Refsing manns sem nauðgaði þroskaskertum konum milduð verulega Jón Þór Stefánsson og Árni Sæberg skrifa 14. júní 2024 15:54 Maðurinn var meðal annars ákærður fyrir kynferðisbrot í Heiðmörk. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur mildað fangelsisdóm yfir tæplega sextugum karlmanni vegna ýmissa brota, þar á meðal vegna fjölda kynferðisbrota gegn konum með þroskaskerðingu. Hann hlaut fjögurra ára fangelsisdóm í stað sex ára. Landsréttur var sammála héraðsdómi um að tornæmi mannsins stæði ekki í vegi fyrir því að hann yrði dæmdur til fangelsisvistar. Maðurinn var ákærður fyrir ýmis kynferðisbrot gegn fjórum konum sem áttu sér stað frá árinu 2014 til 2018. Hann var sakfelldur fyrir að brjóta gegn þremur kvennanna í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2022 og hlaut sex ára fangelsisdóm. Landsréttur sakfelldi manninn fyrir brot gegn tveimur kvennanna en sýknaði af ákæru fyrir þrjú kynferðisbrot gegn þriðju konunni. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Ákæruliðir málsins voru fjórir talsins, en sumir þeirra innihéldu nokkur brot. Þekkti allar konurnar Manninum voru meðal annars gefnar að sök nauðganir, hótanir um að drepa sjálfan sig, eða birta nektarmyndir af konunum. Jafnframt var hann ákærður fyrir að plata eina konuna til að taka út pening í hraðbanka og nota hann svo sjálfur. Vísir fjallaði um ákæruna á sínum tíma. Hann var meðal annars ákærður fyrir kynferðisbrot í bíl í Heiðmörk og salerni í Holtagörðum gagnvart einni konunni. Í ákæru málsins kom fram að maðurinn þekkti konurnar, en að hann væri ekki bundinn þeim fjölskylduböndum. Ekki ósakhæfur Maðurinn bar það fyrir sig að hann væri ósakhæfur vegna eigin þroskaskerðingar. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að hann væri haldinn tornæmi, sem falli ekki undir þroskahömlun, andlegan vanþroska eða annars konar samsvarandi ástand sem yrði til þess að hann stjórni ekki gjörðum sínum. Landsréttur var sammála héraðsdómi og taldi ákvæði almennra hegningarlega um ósakhæfi ekki standa því í vegi manninum yrði gerð refsing. Líkt og áður segir mildaði Landsréttur dóm mannsins í fjögur ár úr sex árum. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að mikill dráttur hafi orðið á máli mannsins. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða annarri konunni tvær milljónir króna í miskabætur og hinni eina milljón króna. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir ýmis kynferðisbrot gegn fjórum konum sem áttu sér stað frá árinu 2014 til 2018. Hann var sakfelldur fyrir að brjóta gegn þremur kvennanna í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2022 og hlaut sex ára fangelsisdóm. Landsréttur sakfelldi manninn fyrir brot gegn tveimur kvennanna en sýknaði af ákæru fyrir þrjú kynferðisbrot gegn þriðju konunni. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Ákæruliðir málsins voru fjórir talsins, en sumir þeirra innihéldu nokkur brot. Þekkti allar konurnar Manninum voru meðal annars gefnar að sök nauðganir, hótanir um að drepa sjálfan sig, eða birta nektarmyndir af konunum. Jafnframt var hann ákærður fyrir að plata eina konuna til að taka út pening í hraðbanka og nota hann svo sjálfur. Vísir fjallaði um ákæruna á sínum tíma. Hann var meðal annars ákærður fyrir kynferðisbrot í bíl í Heiðmörk og salerni í Holtagörðum gagnvart einni konunni. Í ákæru málsins kom fram að maðurinn þekkti konurnar, en að hann væri ekki bundinn þeim fjölskylduböndum. Ekki ósakhæfur Maðurinn bar það fyrir sig að hann væri ósakhæfur vegna eigin þroskaskerðingar. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að hann væri haldinn tornæmi, sem falli ekki undir þroskahömlun, andlegan vanþroska eða annars konar samsvarandi ástand sem yrði til þess að hann stjórni ekki gjörðum sínum. Landsréttur var sammála héraðsdómi og taldi ákvæði almennra hegningarlega um ósakhæfi ekki standa því í vegi manninum yrði gerð refsing. Líkt og áður segir mildaði Landsréttur dóm mannsins í fjögur ár úr sex árum. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að mikill dráttur hafi orðið á máli mannsins. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða annarri konunni tvær milljónir króna í miskabætur og hinni eina milljón króna.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira