Byggðakvótakerfið úr sér gengið Árni Sæberg skrifar 14. júní 2024 13:34 Um það bil 50 þúsund þorskígildistonnum er úthlutað með byggðakvóta. Vísir/Vilhelm Gera þarf veigamiklar breytingar á úthlutunarkerfi almenns byggðakvóta eigi hann að vera starfræktur áfram. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar, Ráðstöfun byggðakvóta, sem kynnt var stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fyrr í dag. Í fréttatilkynningu frá Ríkisendurskoðun segir að um áratuga gamalt kerfi sé að ræða sem hafi ekki þróast í takti við samfélagslegar breytingar og útilokað sé að meta árangur af ráðstöfun hans við núverandi fyrirkomulag. Því sé ekkert hægt að segja til um hvort framkvæmdin samræmist þeim markmiðum sem stefnt var að þegar lögin voru sett á sínum tíma. Sértæki byggðakvótinn eða aflamark Byggðastofnunar feli í sér markmið um að styðja minni byggðarlög í vanda og hafi tilheyrandi úthlutunarkerfi þróast í samræmi við þær reglur sem um það gilda. Í skýrslunni komi meðal annars fram að úthlutunarreglur almenns byggðakvóta hafi tekið mjög litlum breytingum frá upphafi og að í þeim séu engir mælikvarðar á hagkvæmni, skilvirkni eða árangur. Um mikil verðmæti sé að ræða með úthlutun almenns og sértæks byggðakvóta, eða allt að nærri fimm milljörðum króna á ári hverju. Á tímabilinu frá 2018 til 2023 hafi tæplega 50 þúsund þorskígildistonnum verið úthlutað eftir þessum leiðum. Byggðakvóta sé ætlað að stuðla að jákvæðri byggðaþróun en ljóst sé að í mörgum tilvikum ráði hann einn og sér ekki úrslitum í þeim efnum. Úthlutaður kvóti sé í raun og veru hlutfallslega lítill fyrir flest byggðarlög. Það gildi sérstaklega um almenna byggðakvótann. Ríkisendurskoðun beinir eftirfarandi fjórum ábendingum til matvælaráðuneytis: Matvælaráðuneyti þarf að sinna lagaskyldu sinni. Endurskoða þarf úthlutunarkerfi almenns byggðakvóta frá grunni og móta um það skýra stefnu. Endurskoða þarf kröfur og skilyrði um úthlutun almenns byggðakvóta, sem og sérreglur sveitarfélaga. Ljúka þarf gerð verklagsreglna ráðuneytis um um byggðakvóta. Ríkisendurskoðun beinir enn fremur eftirfarandi ábendingu til Byggðastofnunar og Fiskistofu: Verklagsreglur um byggðakvóta þurfa að endurspegla framkvæmd úthlutunar og eftirlit með nánari hætti. Sjávarútvegur Byggðamál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar, Ráðstöfun byggðakvóta, sem kynnt var stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fyrr í dag. Í fréttatilkynningu frá Ríkisendurskoðun segir að um áratuga gamalt kerfi sé að ræða sem hafi ekki þróast í takti við samfélagslegar breytingar og útilokað sé að meta árangur af ráðstöfun hans við núverandi fyrirkomulag. Því sé ekkert hægt að segja til um hvort framkvæmdin samræmist þeim markmiðum sem stefnt var að þegar lögin voru sett á sínum tíma. Sértæki byggðakvótinn eða aflamark Byggðastofnunar feli í sér markmið um að styðja minni byggðarlög í vanda og hafi tilheyrandi úthlutunarkerfi þróast í samræmi við þær reglur sem um það gilda. Í skýrslunni komi meðal annars fram að úthlutunarreglur almenns byggðakvóta hafi tekið mjög litlum breytingum frá upphafi og að í þeim séu engir mælikvarðar á hagkvæmni, skilvirkni eða árangur. Um mikil verðmæti sé að ræða með úthlutun almenns og sértæks byggðakvóta, eða allt að nærri fimm milljörðum króna á ári hverju. Á tímabilinu frá 2018 til 2023 hafi tæplega 50 þúsund þorskígildistonnum verið úthlutað eftir þessum leiðum. Byggðakvóta sé ætlað að stuðla að jákvæðri byggðaþróun en ljóst sé að í mörgum tilvikum ráði hann einn og sér ekki úrslitum í þeim efnum. Úthlutaður kvóti sé í raun og veru hlutfallslega lítill fyrir flest byggðarlög. Það gildi sérstaklega um almenna byggðakvótann. Ríkisendurskoðun beinir eftirfarandi fjórum ábendingum til matvælaráðuneytis: Matvælaráðuneyti þarf að sinna lagaskyldu sinni. Endurskoða þarf úthlutunarkerfi almenns byggðakvóta frá grunni og móta um það skýra stefnu. Endurskoða þarf kröfur og skilyrði um úthlutun almenns byggðakvóta, sem og sérreglur sveitarfélaga. Ljúka þarf gerð verklagsreglna ráðuneytis um um byggðakvóta. Ríkisendurskoðun beinir enn fremur eftirfarandi ábendingu til Byggðastofnunar og Fiskistofu: Verklagsreglur um byggðakvóta þurfa að endurspegla framkvæmd úthlutunar og eftirlit með nánari hætti.
Sjávarútvegur Byggðamál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira