Þórdís Elva Ágústsdóttir var í byrjunarliði Vaxjö og spilaði 80 mínútur í 2-1 tapi gegn AIK. Bryndís Arna Níelsdóttir er nýstigin upp úr meiðslum en kom inn af varamannabekknum á 69. mínútu fyrir markaskorara Vaxjö, Jenny-Julia Danielsson.
Guðrún Arnardóttir stóð vaktina í vörn Rosengard sem vann 7-0 stórsigur gegn Brommapojkarna. Rosengard er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir 11 leiki.
Katla María Þórðardóttir kom inn af varamannabekk Örebro í 2-1 tapi á útivelli gegn Linköping.
Hlín Eiríksdóttir skoraði annað mark Kristianstad í 1-2 sigri gegn Djurgården. Stoðsendingin kom frá Guðnýju Árnadóttur sem lék allan leikinn í hægri bakverði.
Hlín fékk tækifæri til að bæta við af vítapunktinum í seinni hálfleik en brást bogalistin. Katla Tryggvadóttir var einnig í byrjunarliði Kristianstad og spilaði 80 mínútur.