HSÍ tapaði rúmlega 85 milljónum króna Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. júní 2024 19:17 Íslenska kvennalandsliðið lenti í óvæntum kostnaði þegar liðið komst á HM í fyrra sem eitt af tveimur „wildcard“ liðum. Handknattleikssamband Íslands tapaði rúmlega 85 milljónum króna árið 2023. Rekstrartekjur urðu hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir en kostnaðurinn sömuleiðis. Í skýrslu stjórnar segir að þeir fjármunir sem settir eru í afreksstarf á Íslandi dugi engan veginn til. Ársskýrsluna alla af ársfundi sambandsins í Laugardalshöll í dag má lesa hér. Heildartap hljóðaði alls upp á 85 milljónir og 585 þúsund krónur þegar fjármunatekjur og fjármagnsgjöld voru tekin með í reikninginn. HSÍ gerði ráð fyrir 365 milljónum í rekstrartekjur en rauntekjur urðu 410 milljónir. Styrkir frá ÍSÍ og Lottó voru 12 milljónum meiri, styrkir frá öðrum styrktaraðilum 10 milljónum meiri og aðrar tekjur 14 milljónum meiri en gert var ráð fyrir. Rekstrargjöld sambandsins voru hins vegar mun hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. HSÍ fór tæpum 132 milljónum fram úr kostnaðaráætlun. Ber þar hæst kostnaður landsliða og mótakostnaður sem varð mun meiri en gert var ráð fyrir. Kvennalandslið Íslands komst einmitt mjög óvænt á HM í lok árs. Í skýrslu stjórnar segir: „Dökka hliðin á velgengni í íþróttum er fjármögnunin á bak við þátttöku í stórmótum. Fyrir um 5 árum var tekið stórt skerf til að auka fjarmagn til íþrótta í landinu. Afrekssjóður var stækkaður úr 100 m kr í 400 m kr. Þó svo að stökkið hafi verið stórt þá duga þessir fjármunir ekki til reksturs öflugs afreksstarfs. HSÍ fær um 80 m úr afrekssjóði sem er um 1/3 af rekstrarfé sambandsins. Er kvennalandsliðið ávann sér þáttökurétt á HM fékkst engin viðbótar fjármögnun en þátttaka í stórmóti hvort sem er kvenna megin eða karla megin er um 25 m króna. Þá er eftir að greiða laun til þjálfara og annarra sem koma að liðinu, kostnað við undirbúning og aðra landsleiki heima og heiman. Ljóst er að þeir fjármunir sem settir eru í afreksstarf á Íslandi hvort sem talað er um handbolta eða aðrar íþróttagreinar þá duga þessir fjármunir engan veginn.” Handboltapassinn reyndist dýr Í skýrslu stjórnar segir einnig að frumkvöðlastarfsemi HSÍ með Handboltapassann í samstarfi við Símann hafi verið mjög kostnaðarsöm. Áskriftarsala tafðist og hófst ekki fyrr en í desember sem „olli miklu fjárhagslegu tjóni“. Sambandið hafi tekið stór skref meðvitað um áhættuna og telur jákvætt fyrir íslenska íþróttahreyfingu að vera eina sambandið sem sér um útsendingar á eigin efni. Unnið er að fjölgun myndavéla á leikstöðum fyrir næsta ár og sambandið er sannfært um að það geti unnið upp tap þessa árs og skilað hagnaði til framtíðar. HSÍ Tengdar fréttir KSÍ tapaði 126 milljónum króna Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, birti í dag ársreikning sinn fyrir árið 2023 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. 16. febrúar 2024 23:30 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Ársskýrsluna alla af ársfundi sambandsins í Laugardalshöll í dag má lesa hér. Heildartap hljóðaði alls upp á 85 milljónir og 585 þúsund krónur þegar fjármunatekjur og fjármagnsgjöld voru tekin með í reikninginn. HSÍ gerði ráð fyrir 365 milljónum í rekstrartekjur en rauntekjur urðu 410 milljónir. Styrkir frá ÍSÍ og Lottó voru 12 milljónum meiri, styrkir frá öðrum styrktaraðilum 10 milljónum meiri og aðrar tekjur 14 milljónum meiri en gert var ráð fyrir. Rekstrargjöld sambandsins voru hins vegar mun hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. HSÍ fór tæpum 132 milljónum fram úr kostnaðaráætlun. Ber þar hæst kostnaður landsliða og mótakostnaður sem varð mun meiri en gert var ráð fyrir. Kvennalandslið Íslands komst einmitt mjög óvænt á HM í lok árs. Í skýrslu stjórnar segir: „Dökka hliðin á velgengni í íþróttum er fjármögnunin á bak við þátttöku í stórmótum. Fyrir um 5 árum var tekið stórt skerf til að auka fjarmagn til íþrótta í landinu. Afrekssjóður var stækkaður úr 100 m kr í 400 m kr. Þó svo að stökkið hafi verið stórt þá duga þessir fjármunir ekki til reksturs öflugs afreksstarfs. HSÍ fær um 80 m úr afrekssjóði sem er um 1/3 af rekstrarfé sambandsins. Er kvennalandsliðið ávann sér þáttökurétt á HM fékkst engin viðbótar fjármögnun en þátttaka í stórmóti hvort sem er kvenna megin eða karla megin er um 25 m króna. Þá er eftir að greiða laun til þjálfara og annarra sem koma að liðinu, kostnað við undirbúning og aðra landsleiki heima og heiman. Ljóst er að þeir fjármunir sem settir eru í afreksstarf á Íslandi hvort sem talað er um handbolta eða aðrar íþróttagreinar þá duga þessir fjármunir engan veginn.” Handboltapassinn reyndist dýr Í skýrslu stjórnar segir einnig að frumkvöðlastarfsemi HSÍ með Handboltapassann í samstarfi við Símann hafi verið mjög kostnaðarsöm. Áskriftarsala tafðist og hófst ekki fyrr en í desember sem „olli miklu fjárhagslegu tjóni“. Sambandið hafi tekið stór skref meðvitað um áhættuna og telur jákvætt fyrir íslenska íþróttahreyfingu að vera eina sambandið sem sér um útsendingar á eigin efni. Unnið er að fjölgun myndavéla á leikstöðum fyrir næsta ár og sambandið er sannfært um að það geti unnið upp tap þessa árs og skilað hagnaði til framtíðar.
„Dökka hliðin á velgengni í íþróttum er fjármögnunin á bak við þátttöku í stórmótum. Fyrir um 5 árum var tekið stórt skerf til að auka fjarmagn til íþrótta í landinu. Afrekssjóður var stækkaður úr 100 m kr í 400 m kr. Þó svo að stökkið hafi verið stórt þá duga þessir fjármunir ekki til reksturs öflugs afreksstarfs. HSÍ fær um 80 m úr afrekssjóði sem er um 1/3 af rekstrarfé sambandsins. Er kvennalandsliðið ávann sér þáttökurétt á HM fékkst engin viðbótar fjármögnun en þátttaka í stórmóti hvort sem er kvenna megin eða karla megin er um 25 m króna. Þá er eftir að greiða laun til þjálfara og annarra sem koma að liðinu, kostnað við undirbúning og aðra landsleiki heima og heiman. Ljóst er að þeir fjármunir sem settir eru í afreksstarf á Íslandi hvort sem talað er um handbolta eða aðrar íþróttagreinar þá duga þessir fjármunir engan veginn.”
HSÍ Tengdar fréttir KSÍ tapaði 126 milljónum króna Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, birti í dag ársreikning sinn fyrir árið 2023 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. 16. febrúar 2024 23:30 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
KSÍ tapaði 126 milljónum króna Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, birti í dag ársreikning sinn fyrir árið 2023 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. 16. febrúar 2024 23:30