Sjáðu Shaqiri skora á sjötta stórmótinu í röð og það með stæl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júní 2024 06:31 Xherdan Shaqiri fagnaði marki sínu með svolítið sérstökum hætti. Getty/Robbie Jay Barratt Svisslendingurinn Xherdan Shaqiri er sá eini sem hefur skorað á öllum stórmótum frá árinu 2014. Hann kom sér í þann einkaklúbb með frábæru marki á Evrópumótinu í Þýskalandi í gær. Svisslendingar gerðu reyndar bara 1-1 jafntefli við Skotland en mark Shaqiri var hreint augnayndi. Hann fékk boltann á silfurfati frá klaufskum varnarmanni skoska landsliðsins og hikaði ekki í eina sekúndu heldur skaut strax á markið. Boltinn hafnaði óverjandi upp í bláhorninu. Frábært mark. Shaqiri hefur nú skorað fleiri stóramótamörk en Zinedine Zidane sem og á síðustu þremur Evrópumótum (2016, 2021, 2024) og á síðustu þremur heimsmeistaramótum (2014, 2018, 2022). Því hefur enginn annar náð, ekki einu sinni Cristiano Ronaldo. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum en mark Skota skoraði Scott McTominay. McTominay fékk markið skráð á sig á endanum en það var lengi skráð sem sjálfsmark enda hafði skotið viðkomu í Fabian Schar sem stóð fyrir framan Yann Sommer markvörð. Xherdan Shaqiri skoraði eitt af mörkum mótsins þegar Skotland og Sviss gerðu 1-1 jafntefli! pic.twitter.com/aI2XEnzLaW— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 19, 2024 Þjóðverjar tryggðu fyrstir liða sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar með 2-0 sigri á Ungverjum. Heimamenn hafa þar með sex stig og markatöluna 7-1 eftir fyrstu tvo leikina. Jamal Musiala varð fyrstur í keppninni til að skora tvö mörk en hann skoraði þá eftir stoðsendingu frá İlkay Gündogan. Einhverjir vildu meina að Gündogan hefði brotið af sér í aðdragandanum en hvorki dómarinn né myndbandsdómararnir voru á því. Gündogan skoraði síðan seinna markið sjálfur. Það má sjá þessi tvö mörk hér fyrir neðan. Þjóðverjar flugu í 16-liða úrslitin með 2-0 sigri gegn Ungverjum 🇩🇪✈️🇭🇺 pic.twitter.com/OlfrqAMsRH— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 19, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira
Svisslendingar gerðu reyndar bara 1-1 jafntefli við Skotland en mark Shaqiri var hreint augnayndi. Hann fékk boltann á silfurfati frá klaufskum varnarmanni skoska landsliðsins og hikaði ekki í eina sekúndu heldur skaut strax á markið. Boltinn hafnaði óverjandi upp í bláhorninu. Frábært mark. Shaqiri hefur nú skorað fleiri stóramótamörk en Zinedine Zidane sem og á síðustu þremur Evrópumótum (2016, 2021, 2024) og á síðustu þremur heimsmeistaramótum (2014, 2018, 2022). Því hefur enginn annar náð, ekki einu sinni Cristiano Ronaldo. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum en mark Skota skoraði Scott McTominay. McTominay fékk markið skráð á sig á endanum en það var lengi skráð sem sjálfsmark enda hafði skotið viðkomu í Fabian Schar sem stóð fyrir framan Yann Sommer markvörð. Xherdan Shaqiri skoraði eitt af mörkum mótsins þegar Skotland og Sviss gerðu 1-1 jafntefli! pic.twitter.com/aI2XEnzLaW— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 19, 2024 Þjóðverjar tryggðu fyrstir liða sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar með 2-0 sigri á Ungverjum. Heimamenn hafa þar með sex stig og markatöluna 7-1 eftir fyrstu tvo leikina. Jamal Musiala varð fyrstur í keppninni til að skora tvö mörk en hann skoraði þá eftir stoðsendingu frá İlkay Gündogan. Einhverjir vildu meina að Gündogan hefði brotið af sér í aðdragandanum en hvorki dómarinn né myndbandsdómararnir voru á því. Gündogan skoraði síðan seinna markið sjálfur. Það má sjá þessi tvö mörk hér fyrir neðan. Þjóðverjar flugu í 16-liða úrslitin með 2-0 sigri gegn Ungverjum 🇩🇪✈️🇭🇺 pic.twitter.com/OlfrqAMsRH— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 19, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira