Ólympíudraumur Eyþóru úti eftir grátlegt slys Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2024 08:30 Eyþóra Elísabet Þórsdóttir ætlaði sér að keppa á þriðju Ólympíuleikunum í röð. Hér er hún á leikunum í Tókýó. Getty/ROBIN VAN LONKHUIJSEN Draumur Eyþóru Elísabetar Þórsdóttur um að keppa á þriðju Ólympíuleikunum í röð er úti eftir slys á æfingu í gær. Hún greinir frá gríðarlegum vonbrigðum á samfélagsmiðlum sínum. Eyþóra er 25 ára gömul hollensk-íslensk fimleikakona sem á íslenska foreldra en er fædd og uppalin í Hollandi. Hún hefur keppt alla tíð fyrir Holland og fór bæði á Ólympíuleikana í Ríó 2016 og í Tókýó 2021. „Ólympíudraumur minn í París 2024 er úti,“ skrifaði Eyþóra á síðu sína. „Í dag á æfingu fyrir forkeppni Ólympíuleikanna þá lenti ég í heimskulegu slysi þegar ég ætlaði að stökkva af jafnvægisslánni,“ skrifaði Eyþóra. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir hefur náð flottum árangri á mörgum stórmótum.Getty/Tim Clayton „Þetta varð til þess að ég fótbraut mig á fjórum stöðum. Næst á dagskrá er aðgerð í næstu viku til þess að laga þetta,“ skrifaði Eyþóra. „Því miður hafa verið margar lægðir í lífi mínu að undanförnu. Ég vona að þessi verði sú síðasta. En með þessu er ljóst að draumur minn um að keppa á ÓL París 2024 er úti. Greinilega átti þetta ekki að gerast,“ skrifaði Eyþóra. „Ég vil þakka öllu því fólki sem hefur stutt mig á þessu ferðalagi. Ég veit að ég hefði aldrei komist svona langt án ykkar allra. Ég vil líka óska öllum stelpunum góðs gengs í forkeppni Ólympíuleikanna,“ skrifaði Eyþóra. Eyþóra varð í níunda sæti í fjölþraut á Ólympíuleikunum í Ríó og í sjöunda sæti í liðakeppninni. Á leikunum í Tókýó varð liðið í ellefta sæti en varð annar varamaður í úrslitin í fjölþraut eftir að hafa orðið í 36. sæti í undankeppninni. Eyþóra vann bronsverðlaun með hollenska liðinu á Evrópukeppninni í fyrra en þá varð hún í sjötta sæti í fjölþrautinni. View this post on Instagram A post shared by Eythora Thorsdottir (@eythora) Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
Eyþóra er 25 ára gömul hollensk-íslensk fimleikakona sem á íslenska foreldra en er fædd og uppalin í Hollandi. Hún hefur keppt alla tíð fyrir Holland og fór bæði á Ólympíuleikana í Ríó 2016 og í Tókýó 2021. „Ólympíudraumur minn í París 2024 er úti,“ skrifaði Eyþóra á síðu sína. „Í dag á æfingu fyrir forkeppni Ólympíuleikanna þá lenti ég í heimskulegu slysi þegar ég ætlaði að stökkva af jafnvægisslánni,“ skrifaði Eyþóra. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir hefur náð flottum árangri á mörgum stórmótum.Getty/Tim Clayton „Þetta varð til þess að ég fótbraut mig á fjórum stöðum. Næst á dagskrá er aðgerð í næstu viku til þess að laga þetta,“ skrifaði Eyþóra. „Því miður hafa verið margar lægðir í lífi mínu að undanförnu. Ég vona að þessi verði sú síðasta. En með þessu er ljóst að draumur minn um að keppa á ÓL París 2024 er úti. Greinilega átti þetta ekki að gerast,“ skrifaði Eyþóra. „Ég vil þakka öllu því fólki sem hefur stutt mig á þessu ferðalagi. Ég veit að ég hefði aldrei komist svona langt án ykkar allra. Ég vil líka óska öllum stelpunum góðs gengs í forkeppni Ólympíuleikanna,“ skrifaði Eyþóra. Eyþóra varð í níunda sæti í fjölþraut á Ólympíuleikunum í Ríó og í sjöunda sæti í liðakeppninni. Á leikunum í Tókýó varð liðið í ellefta sæti en varð annar varamaður í úrslitin í fjölþraut eftir að hafa orðið í 36. sæti í undankeppninni. Eyþóra vann bronsverðlaun með hollenska liðinu á Evrópukeppninni í fyrra en þá varð hún í sjötta sæti í fjölþrautinni. View this post on Instagram A post shared by Eythora Thorsdottir (@eythora)
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira