„Maður finnur aðeins til með liðinu að þurfa að spila á þessum velli” Árni Gísli Magnússon skrifar 12. júní 2024 21:41 Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Anton Brink Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var léttur í lund þegar blaðamann bar að garði eftir 1-0 sigur á Þór á Akureyri í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins með marki á lokaandartökum leiksins. Hvernig eru tilfinningarnar eftir, hvað eigum við að segja, ljótan sigur? Jökull skellti upp úr, sem gefur til kynna að sigurinn hafi kannski ekki verið mjög fallegur, áður en hann tók til máls: „Já, þetta eru bara góðar tilfinningar og okkur fannst þessi leikur svo sem vera fara í framlengingu og mér fannst bara Þórsarar eiga skilið að fara í framlengingu eins og þeir spiluðu, þeir spiluðu frábæran leik, gott lið, vel þjálfað og maður finnur aðeins til með liðinu að þurfa að spila á þessum velli. Þetta eru góðir fótboltamenn og ég veit að Siggi (Sigurður Höskuldsson) og þeir vilji spila góðan fótbolta en bara mjög ánægjulegt.” Það var ýmislegt í spilamennsku Lengjudeildar liði Þórs sem heillaði Jökul. „Þeir eru náttúrulega bara vel drillaðir og svo eru góðir leikmenn þarna inni á milli. Nokkrir mjög öflugir í dag og auðvitað voru þeir í því hlutverki í dag að hafa stjórn á leiknum í dag með því að liggja aðeins og það er mjög eðiliegt, ég held að þeim hafi liðið vel, leikurinn var það hægur og í raun fyrirsjáanlegur að ég held að við höfum aldrei náð að láta þeim líða neitt sérstaklega illa þannig að góðir leikmenn og góður þjálfari.” Það er erfitt að halda því fram að Stjarnan hafi spilað fótbolta í dag á þann hátt sem þeir vilja og spilar völlurinn þar hlutverk en Stjarnan spilar alla jafna á gervigrasi. „Hann spilaði inn í, það var eiginlega ekkert hægt að spila inn á milli, og alltaf þegar við reyndum það misheppnaðist það eða að við fengum ekkert út úr því en það breytti samt ekkert sérstaklega leikskipulaginu því að þeir hafa verið brothættir í boltum aftur fyrir vörnina þannig þó hann hefði verið á gervigrasi hefðum við leitað meira aftur fyrir. Við hefðum hins vegar átt fleiri öðruvísi móment inn á milli á betri velli en bara sterkt að koma hingað og vinna.” Bikarleikir þessara liða á Þórsvellinum hafa verið dramatískir en 2013 vann Stjarnan í vítaspyrnukeppni og 2018 í framlengingu með tveimur mörkum í blálokin eftir að hafa lent undir. Jökull segist ekki hafa verið meðvitaður um þetta. „Nei nei, við erum búnir að skoða síðustu leiki hjá þeim og höfðum góða hugmynd um styrkleika og veikleika og tækifæri en svo auðvitað kemur þetta og það er lokaður leikur og náðum svo sem ekkert að nýta það fyrr en rétt í restina þar sem við erum aggressívir í fyrirgjöf og við ætluðum meira í fyrirgjafir og vel gert að klára það.” Stjarnan hefur tapað síðustu tveimur deildarleikjum nokkuð sannfærandi og sigurinn í dag því kærkominn. „Já já, líka bara menn eru búnir að vinna mikið frá síðasta leik og leggja rosalega mikið á sig inni á æfingum og utan æfinga og bara rýna mikið í ansi margt frá öllu tímabilinu og þar af leiðandi er gott að menn uppskeri líka bara eftir mikla vinnu og nú taka menn sér tveggja daga frí og gera sig klára í næsta deildarleik.” Mjólkurbikar karla Stjarnan Þór Akureyri Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Sjá meira
Hvernig eru tilfinningarnar eftir, hvað eigum við að segja, ljótan sigur? Jökull skellti upp úr, sem gefur til kynna að sigurinn hafi kannski ekki verið mjög fallegur, áður en hann tók til máls: „Já, þetta eru bara góðar tilfinningar og okkur fannst þessi leikur svo sem vera fara í framlengingu og mér fannst bara Þórsarar eiga skilið að fara í framlengingu eins og þeir spiluðu, þeir spiluðu frábæran leik, gott lið, vel þjálfað og maður finnur aðeins til með liðinu að þurfa að spila á þessum velli. Þetta eru góðir fótboltamenn og ég veit að Siggi (Sigurður Höskuldsson) og þeir vilji spila góðan fótbolta en bara mjög ánægjulegt.” Það var ýmislegt í spilamennsku Lengjudeildar liði Þórs sem heillaði Jökul. „Þeir eru náttúrulega bara vel drillaðir og svo eru góðir leikmenn þarna inni á milli. Nokkrir mjög öflugir í dag og auðvitað voru þeir í því hlutverki í dag að hafa stjórn á leiknum í dag með því að liggja aðeins og það er mjög eðiliegt, ég held að þeim hafi liðið vel, leikurinn var það hægur og í raun fyrirsjáanlegur að ég held að við höfum aldrei náð að láta þeim líða neitt sérstaklega illa þannig að góðir leikmenn og góður þjálfari.” Það er erfitt að halda því fram að Stjarnan hafi spilað fótbolta í dag á þann hátt sem þeir vilja og spilar völlurinn þar hlutverk en Stjarnan spilar alla jafna á gervigrasi. „Hann spilaði inn í, það var eiginlega ekkert hægt að spila inn á milli, og alltaf þegar við reyndum það misheppnaðist það eða að við fengum ekkert út úr því en það breytti samt ekkert sérstaklega leikskipulaginu því að þeir hafa verið brothættir í boltum aftur fyrir vörnina þannig þó hann hefði verið á gervigrasi hefðum við leitað meira aftur fyrir. Við hefðum hins vegar átt fleiri öðruvísi móment inn á milli á betri velli en bara sterkt að koma hingað og vinna.” Bikarleikir þessara liða á Þórsvellinum hafa verið dramatískir en 2013 vann Stjarnan í vítaspyrnukeppni og 2018 í framlengingu með tveimur mörkum í blálokin eftir að hafa lent undir. Jökull segist ekki hafa verið meðvitaður um þetta. „Nei nei, við erum búnir að skoða síðustu leiki hjá þeim og höfðum góða hugmynd um styrkleika og veikleika og tækifæri en svo auðvitað kemur þetta og það er lokaður leikur og náðum svo sem ekkert að nýta það fyrr en rétt í restina þar sem við erum aggressívir í fyrirgjöf og við ætluðum meira í fyrirgjafir og vel gert að klára það.” Stjarnan hefur tapað síðustu tveimur deildarleikjum nokkuð sannfærandi og sigurinn í dag því kærkominn. „Já já, líka bara menn eru búnir að vinna mikið frá síðasta leik og leggja rosalega mikið á sig inni á æfingum og utan æfinga og bara rýna mikið í ansi margt frá öllu tímabilinu og þar af leiðandi er gott að menn uppskeri líka bara eftir mikla vinnu og nú taka menn sér tveggja daga frí og gera sig klára í næsta deildarleik.”
Mjólkurbikar karla Stjarnan Þór Akureyri Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Sjá meira