki bara úr almennri vellíðan heldur getur hún beinlínis verið kveikjan að ýmsum alvarlegum kvillum, líkamlegum sem andlegum. Með hliðsjón af þessu er hægt að álykta að góð félagsleg tengsl séu mikilvæg forvörn og því er úrelt að tala um einmanaleika af léttúð. Samkvæmt alþjóðlegri rannsókn sem kom út í fyrra upplifir um það bil einn af hverjum þremur Íslendingum einmanaleika í sínu daglega lífi. Verkefni sem stuðla að félagslegri þátttöku eru þess vegna forvarnarverkefni. Alþjóðleg vitundarvika um einmanaleika stendur nú yfir og lýkur 16. júní. Þema vikunnar í ár er Random acts of connection, sem þýða mætti sem Tilviljanakennd tengsl. Með þessu er imprað á mikilvægi þeirra litlu en fjölbreyttu samskipta sem eiga sér stað í daglega lífinu, til dæmis þegar þú brosir til þeirra sem þú mætir í Bónus, veifar nágrannanum á leiðinni í vinnuna eða splæsir fimmu á hlauparann sem þú mætir á göngustígnum. Þegar litið er á stóra samhengið eru það nefnilega akkúrat þessir litlu hlutir sem geta skipt sköpum. Rannsóknir hafa sýnt að eftir að við upplifum óvænta góðmennsku af þessu tagi erum við um það bil helmingi líklegri en áður til að gjalda öðrum í sömu mynt. Nú er því tilvalinn tími til að taka saman höndum og dreifa þessari tilviljanakenndu góðmennsku. Aukinni vellíðan fylgir aukin velsæld og aukinni velsæld fylgir aukinn hagnaður. Saman getum við dregið úr einmanaleika í samfélaginu. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur áhuga á að taka þátt í félagslegu þátttöku verkefnunum, hvort sem það er sem sjálfboðaliði sem fer í heimsókn eða sem þátttakandi sem fær heimsóknir, er um að gera að senda inn umsókn í gegnum vefsíðu Rauða krossins, www.raudikrossinn.is. Einnig er frjálst að leita til Hjálparsíma Rauða krossins 1717 eða netspjallsins 1717.is fyrir sálrænan stuðning, hlustun og ráðgjöf í fullri nafnleynd og trúnaði, án endurgjalds. Höfundur er verkefnafulltrúi hjá Rauða krossinum á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilsa Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Sjá meira
Manneskjan er í eðli sínu félagsvera og mætir í þennan heim með líffræðilega þörf fyrir félagsleg tengsl. Þessi þörf fyrir að tilheyra er mismikil eftir einstaklingum en hún felur í sér meðfædda löngun eftir hlýju, snertingu og jákvæðum, mannlegum samskiptum. Einmanaleiki er sammannleg tilfinning sem verður til út frá misræmi sem getur myndast milli magns og gæða þeirra félagslegu tengsla sem einstaklingurinn hefur og þess sem viðkomandi myndi vilja hafa. Mörg okkar hafa fundið fyrir einmanaleika einhvers staðar á lífsleiðinni, en þó er mjög misjafnt hvernig við upplifum einmanaleikann. Við getum til dæmis upplifað einmanaleika þó að við búum ekki við félagslega einangrun, séum jafnvel í sambandi, umkringd vinum og fjölskyldu og virk á samfélagsmiðlum. Ástandið sjálft er margslungið og getur þróast út frá samsetningu ýmissa sálfræðilegra, líkamlegra og félagslegra áhrifaþátta. Einmanaleiki er t.a.m. algeng aukaverkun ýmissa veikinda en einnig hafa rannsóknir sýnt að tilfinningin ein og sér dregur ekki bara úr almennri vellíðan heldur getur hún beinlínis verið kveikjan að ýmsum alvarlegum kvillum, líkamlegum sem andlegum. Með hliðsjón af þessu er hægt að álykta að góð félagsleg tengsl séu mikilvæg forvörn og því er úrelt að tala um einmanaleika af léttúð. Samkvæmt alþjóðlegri rannsókn sem kom út í fyrra upplifir um það bil einn af hverjum þremur Íslendingum einmanaleika í sínu daglega lífi. Verkefni sem stuðla að félagslegri þátttöku eru þess vegna forvarnarverkefni. Alþjóðleg vitundarvika um einmanaleika stendur nú yfir og lýkur 16. júní. Þema vikunnar í ár er Random acts of connection, sem þýða mætti sem Tilviljanakennd tengsl. Með þessu er imprað á mikilvægi þeirra litlu en fjölbreyttu samskipta sem eiga sér stað í daglega lífinu, til dæmis þegar þú brosir til þeirra sem þú mætir í Bónus, veifar nágrannanum á leiðinni í vinnuna eða splæsir fimmu á hlauparann sem þú mætir á göngustígnum. Þegar litið er á stóra samhengið eru það nefnilega akkúrat þessir litlu hlutir sem geta skipt sköpum. Rannsóknir hafa sýnt að eftir að við upplifum óvænta góðmennsku af þessu tagi erum við um það bil helmingi líklegri en áður til að gjalda öðrum í sömu mynt. Nú er því tilvalinn tími til að taka saman höndum og dreifa þessari tilviljanakenndu góðmennsku. Aukinni vellíðan fylgir aukin velsæld og aukinni velsæld fylgir aukinn hagnaður. Saman getum við dregið úr einmanaleika í samfélaginu. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur áhuga á að taka þátt í félagslegu þátttöku verkefnunum, hvort sem það er sem sjálfboðaliði sem fer í heimsókn eða sem þátttakandi sem fær heimsóknir, er um að gera að senda inn umsókn í gegnum vefsíðu Rauða krossins, www.raudikrossinn.is. Einnig er frjálst að leita til Hjálparsíma Rauða krossins 1717 eða netspjallsins 1717.is fyrir sálrænan stuðning, hlustun og ráðgjöf í fullri nafnleynd og trúnaði, án endurgjalds. Höfundur er verkefnafulltrúi hjá Rauða krossinum á Íslandi.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun