Lofar svakalegri veislu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. júní 2024 09:29 Friðrik Dór heldur tvenna tónleika í Háskólabíói á sunnudagskvöld. Hulda Margrét „Ég lofa aldrei upp í ermina á mér en í þetta skipti ætla ég að gera það; þetta verður svakaleg veisla,“ segir Friðrik Dór tónlistarmaður sem heldur tvenna tónleika í Háskólabíói í kvöld. Friðrik Dór þarf vart að kynna fyrir landsmönnum enda verið einn ástsælasti söngvari landsins síðustu 15 ár og hefur hann sungið sig inn í hjörtu þjóðarinnar með slögurum sem telja í tugum. Hann ætlar að tjalda öllu til í kvöld og bjóða aðdáendum í veislu, eins og hann orðar það sjálfur. „Ég hef haldið nokkra tónleika í gegnum tíðina og mér finnst alveg „extra“ gaman að halda tónleika á sumrin. Það er svo mikil gleði í aðdáendum, allir í sumar-fíling, sólin á lofti allan sólarhringinn og allir til í að eiga gott kvöld,“ segir hann. „Ég verð með hljómsveit með mér og lofa miklu stuði. Ég er búinn að vera í svo miklu sumarstuði síðustu vikur, ég veit ekki afhverju - kannski er ég bara svona mikill sumarstrákur. Við verðum í geggjuðum gír. Það verður ekkert candyfloss né stórir snuddusleikjóar eins og á 17. júní, heldur fallegt kvöld í bland við gleði og stuð,“ segir Friðrik Dór. Í vikunni voru sagðar fréttir af því að heimsmet yrði slegið þegar lagið Til í allt III kæmi út, en lagið kom út í vikunni. Samkvæmt Friðriki Dór hefur aldrei verið gefið út lag í þremur hlutum í heiminum áður. En ætlar hann að taka öll þrjú lögin í þríleiknum fyrir aðdáendur á sunnudagskvöld? „Það er aldrei að vita, ég hef alltaf verið þekktur fyrir að vera til í allt - við sjáum hvað setur,“ segir hann hlægjandi að lokum. Uppselt er á fyrri tónleikana en örfáir miðar eru eftir á þá seinni. Nálgast má miða á þá hér. Tónleikar á Íslandi Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Friðrik Dór þarf vart að kynna fyrir landsmönnum enda verið einn ástsælasti söngvari landsins síðustu 15 ár og hefur hann sungið sig inn í hjörtu þjóðarinnar með slögurum sem telja í tugum. Hann ætlar að tjalda öllu til í kvöld og bjóða aðdáendum í veislu, eins og hann orðar það sjálfur. „Ég hef haldið nokkra tónleika í gegnum tíðina og mér finnst alveg „extra“ gaman að halda tónleika á sumrin. Það er svo mikil gleði í aðdáendum, allir í sumar-fíling, sólin á lofti allan sólarhringinn og allir til í að eiga gott kvöld,“ segir hann. „Ég verð með hljómsveit með mér og lofa miklu stuði. Ég er búinn að vera í svo miklu sumarstuði síðustu vikur, ég veit ekki afhverju - kannski er ég bara svona mikill sumarstrákur. Við verðum í geggjuðum gír. Það verður ekkert candyfloss né stórir snuddusleikjóar eins og á 17. júní, heldur fallegt kvöld í bland við gleði og stuð,“ segir Friðrik Dór. Í vikunni voru sagðar fréttir af því að heimsmet yrði slegið þegar lagið Til í allt III kæmi út, en lagið kom út í vikunni. Samkvæmt Friðriki Dór hefur aldrei verið gefið út lag í þremur hlutum í heiminum áður. En ætlar hann að taka öll þrjú lögin í þríleiknum fyrir aðdáendur á sunnudagskvöld? „Það er aldrei að vita, ég hef alltaf verið þekktur fyrir að vera til í allt - við sjáum hvað setur,“ segir hann hlægjandi að lokum. Uppselt er á fyrri tónleikana en örfáir miðar eru eftir á þá seinni. Nálgast má miða á þá hér.
Tónleikar á Íslandi Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira