Segir árásargjarna hrúta sitja um heimilið sitt Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. júní 2024 11:45 Baldur segir hrútana valda garðræktaráhugafólki talsvert meiri vandræðum en honum sjálfum. Drífa Birgitta Gunnlaugsdóttir Lausaganga hrúta í Vogum á Vatnsleysuströnd hefur orðið tilefni talsverðrar óánægju meðal íbúa. Baldur Gunnarsson íbúi í bænum segir hrútavandann hafa verið viðvarandi síðustu ár og árásargjarnir hrútar hafi setið um heimili hans síðustu daga. „Ég er með svona skýli byggt fyrir anddyrið hjá mér og þeir eru bara fluttir inn þangað,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Spörð við anddyrið Hann segist hafa haft samband við lögreglu sem fullvissaði hann um að hrútunum yrði smalað úr bænum. „Þeir eru að skíta þarna fyrir framan útidyrnar hjá mér. Þetta er ekki mjög skemmtilegt,“ segir Baldur. Eiginkona hans birti færslu á íbúahóp Voga á Vatnsleysuströnd á Facebook þar sem hún kvartaði undan umsátri hrútanna. Viðbrögðin voru misjöfn í athugasemdunum. Sumir tóku undir en aðrir fundu til með hrútunum sem voru ekki að gera annað en að leita sér skjóls frá rigningunni. Baldur segir hrútana valda garðræktaráhugafólki talsvert meiri vandræðum en honum sjálfum.Drífa Birgitta Gunnlaugsdóttir Baldur segist þó vera orðinn þreyttur á aðgerðarleysi bæjarins og eiganda hrútanna. „Þetta er búið að vera svona í nokkur ár og það hefur verið kvartað hjá bænum og það virðist öllum vera bara alveg sama,“ segir hann. „Þið gerið ykkur einhvern mat úr þessu og kannski gerum við mat úr hrútunum,“ bætti hann svo við og hló. Hrútarnir séu hinir ljúfustu Árni Magnússon er bóndi á Vatnsleysuströnd og er eigandi téðra hrúta. Hann segir leiðinlegt að þeir hafi verið að angra íbúa og að þeir verði sóttir hið snarasta. Hrútarnir séu þó hinir ljúfustu. „Maður er alltaf búinn að smala þeim en grasið er alltaf grænna hinum megin. Þeir hlaupa bara út úr girðingunni og rölta þarna yfir. Þeir eru á leiðinni inni í girðinguna aftur. Leiðinlegt að þeir hafi verið að angra fólk, það er ekki gott,“ segir Árni í samtali við fréttastofu. Vogar Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Fleiri fréttir Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða Sjá meira
„Ég er með svona skýli byggt fyrir anddyrið hjá mér og þeir eru bara fluttir inn þangað,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Spörð við anddyrið Hann segist hafa haft samband við lögreglu sem fullvissaði hann um að hrútunum yrði smalað úr bænum. „Þeir eru að skíta þarna fyrir framan útidyrnar hjá mér. Þetta er ekki mjög skemmtilegt,“ segir Baldur. Eiginkona hans birti færslu á íbúahóp Voga á Vatnsleysuströnd á Facebook þar sem hún kvartaði undan umsátri hrútanna. Viðbrögðin voru misjöfn í athugasemdunum. Sumir tóku undir en aðrir fundu til með hrútunum sem voru ekki að gera annað en að leita sér skjóls frá rigningunni. Baldur segir hrútana valda garðræktaráhugafólki talsvert meiri vandræðum en honum sjálfum.Drífa Birgitta Gunnlaugsdóttir Baldur segist þó vera orðinn þreyttur á aðgerðarleysi bæjarins og eiganda hrútanna. „Þetta er búið að vera svona í nokkur ár og það hefur verið kvartað hjá bænum og það virðist öllum vera bara alveg sama,“ segir hann. „Þið gerið ykkur einhvern mat úr þessu og kannski gerum við mat úr hrútunum,“ bætti hann svo við og hló. Hrútarnir séu hinir ljúfustu Árni Magnússon er bóndi á Vatnsleysuströnd og er eigandi téðra hrúta. Hann segir leiðinlegt að þeir hafi verið að angra íbúa og að þeir verði sóttir hið snarasta. Hrútarnir séu þó hinir ljúfustu. „Maður er alltaf búinn að smala þeim en grasið er alltaf grænna hinum megin. Þeir hlaupa bara út úr girðingunni og rölta þarna yfir. Þeir eru á leiðinni inni í girðinguna aftur. Leiðinlegt að þeir hafi verið að angra fólk, það er ekki gott,“ segir Árni í samtali við fréttastofu.
Vogar Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Fleiri fréttir Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða Sjá meira