Eldurinn kviknaði í þaki Kringlunnar á fjórða tímanum í dag. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri greindi frá því í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld að slökkvistarfi við utanverða Kringluna væri lokið.
Þó væri enn talsvert um verkefni inni í Kringlunni. „Á göngunum er mikið vatn og inni í sumum búðum. Svo hefur reykur farið mjög víða,“ sagði Jón Viðar sem hefur hvatt búðeigendur til að kíkja á verslanir sínar.
Þess má geta að þetta er ekki í fyrsta skipti þar sem allt er á floti í Kringlunni. Í október árið 2019 fór Vatnsúðakerfi Kringlunnar á fullt og gólfið rennblotnaði. Hægt er að lesa nánar um það hér.
Viktor Freyr ljósmyndari tók myndir innan úr Kringlunni í kvöld sem og myndir á vettvangi í dag. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar þeirra.








