Margrét Lára: Breiðablik með öflugasta liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 14:00 Blikakonur fagna hér sigri á Val í toppslagnum á dögunum. Vísir/Hari Blikakonur eru með fullt hús á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir átta sigra í fyrstu átta leikjum sínum. Bestu mörkin ræddu Blikaliðið og þá sérstaklega breiddina hjá sóknarmönnum liðsins. „Eitt sem ég er að velta fyrir mér með framherjana. Katrín Ásbjörnsdóttir setur nokkur mörk í bikarleiknum og er svo bara sett á bekkinn í þessu móti. Nik (Chamberlain) og Edda (Garðarsdóttur) hafa úr miklu að velja og eru með frábæra framherja á bekknum í Katrínu og Birtu (Guðlaugsdóttur),“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Blikar eru með markatöluna 24-2 í þessum átta leikjum. Þær hafa skorað þrjú mörk eða fleiri í sex af átta leikjum og ekki fengið á sig mark í öllum leikjum nema tveimur. Breiddin ekkert eðlilega góð „Breiddin í þessu Blikaliði er ekkert eðlilega góð. Hrafnhildur Ása (Halldórsdóttir) er mjög ung en ofboðslega skemmtilegur leikmaður. Ég væri til í að sjá hana spila í hverri umferð. Hún er bara ung og þetta stór og breiður hópur sem Breiðablik á,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Fyrir mitt leyti, og eins og staðan er núna, þá finnst mér Breiðablik vera með öflugasta liðið. Þær eru að fá á sig mjög fá mörk. Þær eru að skora fullt af mörkum,“ sagði Margrét Lára. „Það er líka að dreifast vel. Það eru fimm leikmenn sem eru komnar með þrjú mörk plús,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. Líður svo miklu betur „Þær eru með mjög gott sjálfstraust og þeim er farið að líða svo miklu miklu betur í þessu kerfi hjá Nik og Eddu. Það er að skila sér alveg svakalega núna,“ sagði Margrét. Bára kom með þá kenningu að Nik sé að halda öllum leikmönnum Blika góðum með því að skipta leikjum á milli framherjaparanna eða það þá að hann sé að halda þeim öllum heitum með því að leyfa þeim öllum að spila. Margrét Lára sagði líka að það yrði gaman að sjá hvernig Blikaliðið mun bregðast við þegar þær misstíga sig. Þá er erfitt að vera eitthvað ósáttur „Þær hafa ekki tapað leik eða stigi síðan að mótið byrjaði. Maður sér ekkert breytast fyrr en þær mögulega misstíga sig. Ef þær misstíga sig sem ég held að munu nú gerast á einhverjum tímapunkti. Þá verður gaman að sjá hvernig þær bregðast þá við,“ sagði Margrét. „Fer þá að koma einhver pirringur inn í leikmannahópinn? Þegar við vinnum, það er gaman, allir eru að skora og allir eru að njóta sín. Þá er erfitt að vera eitthvað ósáttur eða pirraður. Um leið og úrslitin eru ekki að skila sér þá mun reyna á hópinn,“ sagði Margrét. Það má finna alla umfjöllunina um Blikaliðið hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin. Breiddin í Breiðabliksliðinu Besta deild kvenna Bestu mörkin Breiðablik Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fleiri fréttir Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Sjá meira
„Eitt sem ég er að velta fyrir mér með framherjana. Katrín Ásbjörnsdóttir setur nokkur mörk í bikarleiknum og er svo bara sett á bekkinn í þessu móti. Nik (Chamberlain) og Edda (Garðarsdóttur) hafa úr miklu að velja og eru með frábæra framherja á bekknum í Katrínu og Birtu (Guðlaugsdóttur),“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Blikar eru með markatöluna 24-2 í þessum átta leikjum. Þær hafa skorað þrjú mörk eða fleiri í sex af átta leikjum og ekki fengið á sig mark í öllum leikjum nema tveimur. Breiddin ekkert eðlilega góð „Breiddin í þessu Blikaliði er ekkert eðlilega góð. Hrafnhildur Ása (Halldórsdóttir) er mjög ung en ofboðslega skemmtilegur leikmaður. Ég væri til í að sjá hana spila í hverri umferð. Hún er bara ung og þetta stór og breiður hópur sem Breiðablik á,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Fyrir mitt leyti, og eins og staðan er núna, þá finnst mér Breiðablik vera með öflugasta liðið. Þær eru að fá á sig mjög fá mörk. Þær eru að skora fullt af mörkum,“ sagði Margrét Lára. „Það er líka að dreifast vel. Það eru fimm leikmenn sem eru komnar með þrjú mörk plús,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. Líður svo miklu betur „Þær eru með mjög gott sjálfstraust og þeim er farið að líða svo miklu miklu betur í þessu kerfi hjá Nik og Eddu. Það er að skila sér alveg svakalega núna,“ sagði Margrét. Bára kom með þá kenningu að Nik sé að halda öllum leikmönnum Blika góðum með því að skipta leikjum á milli framherjaparanna eða það þá að hann sé að halda þeim öllum heitum með því að leyfa þeim öllum að spila. Margrét Lára sagði líka að það yrði gaman að sjá hvernig Blikaliðið mun bregðast við þegar þær misstíga sig. Þá er erfitt að vera eitthvað ósáttur „Þær hafa ekki tapað leik eða stigi síðan að mótið byrjaði. Maður sér ekkert breytast fyrr en þær mögulega misstíga sig. Ef þær misstíga sig sem ég held að munu nú gerast á einhverjum tímapunkti. Þá verður gaman að sjá hvernig þær bregðast þá við,“ sagði Margrét. „Fer þá að koma einhver pirringur inn í leikmannahópinn? Þegar við vinnum, það er gaman, allir eru að skora og allir eru að njóta sín. Þá er erfitt að vera eitthvað ósáttur eða pirraður. Um leið og úrslitin eru ekki að skila sér þá mun reyna á hópinn,“ sagði Margrét. Það má finna alla umfjöllunina um Blikaliðið hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin. Breiddin í Breiðabliksliðinu
Besta deild kvenna Bestu mörkin Breiðablik Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fleiri fréttir Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Sjá meira