Sex vatnsaflsvirkjanir á leið í nýtingarflokk Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júní 2024 23:40 Skýringarmyndin sýnir lón ofan Hamarsdals sem myndi fylgja 60 megavatta Hamarsvirkjun. Verkefnisstjórn rammaáætlunar leggst gegn þessum virkjunarkosti og vill setja svæðið í verndarflokk. Orkustofnun Sex nýjar vatnsaflsvirkjanir eru á grænu ljósi og á leiðinni í nýtingarflokk, samkvæmt tillögum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Hún leggur hins vegar til að þrjár virkjanir verði ekki leyfðar og fari í verndarflokk. Í fréttum Stöðvar 2 var brugðið upp kortum sem sýna hvar þessar virkjanir eru fyrirhugaðar. Alþingi er þegar búið að samþykkja fjórar vatnsaflvirkjanir inn í nýtingarflokk í rammaáætlun. Ekki hefur orðið vart deilna um tvær þeirra; Austurgilsvirkjun í Skjaldfannardal í Djúpi og virkjun í veituleið Blönduvirkjunar. Þeim mun meiri átök hafa verið um Hvammsvirkjun í Þjórsá og Hvalárvirkjun á Ströndum. Þessar fjórar vatnsaflsvirkjanir er Alþingi þegar búið að samþykkja inn í nýtingarflokk.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Það vill svo til að þessa dagana er eitt ár liðið frá því virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt út gildi. Núna er Landsvirkjun byrjuð að bjóða út undirbúningsframkvæmdir í trausti þess að öll leyfi verði fengin í haust. Hvalárvirkjun virðist einnig komin á hreyfingu en í síðustu viku var greint frá því að HS Orka og Landsnet hefðu undirritað samning um tengingu Hvalárvirkjunar við orkuflutningskerfið sem miðar við að framkvæmdir geti hafiist eftir tvö ár. Þessa tillögu lagði verkefnisstjórn rammaáætlunar inn á borð umhverfis- og orkumálaráðherra að lokinni kynningu í samráðsgátt stjórnvalda.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Stórt skref vaf stigið fyrir tveimur mánuðum þegar verkefnisstjórn rammaáætlunar skilaði inn tillögu til ráðherra umhverfis- og orkumála um flokkun fimm vatnsaflvirkjana. Hún gefur grænt ljós á að þrjár þeirra fari í nýtingarflokk; Urriðafossvirkjun, Holtavirkjun og Skrokkölduvirkjun, allt stórvirkjanir, en vill setja tvær þeirra í verndarflokk; Héraðsvötn og Kjalölduveitu. Nýjasta tillaga verkefnisstjórnar um flokkun vatnsaflsvirkjana er núna í samráðsgátt stjórnvalda.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Og núna er verkefnisstjórnin búin að kynna í samráðsgátt stjórnvalda tillögu að flokkun fjögurra vatnsaflsvirkjana til viðbótar. Hún leggur til að þrjár virkjanir á Vestfjörðum fari allar í nýtingarflokk; Tröllárvirkjun, Hvanneyrardalsvirkjun og Skúfnavatnavirkjun. Hún vill hins vegar að Hamarsvirkjun á Suðausturlandi, upp á 60 megavött, verði ekki leyfð og fari í verndarflokk. Frestur til að gera athugasemdir rennur út 21. júní, eftir þrjá daga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Stefnt á að virkjun Hvalár geti hafist eftir tvö ár Hin umdeilda Hvalárvirkjun á Ströndum er aftur komin á fullt í undirbúningi. Samningur sem Vesturverk, dótturfélag HS Orku, og Landsnet gerðu á dögunum miðar við að virkjunarframkvæmdir geti hafist eftir tvö ár. 12. júní 2024 21:12 Landsvirkjun vonast til að hefja smíði tveggja virkjana á árinu Hagnaður af grunnrekstri Landsvirkjunar á síðasta ári nam 52 milljörðum króna og reyndist þetta besta rekstrarár fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1965. Stjórn Landsvirkjunar leggur til að 20 milljarða króna arður verði greiddur til ríkisins. 29. febrúar 2024 22:33 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var brugðið upp kortum sem sýna hvar þessar virkjanir eru fyrirhugaðar. Alþingi er þegar búið að samþykkja fjórar vatnsaflvirkjanir inn í nýtingarflokk í rammaáætlun. Ekki hefur orðið vart deilna um tvær þeirra; Austurgilsvirkjun í Skjaldfannardal í Djúpi og virkjun í veituleið Blönduvirkjunar. Þeim mun meiri átök hafa verið um Hvammsvirkjun í Þjórsá og Hvalárvirkjun á Ströndum. Þessar fjórar vatnsaflsvirkjanir er Alþingi þegar búið að samþykkja inn í nýtingarflokk.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Það vill svo til að þessa dagana er eitt ár liðið frá því virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt út gildi. Núna er Landsvirkjun byrjuð að bjóða út undirbúningsframkvæmdir í trausti þess að öll leyfi verði fengin í haust. Hvalárvirkjun virðist einnig komin á hreyfingu en í síðustu viku var greint frá því að HS Orka og Landsnet hefðu undirritað samning um tengingu Hvalárvirkjunar við orkuflutningskerfið sem miðar við að framkvæmdir geti hafiist eftir tvö ár. Þessa tillögu lagði verkefnisstjórn rammaáætlunar inn á borð umhverfis- og orkumálaráðherra að lokinni kynningu í samráðsgátt stjórnvalda.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Stórt skref vaf stigið fyrir tveimur mánuðum þegar verkefnisstjórn rammaáætlunar skilaði inn tillögu til ráðherra umhverfis- og orkumála um flokkun fimm vatnsaflvirkjana. Hún gefur grænt ljós á að þrjár þeirra fari í nýtingarflokk; Urriðafossvirkjun, Holtavirkjun og Skrokkölduvirkjun, allt stórvirkjanir, en vill setja tvær þeirra í verndarflokk; Héraðsvötn og Kjalölduveitu. Nýjasta tillaga verkefnisstjórnar um flokkun vatnsaflsvirkjana er núna í samráðsgátt stjórnvalda.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Og núna er verkefnisstjórnin búin að kynna í samráðsgátt stjórnvalda tillögu að flokkun fjögurra vatnsaflsvirkjana til viðbótar. Hún leggur til að þrjár virkjanir á Vestfjörðum fari allar í nýtingarflokk; Tröllárvirkjun, Hvanneyrardalsvirkjun og Skúfnavatnavirkjun. Hún vill hins vegar að Hamarsvirkjun á Suðausturlandi, upp á 60 megavött, verði ekki leyfð og fari í verndarflokk. Frestur til að gera athugasemdir rennur út 21. júní, eftir þrjá daga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Stefnt á að virkjun Hvalár geti hafist eftir tvö ár Hin umdeilda Hvalárvirkjun á Ströndum er aftur komin á fullt í undirbúningi. Samningur sem Vesturverk, dótturfélag HS Orku, og Landsnet gerðu á dögunum miðar við að virkjunarframkvæmdir geti hafist eftir tvö ár. 12. júní 2024 21:12 Landsvirkjun vonast til að hefja smíði tveggja virkjana á árinu Hagnaður af grunnrekstri Landsvirkjunar á síðasta ári nam 52 milljörðum króna og reyndist þetta besta rekstrarár fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1965. Stjórn Landsvirkjunar leggur til að 20 milljarða króna arður verði greiddur til ríkisins. 29. febrúar 2024 22:33 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Stefnt á að virkjun Hvalár geti hafist eftir tvö ár Hin umdeilda Hvalárvirkjun á Ströndum er aftur komin á fullt í undirbúningi. Samningur sem Vesturverk, dótturfélag HS Orku, og Landsnet gerðu á dögunum miðar við að virkjunarframkvæmdir geti hafist eftir tvö ár. 12. júní 2024 21:12
Landsvirkjun vonast til að hefja smíði tveggja virkjana á árinu Hagnaður af grunnrekstri Landsvirkjunar á síðasta ári nam 52 milljörðum króna og reyndist þetta besta rekstrarár fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1965. Stjórn Landsvirkjunar leggur til að 20 milljarða króna arður verði greiddur til ríkisins. 29. febrúar 2024 22:33