Guðmundur framlengir: „Hefur lyft öllu á hærra plan“ Aron Guðmundsson skrifar 14. júní 2024 09:56 Guðmundur Guðmundsson hefur gert frábæra hluti með lið Fredericia Vísir/Vilhelm Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Fredericia, hefur framlengt samning sinn við félagið til sumarsins 2027. Undir stjórn Guðmundar hefur Fredericia náð mögnuðum árangri undanfarin tvö tímabil. Liðið hefur stimplað sig inn meðal toppliða danska handboltans og unnið til verðlauna bæði tímabilin. Á nýafstöðu tímabili var liðið svo ekki langt frá því að verða danskur meistari en þurfti að lúta í lægra haldi gegn stórliði Álaborgar í oddaleik í úrslitaeinvígi dönsku deildarinnar. Árangurinn tryggði Fredericia sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili og er það í fyrsta sinn í sögu félagsins sem það mun taka þátt í slíkri keppni. Svo gæti vel verið að það verði í Meistaradeild Evrópu því Fredericia er eitt þeirra tólf liða sem hefur sótt um svokallað wildcard sæti í þeirri keppni. Fyrri samningur Guðmundar átti að renna út eftir ár en mikil ánægja er ríkjandi beggja megin borðsins með samstarfið og því ekki úr vegi að framlengja það. „Það er með mikilli ánægju og stolti sem við greinum frá því að Guðmundur hafi framlengt samning sinn við félagið,“ segir Thomas Renneberg-Larsen, framkvæmdastjóri Fredericia. „Guðmundur hefur gegnt lykilhlutverki í leið okkar að toppi danska handboltans. Við erum mjög ánægð með hann vilji halda áfram sinni vinnu hér hjá okkur. Þegar að við réðum Guðmund sem þjálfara liðsins á sínum tíma vissum við það upp á hár að hann væri rétti maðurinn í starfið til að byggja á þeim grunni sem að Jesper Houmark hafði lagt. Allt frá sinni komu hefur Guðmundur lyft öllu, bæði liðinu og félaginu, á hærra plan.“ Danski handboltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
Undir stjórn Guðmundar hefur Fredericia náð mögnuðum árangri undanfarin tvö tímabil. Liðið hefur stimplað sig inn meðal toppliða danska handboltans og unnið til verðlauna bæði tímabilin. Á nýafstöðu tímabili var liðið svo ekki langt frá því að verða danskur meistari en þurfti að lúta í lægra haldi gegn stórliði Álaborgar í oddaleik í úrslitaeinvígi dönsku deildarinnar. Árangurinn tryggði Fredericia sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili og er það í fyrsta sinn í sögu félagsins sem það mun taka þátt í slíkri keppni. Svo gæti vel verið að það verði í Meistaradeild Evrópu því Fredericia er eitt þeirra tólf liða sem hefur sótt um svokallað wildcard sæti í þeirri keppni. Fyrri samningur Guðmundar átti að renna út eftir ár en mikil ánægja er ríkjandi beggja megin borðsins með samstarfið og því ekki úr vegi að framlengja það. „Það er með mikilli ánægju og stolti sem við greinum frá því að Guðmundur hafi framlengt samning sinn við félagið,“ segir Thomas Renneberg-Larsen, framkvæmdastjóri Fredericia. „Guðmundur hefur gegnt lykilhlutverki í leið okkar að toppi danska handboltans. Við erum mjög ánægð með hann vilji halda áfram sinni vinnu hér hjá okkur. Þegar að við réðum Guðmund sem þjálfara liðsins á sínum tíma vissum við það upp á hár að hann væri rétti maðurinn í starfið til að byggja á þeim grunni sem að Jesper Houmark hafði lagt. Allt frá sinni komu hefur Guðmundur lyft öllu, bæði liðinu og félaginu, á hærra plan.“
Danski handboltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira