Enski boltinn

Lallana snýr aftur til Southampton

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Það eru tíu ár liðin síðan Lallana yfirgaf Southampton.
Það eru tíu ár liðin síðan Lallana yfirgaf Southampton. Marc Atkins/Mark Leech/Getty Images)

Adam Lallana hefur gengið frá samningi við enska félagið Southampton. Hann snýr því aftur til uppeldisfélagsins eftir tíu ár annars staðar.

Lallana er uppalinn hjá Southampton og steig sín fyrstu skref með aðalliðinu árið 2006. Hann var vonarstjarna liðsins um árabil og skoraði 60 mörk í 265 leikjum fyrir félagið.

Lallana var meðal áhorfenda á Wembley þegar Southampton vann Leeds og tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni.Robin Jones/Getty Images

Hann fór til Liverpool frá Southampton árið 2014 og lék þar í sex ár. Árið 2020, eftir að hafa orðið Englandsmeistari með Liverpool, færði hann sig um set og hefur leikið með Brighton síðustu fjögur tímabil.

Samingur hans við Brighton rann út eftir tímabilið og Lallana ákvað að snúa aftur á fornar slóðir og skrifaði undir eins árs samning. Sonur hans leikur einnig fyrir ungmennalið félagsins.

„Ég er ótrúlega ánægður með að koma aftur þangað sem þetta byrjaði allt saman. Þetta er algjört ævintýri en fyrir mér eigum við verk að vinna og ég er fullviss um að geta hjálpað liðinu og gefið mikið af mér,“ sagði Lallana í tilkynningu félagsins.

Southampton tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili með sigri gegn Leeds í úrslitaleik umspilsins á Wembley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×