Heimaleikurinn vann til verðlauna í Ástralíu Boði Logason skrifar 20. júní 2024 09:38 Viðar Gylfason, Freydís Bjarnadótir, Kári Viðarsson og Logi Sigursveinsson voru viðstödd sýningu myndarinnar í Ástralíu. Aðsend Íslenska heimildarmyndin Heimaleikurinn vann í nótt áhorfendaverðlaun Sydney Film Festival í Ástralíu. Í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar segir að hátíðin sé ein elsta kvikmyndahátíð heims og í ár hafi yfir tvö hundruð myndir verið sýndar, margar hverjar sem hafa verið að vinna stærstu verðlaun evrópskra kvikmyndahátíða síðasta árs. Heimaleikurinn hefur farið á fjölmargar hátíðir síðastliðið árið og unnið til fjölda verðlauna. Smári Gunnarsson, annar leikstjóra myndarinnar, segir að þeir hafi aldrei búist við að bíómynd um lítið samfélag á Íslandi myndi snerta jafnmikið við alþjóðlegum áhorfendum eins og raun ber vitni. „Það gerist eitthvað einstakt þegar fólk horfir saman á þessa mynd í bíó. Hún byggir upp að einum fótboltaleik, sem í stóra samhenginu virðist ekki mikilvægur, en fyrir söguhetjurnar skiptir hann öllu máli,“ segir hann. „Áhorfendur á alþjóðlegum hátíðum, sem í mörgum tilvikum hafa engan áhuga á fótbolta, haga sér eins og fótbolta áhangendur; hrópa og kalla á skjáinn eins þau séu að horfa á úrslitaleik HM í beinni útsendingu og hlæja svo og gráta yfir útkomunni,“ segir Smári. Hópur frá Heimaleiknum ferðaðist til Ástralíu til að vera viðstödd sýningar myndarinnar og ganga rauða dregilinn og fengu fregnirnar af sigrinum í Tókýó á leiðinni heim. Leikstjórar myndarinnar eru þeir Smári Gunnarsson og Logi Sigursveinsson. Framleiðendur eru þau Stephanie Thorpe, Heather Millard, Freyja Kristinsdóttir og Elfar Aðalsteins. Horfa má á Heimaleikinn á Stöð 2+ efnisveitunni. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Íslendingar erlendis Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar segir að hátíðin sé ein elsta kvikmyndahátíð heims og í ár hafi yfir tvö hundruð myndir verið sýndar, margar hverjar sem hafa verið að vinna stærstu verðlaun evrópskra kvikmyndahátíða síðasta árs. Heimaleikurinn hefur farið á fjölmargar hátíðir síðastliðið árið og unnið til fjölda verðlauna. Smári Gunnarsson, annar leikstjóra myndarinnar, segir að þeir hafi aldrei búist við að bíómynd um lítið samfélag á Íslandi myndi snerta jafnmikið við alþjóðlegum áhorfendum eins og raun ber vitni. „Það gerist eitthvað einstakt þegar fólk horfir saman á þessa mynd í bíó. Hún byggir upp að einum fótboltaleik, sem í stóra samhenginu virðist ekki mikilvægur, en fyrir söguhetjurnar skiptir hann öllu máli,“ segir hann. „Áhorfendur á alþjóðlegum hátíðum, sem í mörgum tilvikum hafa engan áhuga á fótbolta, haga sér eins og fótbolta áhangendur; hrópa og kalla á skjáinn eins þau séu að horfa á úrslitaleik HM í beinni útsendingu og hlæja svo og gráta yfir útkomunni,“ segir Smári. Hópur frá Heimaleiknum ferðaðist til Ástralíu til að vera viðstödd sýningar myndarinnar og ganga rauða dregilinn og fengu fregnirnar af sigrinum í Tókýó á leiðinni heim. Leikstjórar myndarinnar eru þeir Smári Gunnarsson og Logi Sigursveinsson. Framleiðendur eru þau Stephanie Thorpe, Heather Millard, Freyja Kristinsdóttir og Elfar Aðalsteins. Horfa má á Heimaleikinn á Stöð 2+ efnisveitunni.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Íslendingar erlendis Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið