Guðni forseti: Leiðinlegt að sjá fólk fjarstýra krökkunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2024 11:01 Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var mættur til að horfa á dóttur sína spila. Stöð 2 Sport Nú má sjá nýjasta þáttinn af Sumarmótunum hér á Vísi en að þessu sinni var TM mótið í Vestmannaeyjum heimsótt. Svava Kristín Grétarsdóttir var út í Eyjum, talaði við fótboltastelpurnar, foreldrana, umsjónarmenn mótsins og fékk stemmninguna beint í æð. TM mótið í Eyjum hefur verið haldið árlega í Vestmannaeyjum frá árinu 1990. Á mótinu keppir 5. flokkur kvenna í knattspyrnu og hafa margar af bestu knattspyrnukonum landsins tekið þátt í mótinu á sínum yngri árum. Klippa: Sumarmótin - TM mótið í Eyjum Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var mættur á mótið en þó ekki í opinberri heimsókn. „Nei ekki að þessu sinni. Ég er hérna sem foreldri á pæjumóti og hef skemmt mér stórvel eins og stelpurnar, við foreldrarnir, forráðamennirnir og bara öll sem hérna erum,“ sagði Guðni. „Þetta er búið að vera skemmtilegt. Öðruvísi í gær. Veðrið var áskorun en kannski meira fyrir okkur fullorðna fólkið. Stelpurnar létu þetta ekkert á sig fá og gerðu sitt best undir Helgafelli. Í rokinu og rigningunni,“ sagði Guðni. „Nú þekki ég aðeins til í þessum heimi. Þessi íþróttamót sem við stöndum að fyrir ungmenni og krakka á Íslandi eru dálítið sérstök. Hér fá allir iðkendur að taka þátt og það er ekki endilega raunin annars staðar í Evrópu þar sem er meira horft til þeirra sem skara fram úr,“ sagði Guðni. „Mér þykir vænt um þennan þátt okkar ágæta samfélags,“ sagði Guðni en hvernig foreldri er forsetinn á hliðarlínunni? „Ég er pollrólegur. Mér finnst að þau sem geta ekki leyft börnunum að vera í friði, og þá ég líka við ungmennin sem eru að dæma, þau ættu bara að vera heima. Sem betur fer er þetta minnkandi en alltaf finnst mér eins leiðinlegt að sjá fólk sem heldur að það sé betra að hrópa á dómara eða fjarstýra krökkunum,“ sagði Guðni. „Ég hef því miður séð foreldra sem telja að það sé í þeirra verkahring að segja krökkunum hvað þau eiga að gera inn á vellinum. Það skilar yfirleitt ekki góðum árangri. Það eru undantekningar það er miklu meira um jákvæðni, gleði og fjör,“ sagði Guðni en hvernig hefur Álftanessstelpunum gengið? „Það hefur verið bara upp og ofan ef þú horfir á mörk og úrslit. Þær eru eiginleg miklu fljótari en sumir foreldrarnir að gleyma því hvernig síðasti leikur fór og hlakka bara til að takast á við þann næsta. Svo er ég eldri en tvævetur í þessu og búinn að vera með eldri systkinin. Veit að það er eiginlega best að tapa fyrsta daginn,“ sagði Guðni og hló. Það má horfa á allan þáttinn hér fyrir neðan.' Sumarmótin Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Svava Kristín Grétarsdóttir var út í Eyjum, talaði við fótboltastelpurnar, foreldrana, umsjónarmenn mótsins og fékk stemmninguna beint í æð. TM mótið í Eyjum hefur verið haldið árlega í Vestmannaeyjum frá árinu 1990. Á mótinu keppir 5. flokkur kvenna í knattspyrnu og hafa margar af bestu knattspyrnukonum landsins tekið þátt í mótinu á sínum yngri árum. Klippa: Sumarmótin - TM mótið í Eyjum Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var mættur á mótið en þó ekki í opinberri heimsókn. „Nei ekki að þessu sinni. Ég er hérna sem foreldri á pæjumóti og hef skemmt mér stórvel eins og stelpurnar, við foreldrarnir, forráðamennirnir og bara öll sem hérna erum,“ sagði Guðni. „Þetta er búið að vera skemmtilegt. Öðruvísi í gær. Veðrið var áskorun en kannski meira fyrir okkur fullorðna fólkið. Stelpurnar létu þetta ekkert á sig fá og gerðu sitt best undir Helgafelli. Í rokinu og rigningunni,“ sagði Guðni. „Nú þekki ég aðeins til í þessum heimi. Þessi íþróttamót sem við stöndum að fyrir ungmenni og krakka á Íslandi eru dálítið sérstök. Hér fá allir iðkendur að taka þátt og það er ekki endilega raunin annars staðar í Evrópu þar sem er meira horft til þeirra sem skara fram úr,“ sagði Guðni. „Mér þykir vænt um þennan þátt okkar ágæta samfélags,“ sagði Guðni en hvernig foreldri er forsetinn á hliðarlínunni? „Ég er pollrólegur. Mér finnst að þau sem geta ekki leyft börnunum að vera í friði, og þá ég líka við ungmennin sem eru að dæma, þau ættu bara að vera heima. Sem betur fer er þetta minnkandi en alltaf finnst mér eins leiðinlegt að sjá fólk sem heldur að það sé betra að hrópa á dómara eða fjarstýra krökkunum,“ sagði Guðni. „Ég hef því miður séð foreldra sem telja að það sé í þeirra verkahring að segja krökkunum hvað þau eiga að gera inn á vellinum. Það skilar yfirleitt ekki góðum árangri. Það eru undantekningar það er miklu meira um jákvæðni, gleði og fjör,“ sagði Guðni en hvernig hefur Álftanessstelpunum gengið? „Það hefur verið bara upp og ofan ef þú horfir á mörk og úrslit. Þær eru eiginleg miklu fljótari en sumir foreldrarnir að gleyma því hvernig síðasti leikur fór og hlakka bara til að takast á við þann næsta. Svo er ég eldri en tvævetur í þessu og búinn að vera með eldri systkinin. Veit að það er eiginlega best að tapa fyrsta daginn,“ sagði Guðni og hló. Það má horfa á allan þáttinn hér fyrir neðan.'
Sumarmótin Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira