Guðrún var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá Rosengård í kvöld, en Þórdís Ágústsdóttir hóf leik á miðsvæðinu hjá heimakonum í Växjö. Hún var hins vegar tekin af velli eftir rétt rúmlega klukkutíma leik.
Þá var staðan þegar orðin 4-0, Rosengård í vil. Gestirnir bættu svo þremur mörkum við á seinustu tuttugu mínútum leiksins og niðurstaðan varð því 7-0 sigur Rosengård.
eftir sigurinn er Rosengård enn á toppi sænsku deildarinnar. Liðið er nú með 30 stig af 30 mögulegum eftir tíu leiki, tíu stigum meira en Häcken sem sigur í öðru sæti. Växjö situr hins vegar í sjöunda sæti með 13 stig.