Húsnæði B5 auglýst til leigu enn og aftur Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 14. júní 2024 13:55 Vísir/Vilhelm Atvinnuhúsnæði við Bankastræti 5 í miðborg Reykjavíkur hefur verið auglýst til leigu eina ferðina enn. Undanfarin ár hefur skemmtistaðurinn B5 verið þar til húsa, allt þar til í lok apríl. Húsnæðið er í eigu Fasteignafélagsins Eik. Um er að ræða 460 fermetra atvinnuhúsnæði sem er á jarðhæð og kjallara hússins. Í fasteignauglýsigunni á fasteignavef Vísis kemur fram að rýmið sé innréttað sem skemmtistaður en möguleiki er að breyta því í rými fyrri verslunarrekstur. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Sverrir Einar Eiríksson, eigandi B5, Exit og Nýju vínbúðarinnar, sagði skilið við rekstur staðarins í byrjun maímánaðar þar sem hann ætlaði að beina sjónum sínum alfarið að skemmtistaðnum Exit. Áður höfðu skattayfirvöld yfirvöld innsiglað staðinn í lok apríl. „B5 Exit gæti maður sagt í gríni. Við höfum sem sagt ákveðið að einbeita okkur að rekstri skemmtistaðarins Exit í Reykjavík og höfum sagt skilið við Bankastrætið í góðri sátt við leigusala,“ skrifaði Sverrir Einar Eiríksson í færslu á Facebook í byrjun maí. Skrautleg viðskiptasaga Sverrir Einar keypti rekstur B5 í júní í fyrra ásamt Vestu Minkute, unnustu sinni. Staðurinn hét þá Bankastræti Club og var meðal annars í eigu Birgittu Lífar Björnsdóttur markaðsstjóra World Class. Hún hóf reksturinn í júlí árið 2021, en fyrir þann tíma hafði staðurinn um árabil borið nafnið B5. Á sínum tíma sagði Birgitta að uppleggið hafi verið að opna skemmtistað sem væri nokkuð frábrugðinn þeim sem fyrir voru í miðbænum. „Mig langaði að auka fjölbreytnina hérna í miðbænum. Ég hef farið á nokkra staði úti í Miami og LA og mig langaði að fanga þá stemningu,“ sagði Birgitta Líf í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sverrir Einar á nokkuð skrautlega viðskiptasögu að baki og er nýjasta verkefni hans Nýja vínbúðin, netverslun fyrir áfengi. Talsvert hefur verið fjallað um Sverri í fjölmiðlum undanfarin ár, vegna meiðyrðamáls hans, ólöglegra auglýsinga og gjaldþrots starfsmannaleigu. Þá var hann í apríl á síðasta ári dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik í tengslum við rekstur þriggja einkahlutafélaga. Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán - Vísir (visir.is) Næturlíf Húsnæðismál Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Ballið búið fyrir fullt og allt á B5 Dyrunum að skemmtistaðnum B5 hefur verið skellt í lás í hinsta sinn. Eigandi segist nú beina sjónum alfarið að rekstri skemmtistaðarins Exit, og fjörið haldi áfram þar. 6. maí 2024 21:55 Reksturinn þungur í kjölfar „yfirgangs og afskipta lögreglu“ Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðanna B5 og Exit og áfengisverslunarinnar Nýju vínbúðarinnar, segir rekstur B5 hafa verið þungan í kjölfar afskipta lögreglu af staðnum. Inngrip Ríkisskattstjóra sé því eðlilegt hvað B5 varðar, en ekki hvað varðar Exit og Nýju vínbúðina. 26. apríl 2024 17:35 Skelltu líka í lás á Exit og í Nýju vínbúðinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur innsiglað skemmtistaðinn Exit við Ingólfstorg. Fyrr í dag var skemmtistaðurinn B5 innsiglaður en þeir eru báðir í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. Þá hefur húsnæði Nýju vínbúðarinnar, sem er í eigu Sverris Einars, einnig verið innsiglað. 26. apríl 2024 14:42 Innsigla B5 að kröfu Skattsins Nokkuð fjölmennt lið lögreglu var við skemmtistaðinn sem kallaður er B5 í miðbæ Reykjavíkur á fjórtánda tímanum í dag. Að sögn aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var verið að innsigla staðinn að beiðni skattyfirvalda. 26. apríl 2024 13:24 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Um er að ræða 460 fermetra atvinnuhúsnæði sem er á jarðhæð og kjallara hússins. Í fasteignauglýsigunni á fasteignavef Vísis kemur fram að rýmið sé innréttað sem skemmtistaður en möguleiki er að breyta því í rými fyrri verslunarrekstur. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Sverrir Einar Eiríksson, eigandi B5, Exit og Nýju vínbúðarinnar, sagði skilið við rekstur staðarins í byrjun maímánaðar þar sem hann ætlaði að beina sjónum sínum alfarið að skemmtistaðnum Exit. Áður höfðu skattayfirvöld yfirvöld innsiglað staðinn í lok apríl. „B5 Exit gæti maður sagt í gríni. Við höfum sem sagt ákveðið að einbeita okkur að rekstri skemmtistaðarins Exit í Reykjavík og höfum sagt skilið við Bankastrætið í góðri sátt við leigusala,“ skrifaði Sverrir Einar Eiríksson í færslu á Facebook í byrjun maí. Skrautleg viðskiptasaga Sverrir Einar keypti rekstur B5 í júní í fyrra ásamt Vestu Minkute, unnustu sinni. Staðurinn hét þá Bankastræti Club og var meðal annars í eigu Birgittu Lífar Björnsdóttur markaðsstjóra World Class. Hún hóf reksturinn í júlí árið 2021, en fyrir þann tíma hafði staðurinn um árabil borið nafnið B5. Á sínum tíma sagði Birgitta að uppleggið hafi verið að opna skemmtistað sem væri nokkuð frábrugðinn þeim sem fyrir voru í miðbænum. „Mig langaði að auka fjölbreytnina hérna í miðbænum. Ég hef farið á nokkra staði úti í Miami og LA og mig langaði að fanga þá stemningu,“ sagði Birgitta Líf í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sverrir Einar á nokkuð skrautlega viðskiptasögu að baki og er nýjasta verkefni hans Nýja vínbúðin, netverslun fyrir áfengi. Talsvert hefur verið fjallað um Sverri í fjölmiðlum undanfarin ár, vegna meiðyrðamáls hans, ólöglegra auglýsinga og gjaldþrots starfsmannaleigu. Þá var hann í apríl á síðasta ári dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik í tengslum við rekstur þriggja einkahlutafélaga. Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán - Vísir (visir.is)
Næturlíf Húsnæðismál Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Ballið búið fyrir fullt og allt á B5 Dyrunum að skemmtistaðnum B5 hefur verið skellt í lás í hinsta sinn. Eigandi segist nú beina sjónum alfarið að rekstri skemmtistaðarins Exit, og fjörið haldi áfram þar. 6. maí 2024 21:55 Reksturinn þungur í kjölfar „yfirgangs og afskipta lögreglu“ Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðanna B5 og Exit og áfengisverslunarinnar Nýju vínbúðarinnar, segir rekstur B5 hafa verið þungan í kjölfar afskipta lögreglu af staðnum. Inngrip Ríkisskattstjóra sé því eðlilegt hvað B5 varðar, en ekki hvað varðar Exit og Nýju vínbúðina. 26. apríl 2024 17:35 Skelltu líka í lás á Exit og í Nýju vínbúðinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur innsiglað skemmtistaðinn Exit við Ingólfstorg. Fyrr í dag var skemmtistaðurinn B5 innsiglaður en þeir eru báðir í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. Þá hefur húsnæði Nýju vínbúðarinnar, sem er í eigu Sverris Einars, einnig verið innsiglað. 26. apríl 2024 14:42 Innsigla B5 að kröfu Skattsins Nokkuð fjölmennt lið lögreglu var við skemmtistaðinn sem kallaður er B5 í miðbæ Reykjavíkur á fjórtánda tímanum í dag. Að sögn aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var verið að innsigla staðinn að beiðni skattyfirvalda. 26. apríl 2024 13:24 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Ballið búið fyrir fullt og allt á B5 Dyrunum að skemmtistaðnum B5 hefur verið skellt í lás í hinsta sinn. Eigandi segist nú beina sjónum alfarið að rekstri skemmtistaðarins Exit, og fjörið haldi áfram þar. 6. maí 2024 21:55
Reksturinn þungur í kjölfar „yfirgangs og afskipta lögreglu“ Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðanna B5 og Exit og áfengisverslunarinnar Nýju vínbúðarinnar, segir rekstur B5 hafa verið þungan í kjölfar afskipta lögreglu af staðnum. Inngrip Ríkisskattstjóra sé því eðlilegt hvað B5 varðar, en ekki hvað varðar Exit og Nýju vínbúðina. 26. apríl 2024 17:35
Skelltu líka í lás á Exit og í Nýju vínbúðinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur innsiglað skemmtistaðinn Exit við Ingólfstorg. Fyrr í dag var skemmtistaðurinn B5 innsiglaður en þeir eru báðir í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. Þá hefur húsnæði Nýju vínbúðarinnar, sem er í eigu Sverris Einars, einnig verið innsiglað. 26. apríl 2024 14:42
Innsigla B5 að kröfu Skattsins Nokkuð fjölmennt lið lögreglu var við skemmtistaðinn sem kallaður er B5 í miðbæ Reykjavíkur á fjórtánda tímanum í dag. Að sögn aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var verið að innsigla staðinn að beiðni skattyfirvalda. 26. apríl 2024 13:24