Sport

Dag­skráin í dag: Íslendingaslagur og úrslitaeinvígi NBA

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Boston Celtics geta tekið 3-0 forystu í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í nótt. 
Boston Celtics geta tekið 3-0 forystu í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í nótt.  Maddie Meyer/Getty Images

Mikið um að vera þennan miðvikudaginn á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone. Íslendingaslagur í sænsku úrvalsdeildinni, þriðji leikur úrslitaeinvígi NBA deildarinnar og úrslitaeinvígi í rafíþrótt beint frá Lundúnum. 

Vodafone Sport

16:50 – Vaxjö tekur á móti Rosengard. Íslendingaslagur af bestu gerð í sænsku úrvalsdeildinni. Bryndís Arna Níelsdóttir og Þórdís Elva Ágústsdóttir spila fyrir Vaxjö og Guðrún Arnardóttir er leikmaður Rosengard.

22:30 – Bein útsending frá leik Tampa Bay Rays og Chicago Cubs í hafnaboltadeildinni Major League Baseball.

Stöð 2 Sport 2

Á miðnætti hefst upphitun fyrir þriðja leik í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar.

00:30 hefst svo leikur Dallas Mavericks gegn Boston Celtics.

Stöð 2 Sport 3

16:00 – Bein útsending frá rafíþróttinni Counter Strike, London Spring Final í Blast Premier deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×