Sjáðu fyrsta sjálfsmarkið sem Ítali skorar í sögu EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2024 06:30 Riccardo Calafiori getur ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að hafa sent boltann í eigið mark. Getty/Eric Verhoeven Evrópumeistarar Ítala voru undir á flestum sviðum á móti Spánverjum í leik þjóðanna í Evrópukeppninni í gærkvöldi en það voru þó þeir sjálfir sem á endanum tryggðu spænska liðinu sigurinn. Fimm mörk voru skoruð í þremur leikjum Evrópumótsins í gær. Fyrstu tveir leikirnir enduðu með 1-1 jafntefli en Spánn vann síðan 1-0 á Ítalíu í lokaleiknum. Hér fyrir neðan má sjá öll mörkin úr leikjunum. Riccardo Calafiori var skúrkurinn hjá Ítölum þegar hann sendi boltann í eigið mark. Þetta var í fyrsta sinn sem Ítalí skorar sjálfsmark í úrslitakeppni Evrópumótsins. Þetta reyndist líka vera eina mark leiksins. Stórleikur kvöldsins var viðureign Spánar og Ítalíu þar sem eina mark leiksins var sjálfsmark. Allt það helsta úr leiknum hér! 🇪🇸🥘 🇮🇹🍕 pic.twitter.com/icw4QVkMOZ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 20, 2024 Markið kom eftir fyrirgjöf Nico Williams en lykilatriði var að Alvaro Morata skallaði boltann áfram á markteignum og sú snerting fipaði Calafiori sem fékk boltann í sig og hann fór í eigið mark. Spánverjar tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitunum og sigur í riðlinum með þessum sigri. Þeir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína en Ítalir eru í öðru sæti með þrjú stig. Albanir og Króatar eru í neðstu sætunum með eitt stig hvort lið. Englendingar komust yfir en áttu lítið skilið í 1-1 jafntefli á móti Dönum. Harry Kane skoraði fyrsta markið en Morten Hjulmand jafnaði fyrir Dana með þrumuskoti fyrir utan vítateiginn. Danmörk og England skildu jöfn þar sem Harry Kane og Morten Hjulmand skoruðu mörkin ⚽ pic.twitter.com/0i4G5MtXI5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 20, 2024 Serbar tryggðu sér 1-1 jafntefli á móti Slóvenum á dramatískan hátt þegar Luka Jovic jafnaði metin á fimmtu mínútu í uppbótatíma. Bakvörðurinn Zan Karnicnik hafði komið Slóvenum yfir. Enska liðið hafði tryggt sig áfram með sigri en er í mjög góðum málum með fjögur stig. Danir og Slóvenar eru með tvö stig og Serbar eitt. Serbía og Danmörk spila hálfgerðan úrslitaleik um sæti í sextán liða úrslitum í lokaumferðinni. Slóvenar voru hársbreidd frá því að vinna Serbíu en mark í uppbótartíma jafnaði leikinn! 🇸🇮🇷🇸 pic.twitter.com/r1bJA8CM3S— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 20, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira
Fimm mörk voru skoruð í þremur leikjum Evrópumótsins í gær. Fyrstu tveir leikirnir enduðu með 1-1 jafntefli en Spánn vann síðan 1-0 á Ítalíu í lokaleiknum. Hér fyrir neðan má sjá öll mörkin úr leikjunum. Riccardo Calafiori var skúrkurinn hjá Ítölum þegar hann sendi boltann í eigið mark. Þetta var í fyrsta sinn sem Ítalí skorar sjálfsmark í úrslitakeppni Evrópumótsins. Þetta reyndist líka vera eina mark leiksins. Stórleikur kvöldsins var viðureign Spánar og Ítalíu þar sem eina mark leiksins var sjálfsmark. Allt það helsta úr leiknum hér! 🇪🇸🥘 🇮🇹🍕 pic.twitter.com/icw4QVkMOZ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 20, 2024 Markið kom eftir fyrirgjöf Nico Williams en lykilatriði var að Alvaro Morata skallaði boltann áfram á markteignum og sú snerting fipaði Calafiori sem fékk boltann í sig og hann fór í eigið mark. Spánverjar tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitunum og sigur í riðlinum með þessum sigri. Þeir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína en Ítalir eru í öðru sæti með þrjú stig. Albanir og Króatar eru í neðstu sætunum með eitt stig hvort lið. Englendingar komust yfir en áttu lítið skilið í 1-1 jafntefli á móti Dönum. Harry Kane skoraði fyrsta markið en Morten Hjulmand jafnaði fyrir Dana með þrumuskoti fyrir utan vítateiginn. Danmörk og England skildu jöfn þar sem Harry Kane og Morten Hjulmand skoruðu mörkin ⚽ pic.twitter.com/0i4G5MtXI5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 20, 2024 Serbar tryggðu sér 1-1 jafntefli á móti Slóvenum á dramatískan hátt þegar Luka Jovic jafnaði metin á fimmtu mínútu í uppbótatíma. Bakvörðurinn Zan Karnicnik hafði komið Slóvenum yfir. Enska liðið hafði tryggt sig áfram með sigri en er í mjög góðum málum með fjögur stig. Danir og Slóvenar eru með tvö stig og Serbar eitt. Serbía og Danmörk spila hálfgerðan úrslitaleik um sæti í sextán liða úrslitum í lokaumferðinni. Slóvenar voru hársbreidd frá því að vinna Serbíu en mark í uppbótartíma jafnaði leikinn! 🇸🇮🇷🇸 pic.twitter.com/r1bJA8CM3S— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 20, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira