Lýðheilsufræðingar segja aukið aðgengi að áfengi alvarlegt mál Jón Ísak Ragnarsson skrifar 14. júní 2024 16:55 Félag lýðheilsufræðinga segir að upp sé komin alvarleg staða í samfélaginu, með tilliti til aukins aðgengis að áfengi í gegnum netverslanir Vísir/Vilhelm Félag lýðheilsufræðinga hefur gefið út yfirlýsingu vegna aukins aðgengis að áfengi, þar sem þeir segja að upp sé komin alvarleg staða í samfélaginu. Aukningin sem hafi orðið á aðgengi að áfengi sé þvert á lýðheilsustefnu og brjóti í bága við lög í landinu. „Skaðsemi áfengis er vel þekkt og ítarlega rannsökuð. Mikilvægt er að beita virkum aðgerðum til að takmarka þann skaða sem áfengisnotkun veldur bæði einstaklingum og samfélaginu í heild,“ segir í yfirlýsingunni. Áfengi sé engin venjuleg neysluvara, og aðgangsstýring sé ein mikilvægasta leiðin til þess að vernda heilsu einstaklinga og lýðheilsu almennt. Ísland í öfundsverðri stöðu gagnvart nágrannaríkjum Þá segir að Ísland hafi verið í öfundsverðri stöðu gagnvart nágrannaríkjum varðandi lög og reglugerðir um sölu og markaðssetningu áfengis. Rannsóknir frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Nýja Sjálandi sýni að gríðarleg aukning hafi orðið í netsölu áfengis ásamt markaðssetningu áfengis í gegnum netmiðla sem erfitt sé að stýra. Þá er orð haft á því að áfengisauglýsingar séu orðnar mjög áberandi á samfélagsmiðlum hér á landi, þrátt fyrir að bannað sé með lögum að auglýsa áfengi. Börn eigi auðvelt með að versla við netverslanir Lýðheilsufræðingarnir segja að í rannsóknum hafi verið sýnt fram á það að börn eigi auðvelt með að komast hjá hindrunum, bæði við kaup og við afhendingu áfengis úr netverslunum, en vísað er í sömu rannsóknir og áður í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Nýja Sjálandi. Lýðheilsufræðingar segja að ríkið sé betur til þess fallið en einkaaðilar, að framfylgja lýðheilsumarkmiðum stjórnvalda.Vísir/Vilhelm Þá sé hætta á því að þau sem selja áfengi á frjálsum markaði hafi eigin arðsemi fyrst og fremst í huga og séu því ekki æskilegir hagsmunaaðilar til að gæta að aðgengi barna og viðkvæmra hópa. Ríkið sé betur til þess fallið að framfylgja lýðheilsustefnu stjórnvalda. Að lokum lýsa lýðheilsufræðingarnir því yfir að þeir taki undir sambærilegar yfirlýsingar sem birst hafa á síðustu dögum. Vísar er í fjórar aðrar yfirlýsingar: Frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga Frá Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum Frá Læknafélagi Íslands Frá Láru G. Sigurðardóttur Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
„Skaðsemi áfengis er vel þekkt og ítarlega rannsökuð. Mikilvægt er að beita virkum aðgerðum til að takmarka þann skaða sem áfengisnotkun veldur bæði einstaklingum og samfélaginu í heild,“ segir í yfirlýsingunni. Áfengi sé engin venjuleg neysluvara, og aðgangsstýring sé ein mikilvægasta leiðin til þess að vernda heilsu einstaklinga og lýðheilsu almennt. Ísland í öfundsverðri stöðu gagnvart nágrannaríkjum Þá segir að Ísland hafi verið í öfundsverðri stöðu gagnvart nágrannaríkjum varðandi lög og reglugerðir um sölu og markaðssetningu áfengis. Rannsóknir frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Nýja Sjálandi sýni að gríðarleg aukning hafi orðið í netsölu áfengis ásamt markaðssetningu áfengis í gegnum netmiðla sem erfitt sé að stýra. Þá er orð haft á því að áfengisauglýsingar séu orðnar mjög áberandi á samfélagsmiðlum hér á landi, þrátt fyrir að bannað sé með lögum að auglýsa áfengi. Börn eigi auðvelt með að versla við netverslanir Lýðheilsufræðingarnir segja að í rannsóknum hafi verið sýnt fram á það að börn eigi auðvelt með að komast hjá hindrunum, bæði við kaup og við afhendingu áfengis úr netverslunum, en vísað er í sömu rannsóknir og áður í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Nýja Sjálandi. Lýðheilsufræðingar segja að ríkið sé betur til þess fallið en einkaaðilar, að framfylgja lýðheilsumarkmiðum stjórnvalda.Vísir/Vilhelm Þá sé hætta á því að þau sem selja áfengi á frjálsum markaði hafi eigin arðsemi fyrst og fremst í huga og séu því ekki æskilegir hagsmunaaðilar til að gæta að aðgengi barna og viðkvæmra hópa. Ríkið sé betur til þess fallið að framfylgja lýðheilsustefnu stjórnvalda. Að lokum lýsa lýðheilsufræðingarnir því yfir að þeir taki undir sambærilegar yfirlýsingar sem birst hafa á síðustu dögum. Vísar er í fjórar aðrar yfirlýsingar: Frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga Frá Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum Frá Læknafélagi Íslands Frá Láru G. Sigurðardóttur
Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira