Ljúgandi málpípa Sjálfstæðisflokksins Tómas Kristjánsson skrifar 13. júní 2024 07:01 Í Bítinu á Bylgjunni, 12. júní sl. var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, að tjá sig um vegakerfið. Þar lýgur hann að hlustendum mest allt viðtalið. Hann fullyrðir m.a. að „það fari meiri peningar til samgöngumála en voru lagðir á umferðina“. Sannleikurinn er sá að skv. fjárlögum síðast liðinna ára hefur að meðaltali 30% meira verið innheimt í formi bifreiðagjalda, olíugjalda og bensíngjalda en var úthlutað í framkvæmdir í vegakerfinu. Fjárlög 2024 gera t.d. ráð fyrir að þessi gjöld skili ríkissjóði 38,5 milljörðum á meðan framkvæmdir á vegakerfinu kosti 26,2 milljarða. Þetta eru allt opinberar upplýsingar sem allir nettengdir einstaklingar hafa aðgang að. Við þetta mæti bæta að kolefnisgjald skilar ríkissjóði 14 milljörðum á ári þannig að í raun er umferðin að skila tvöfallt meiri tekjum til ríkisins en ríkið leggur í þjóðvegakerfið. Jón fullyrðir líka að allar þessar tekjur fari í vegakerfið. Þarna er ekki einusinni hægt að tala um misskilning af því að í öllum þeim lögum sem þessi gjöld eru nefnd stendur skýrum stöfum að gjöldin renni í ríkissjóð. Sama má segja um nýlega samþykkt lög um kílómetragjald. Ekkert af þessum skatti er eyrnamerktur vegakerfinu, eins og hann var fram til ársins 2018, heldur rennur þetta allt í taumlausa eyðslu partíflokksins. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lengi staðið fyrir upplýsingaóreiðu þegar kemur að samfélagslegum innviðum. Síðan flokkurinn tók við fjármálaráðuneytinu 2013 hefur eyðsla ríkisins vaxið úr 583 milljörðum á ári í 1313 milljarða fyrir árið 2024. Það eru 500 milljarðar umfram verðbólgu. En einhverja hluta vegna skal allur áróður flokksins snúast um þessi tilteknu útgjöld, sem samtals eru ekki nema 1,8% af heildarútgjöldum ríkisins, í stað þess að spara í einhverjum af þeim tæplega 2000 gjaldaliðum sem má finna í fjárlögum. Alltaf skal báknið stækka. Í tengslum við glórulaus lög um kílómetragjald, eina skattinn sem rukkaður er eftir ólöggiltum mæli fyrir akstur utan þjóðvegakerfisins, var orðum eins og „jafnræði í gjaldtöku fyrir akstur í vegakerfinu“ slengt fram, að því virðist vera í þeim eina tilgangi að gera rafbílaeigendur að jaðarsettum hóp sem væri á einhvern hátt að svindla á kerfinu. Þetta og meira rugl má meira að segja finna á opinberri heimasíðu fjármálaráðuneytisins: vegirokkarallra.is Þetta er eins langt frá sannleikanum og hægt er. Staðreyndin er sú að rafbílavæðing er þjóðhagslega hagkvæm leið til að draga úr orkunotkun í samgöngum og það er algjörlega glórulaust að ríkið sé að skattleggja akstur rafbíla svo mikið að kostnaður við akstur á innlendu rafmagni geti verið nálægt því sá sami og að aka um á innfluttu eldsneyti. Ríkið er bundið af alþjóðlegum samningum til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og almenningur var búinn að sýna fram á mikinn áhuga á að taka þátt í þessu verkefni með stjórnvöldum. Sjálfstæðisflokkurinn ákvað hins vegar að stöðva þessa ásókn í rafbíla og á einni nóttu hrundi sala á rafbílum. Í dag sýna tölurnar okkur að það er ógerningur að ná þeim markmiðum sem stjórnvöld voru búin að setja sér og því stefnir allt í sektargreiðslur, líkt og til annarra umhverfissóða. Vert er að taka fram að öll stjórnarandstaðan kaus gegn þessu kílómetragjaldi þannig að bæði VG og Framsókn hefðu getað stöðvað þessa vitleysu en því miður þá virðast stjórnarsamstarfið hafa yljað meira en skynsemi í skattlagningu á almenning. Höfundur er áhugamaður um umhverfismál og skynsama skatta Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílar Samgöngur Umhverfismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í Bítinu á Bylgjunni, 12. júní sl. var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, að tjá sig um vegakerfið. Þar lýgur hann að hlustendum mest allt viðtalið. Hann fullyrðir m.a. að „það fari meiri peningar til samgöngumála en voru lagðir á umferðina“. Sannleikurinn er sá að skv. fjárlögum síðast liðinna ára hefur að meðaltali 30% meira verið innheimt í formi bifreiðagjalda, olíugjalda og bensíngjalda en var úthlutað í framkvæmdir í vegakerfinu. Fjárlög 2024 gera t.d. ráð fyrir að þessi gjöld skili ríkissjóði 38,5 milljörðum á meðan framkvæmdir á vegakerfinu kosti 26,2 milljarða. Þetta eru allt opinberar upplýsingar sem allir nettengdir einstaklingar hafa aðgang að. Við þetta mæti bæta að kolefnisgjald skilar ríkissjóði 14 milljörðum á ári þannig að í raun er umferðin að skila tvöfallt meiri tekjum til ríkisins en ríkið leggur í þjóðvegakerfið. Jón fullyrðir líka að allar þessar tekjur fari í vegakerfið. Þarna er ekki einusinni hægt að tala um misskilning af því að í öllum þeim lögum sem þessi gjöld eru nefnd stendur skýrum stöfum að gjöldin renni í ríkissjóð. Sama má segja um nýlega samþykkt lög um kílómetragjald. Ekkert af þessum skatti er eyrnamerktur vegakerfinu, eins og hann var fram til ársins 2018, heldur rennur þetta allt í taumlausa eyðslu partíflokksins. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lengi staðið fyrir upplýsingaóreiðu þegar kemur að samfélagslegum innviðum. Síðan flokkurinn tók við fjármálaráðuneytinu 2013 hefur eyðsla ríkisins vaxið úr 583 milljörðum á ári í 1313 milljarða fyrir árið 2024. Það eru 500 milljarðar umfram verðbólgu. En einhverja hluta vegna skal allur áróður flokksins snúast um þessi tilteknu útgjöld, sem samtals eru ekki nema 1,8% af heildarútgjöldum ríkisins, í stað þess að spara í einhverjum af þeim tæplega 2000 gjaldaliðum sem má finna í fjárlögum. Alltaf skal báknið stækka. Í tengslum við glórulaus lög um kílómetragjald, eina skattinn sem rukkaður er eftir ólöggiltum mæli fyrir akstur utan þjóðvegakerfisins, var orðum eins og „jafnræði í gjaldtöku fyrir akstur í vegakerfinu“ slengt fram, að því virðist vera í þeim eina tilgangi að gera rafbílaeigendur að jaðarsettum hóp sem væri á einhvern hátt að svindla á kerfinu. Þetta og meira rugl má meira að segja finna á opinberri heimasíðu fjármálaráðuneytisins: vegirokkarallra.is Þetta er eins langt frá sannleikanum og hægt er. Staðreyndin er sú að rafbílavæðing er þjóðhagslega hagkvæm leið til að draga úr orkunotkun í samgöngum og það er algjörlega glórulaust að ríkið sé að skattleggja akstur rafbíla svo mikið að kostnaður við akstur á innlendu rafmagni geti verið nálægt því sá sami og að aka um á innfluttu eldsneyti. Ríkið er bundið af alþjóðlegum samningum til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og almenningur var búinn að sýna fram á mikinn áhuga á að taka þátt í þessu verkefni með stjórnvöldum. Sjálfstæðisflokkurinn ákvað hins vegar að stöðva þessa ásókn í rafbíla og á einni nóttu hrundi sala á rafbílum. Í dag sýna tölurnar okkur að það er ógerningur að ná þeim markmiðum sem stjórnvöld voru búin að setja sér og því stefnir allt í sektargreiðslur, líkt og til annarra umhverfissóða. Vert er að taka fram að öll stjórnarandstaðan kaus gegn þessu kílómetragjaldi þannig að bæði VG og Framsókn hefðu getað stöðvað þessa vitleysu en því miður þá virðast stjórnarsamstarfið hafa yljað meira en skynsemi í skattlagningu á almenning. Höfundur er áhugamaður um umhverfismál og skynsama skatta
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun