Áfengissalar kvarta undan afskiptum ráðherra af lögreglu Árni Sæberg skrifar 12. júní 2024 14:06 Elías Blöndal Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sante, og Arnar Sigurðsson, eigandi Sante. Vísir/Vilhelm Sante ehf., sem heldur úti netverslun með áfengi, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan „óeðlilegum pólitískum afskiptum“ fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn. Þetta segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Tilefni kvörtunarinnar er erindi sem Sigurður Ingi Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, sendi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna netsölu áfengis til neytenda hér á landi. Í erindinu er bent á að smásala áfengis sé bönnuð öðrum en ÁTVR. Innflutningur til einkanota sæti ekki takmörkunum en meta þurfi hvert tilvik fyrir sig, það er hvort starfsemi seljanda fari í reynd fram erlendis og þannig sé um innflutning að ræða þegar áfengi sé selt í netsölu. „Haldið fram að atvinnustarfsemi okkar sé ólögleg“ Í kvörtun Sante til Umboðsmanns Alþingis segir að í erindi Sigurðar Inga sé því haldið fram að starfsemi Sante sé ólögleg. „Bréfinu er bersýnilega ætlað að hafa áhrif á rannsókn lögreglu. Við teljum að þetta séu óeðlileg afskipti af lögregluvaldi og brot á þrískiptingu ríkisvaldsins, þar sem fjármálaráðherra hefur ekki valdheimildir í þessum málaflokki.“ Reyni að hafa áhrif á lögreglu Þá segir að fjármálaráðherra fari með mikilvægar ákvarðanir varðandi fjárveitingar til lögreglunnar. Tilraunir hans til þess að hafa áhrif á lögreglurannsókn séu því sérlega óeðlilegar, þar sem þær geti litið út sem tilraun til þess að misnota fjárhagslegt vald til þess að hafa áhrif á lögregluna. „Þetta grefur undan sjálfstæði lögreglunnar og trúverðugleika hennar.“ Samkvæmt lögum um meðferð sakamála skuli ákærendur vera sjálfstæðir í störfum sínum og ekki taka við fyrirmælum frá öðrum stjórnvöldum um meðferð ákæruvalds nema sérstaklega sé kveðið á um það í lögum. Þetta sé meginregla í réttarfari og brot á henni talin mjög alvarleg. „Það er algjörlega ólíðandi í réttarríki að lesa um það í fjölmiðlum að ráðherra sé að reyna að hafa áhrif á lögreglurannsókn. Að ráðherra, sem á stóran þátt í löggjafarvaldi og fer með fjárveitingarvald til lögreglu, lýsi afstöðu sinni til lögmætis starfsemi okkar með þeim hætti sem gert er í bréfinu. Við teljum að afskipti fjármála- og efnahagsráðherra brjóti verulega gegn stjórnsýslureglum og réttindum okkar.“ Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Hófu frumkvæðisathugun á netsölu áfengis í morgun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum í morgun frumkvæðisathugun vegna netsölu á áfengi. Formaður nefndarinnar segir tilefnið vera ítrekaðar ábendingar um að salan fari fram í lagalegu tómarúmi. 10. júní 2024 13:10 Hjúkrunarfræðingar fordæma aukið aðgengi að áfengi Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur skorað á Alþingi og Ríkisstjórn að takmarka sölu á áfengi og standa þannig vörð um lýðheilsu þjóðarinnar. 7. júní 2024 11:16 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Tilefni kvörtunarinnar er erindi sem Sigurður Ingi Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, sendi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna netsölu áfengis til neytenda hér á landi. Í erindinu er bent á að smásala áfengis sé bönnuð öðrum en ÁTVR. Innflutningur til einkanota sæti ekki takmörkunum en meta þurfi hvert tilvik fyrir sig, það er hvort starfsemi seljanda fari í reynd fram erlendis og þannig sé um innflutning að ræða þegar áfengi sé selt í netsölu. „Haldið fram að atvinnustarfsemi okkar sé ólögleg“ Í kvörtun Sante til Umboðsmanns Alþingis segir að í erindi Sigurðar Inga sé því haldið fram að starfsemi Sante sé ólögleg. „Bréfinu er bersýnilega ætlað að hafa áhrif á rannsókn lögreglu. Við teljum að þetta séu óeðlileg afskipti af lögregluvaldi og brot á þrískiptingu ríkisvaldsins, þar sem fjármálaráðherra hefur ekki valdheimildir í þessum málaflokki.“ Reyni að hafa áhrif á lögreglu Þá segir að fjármálaráðherra fari með mikilvægar ákvarðanir varðandi fjárveitingar til lögreglunnar. Tilraunir hans til þess að hafa áhrif á lögreglurannsókn séu því sérlega óeðlilegar, þar sem þær geti litið út sem tilraun til þess að misnota fjárhagslegt vald til þess að hafa áhrif á lögregluna. „Þetta grefur undan sjálfstæði lögreglunnar og trúverðugleika hennar.“ Samkvæmt lögum um meðferð sakamála skuli ákærendur vera sjálfstæðir í störfum sínum og ekki taka við fyrirmælum frá öðrum stjórnvöldum um meðferð ákæruvalds nema sérstaklega sé kveðið á um það í lögum. Þetta sé meginregla í réttarfari og brot á henni talin mjög alvarleg. „Það er algjörlega ólíðandi í réttarríki að lesa um það í fjölmiðlum að ráðherra sé að reyna að hafa áhrif á lögreglurannsókn. Að ráðherra, sem á stóran þátt í löggjafarvaldi og fer með fjárveitingarvald til lögreglu, lýsi afstöðu sinni til lögmætis starfsemi okkar með þeim hætti sem gert er í bréfinu. Við teljum að afskipti fjármála- og efnahagsráðherra brjóti verulega gegn stjórnsýslureglum og réttindum okkar.“
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Hófu frumkvæðisathugun á netsölu áfengis í morgun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum í morgun frumkvæðisathugun vegna netsölu á áfengi. Formaður nefndarinnar segir tilefnið vera ítrekaðar ábendingar um að salan fari fram í lagalegu tómarúmi. 10. júní 2024 13:10 Hjúkrunarfræðingar fordæma aukið aðgengi að áfengi Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur skorað á Alþingi og Ríkisstjórn að takmarka sölu á áfengi og standa þannig vörð um lýðheilsu þjóðarinnar. 7. júní 2024 11:16 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Hófu frumkvæðisathugun á netsölu áfengis í morgun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum í morgun frumkvæðisathugun vegna netsölu á áfengi. Formaður nefndarinnar segir tilefnið vera ítrekaðar ábendingar um að salan fari fram í lagalegu tómarúmi. 10. júní 2024 13:10
Hjúkrunarfræðingar fordæma aukið aðgengi að áfengi Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur skorað á Alþingi og Ríkisstjórn að takmarka sölu á áfengi og standa þannig vörð um lýðheilsu þjóðarinnar. 7. júní 2024 11:16