Hvernig var þetta þegar þetta byrjaði?
„Sko við vorum hjá kassasvæðinu og fundum allt í einu mikla lykt, svo kom svaka hljóð í gang, við hentum öllum kúnnunum út, og tókum alveg 20 min labb um búðina til að dobble tjekka á öllu, ví það væri svo leiðinlegt ef einhver myndi festast þarna inni, en við hlupum svo út skildum allt dót eftir,“ segir Jón.
Sigurlaug segir að þau hafi líka passað að loka hurðinni, en þetta hafi verið mjög óþægileg tilfinning.
Jón og Sigurlaug áttuðu sig ekki á því alveg strax að málið væri alvarlegt.
Brunakerfið hafi oft farið í gang
„Sko áður fyrr hefur brunakerfið alveg farið í gang, en þá er það bara æfing skilurðu. En síðan kom rosaleg lykt og þá fattaði ég, en ég hugsaði samt að kannski væri þetta bara á Kúmen, matsölustaðnum.“ segir Sigurlaug.
Gallerí 17 er á hæðinni beint fyrir neðan þakið þar sem kviknaði í. Jón segir að hjartað sé á fullu og puttin sé á púlsinum. Svo lengi sem búðin sé í lagi og allir komnir út sé allt í lagi.
Jón segist kvíða því að mæta á vakt næstkomandi þriðjudag, fyrst ástandið er svona. Sigurlaug tekur undir og segist finna fyrir kvíða.