Guðni forseti: Leiðinlegt að sjá fólk fjarstýra krökkunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2024 11:01 Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var mættur til að horfa á dóttur sína spila. Stöð 2 Sport Nú má sjá nýjasta þáttinn af Sumarmótunum hér á Vísi en að þessu sinni var TM mótið í Vestmannaeyjum heimsótt. Svava Kristín Grétarsdóttir var út í Eyjum, talaði við fótboltastelpurnar, foreldrana, umsjónarmenn mótsins og fékk stemmninguna beint í æð. TM mótið í Eyjum hefur verið haldið árlega í Vestmannaeyjum frá árinu 1990. Á mótinu keppir 5. flokkur kvenna í knattspyrnu og hafa margar af bestu knattspyrnukonum landsins tekið þátt í mótinu á sínum yngri árum. Klippa: Sumarmótin - TM mótið í Eyjum Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var mættur á mótið en þó ekki í opinberri heimsókn. „Nei ekki að þessu sinni. Ég er hérna sem foreldri á pæjumóti og hef skemmt mér stórvel eins og stelpurnar, við foreldrarnir, forráðamennirnir og bara öll sem hérna erum,“ sagði Guðni. „Þetta er búið að vera skemmtilegt. Öðruvísi í gær. Veðrið var áskorun en kannski meira fyrir okkur fullorðna fólkið. Stelpurnar létu þetta ekkert á sig fá og gerðu sitt best undir Helgafelli. Í rokinu og rigningunni,“ sagði Guðni. „Nú þekki ég aðeins til í þessum heimi. Þessi íþróttamót sem við stöndum að fyrir ungmenni og krakka á Íslandi eru dálítið sérstök. Hér fá allir iðkendur að taka þátt og það er ekki endilega raunin annars staðar í Evrópu þar sem er meira horft til þeirra sem skara fram úr,“ sagði Guðni. „Mér þykir vænt um þennan þátt okkar ágæta samfélags,“ sagði Guðni en hvernig foreldri er forsetinn á hliðarlínunni? „Ég er pollrólegur. Mér finnst að þau sem geta ekki leyft börnunum að vera í friði, og þá ég líka við ungmennin sem eru að dæma, þau ættu bara að vera heima. Sem betur fer er þetta minnkandi en alltaf finnst mér eins leiðinlegt að sjá fólk sem heldur að það sé betra að hrópa á dómara eða fjarstýra krökkunum,“ sagði Guðni. „Ég hef því miður séð foreldra sem telja að það sé í þeirra verkahring að segja krökkunum hvað þau eiga að gera inn á vellinum. Það skilar yfirleitt ekki góðum árangri. Það eru undantekningar það er miklu meira um jákvæðni, gleði og fjör,“ sagði Guðni en hvernig hefur Álftanessstelpunum gengið? „Það hefur verið bara upp og ofan ef þú horfir á mörk og úrslit. Þær eru eiginleg miklu fljótari en sumir foreldrarnir að gleyma því hvernig síðasti leikur fór og hlakka bara til að takast á við þann næsta. Svo er ég eldri en tvævetur í þessu og búinn að vera með eldri systkinin. Veit að það er eiginlega best að tapa fyrsta daginn,“ sagði Guðni og hló. Það má horfa á allan þáttinn hér fyrir neðan.' Sumarmótin Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Svava Kristín Grétarsdóttir var út í Eyjum, talaði við fótboltastelpurnar, foreldrana, umsjónarmenn mótsins og fékk stemmninguna beint í æð. TM mótið í Eyjum hefur verið haldið árlega í Vestmannaeyjum frá árinu 1990. Á mótinu keppir 5. flokkur kvenna í knattspyrnu og hafa margar af bestu knattspyrnukonum landsins tekið þátt í mótinu á sínum yngri árum. Klippa: Sumarmótin - TM mótið í Eyjum Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var mættur á mótið en þó ekki í opinberri heimsókn. „Nei ekki að þessu sinni. Ég er hérna sem foreldri á pæjumóti og hef skemmt mér stórvel eins og stelpurnar, við foreldrarnir, forráðamennirnir og bara öll sem hérna erum,“ sagði Guðni. „Þetta er búið að vera skemmtilegt. Öðruvísi í gær. Veðrið var áskorun en kannski meira fyrir okkur fullorðna fólkið. Stelpurnar létu þetta ekkert á sig fá og gerðu sitt best undir Helgafelli. Í rokinu og rigningunni,“ sagði Guðni. „Nú þekki ég aðeins til í þessum heimi. Þessi íþróttamót sem við stöndum að fyrir ungmenni og krakka á Íslandi eru dálítið sérstök. Hér fá allir iðkendur að taka þátt og það er ekki endilega raunin annars staðar í Evrópu þar sem er meira horft til þeirra sem skara fram úr,“ sagði Guðni. „Mér þykir vænt um þennan þátt okkar ágæta samfélags,“ sagði Guðni en hvernig foreldri er forsetinn á hliðarlínunni? „Ég er pollrólegur. Mér finnst að þau sem geta ekki leyft börnunum að vera í friði, og þá ég líka við ungmennin sem eru að dæma, þau ættu bara að vera heima. Sem betur fer er þetta minnkandi en alltaf finnst mér eins leiðinlegt að sjá fólk sem heldur að það sé betra að hrópa á dómara eða fjarstýra krökkunum,“ sagði Guðni. „Ég hef því miður séð foreldra sem telja að það sé í þeirra verkahring að segja krökkunum hvað þau eiga að gera inn á vellinum. Það skilar yfirleitt ekki góðum árangri. Það eru undantekningar það er miklu meira um jákvæðni, gleði og fjör,“ sagði Guðni en hvernig hefur Álftanessstelpunum gengið? „Það hefur verið bara upp og ofan ef þú horfir á mörk og úrslit. Þær eru eiginleg miklu fljótari en sumir foreldrarnir að gleyma því hvernig síðasti leikur fór og hlakka bara til að takast á við þann næsta. Svo er ég eldri en tvævetur í þessu og búinn að vera með eldri systkinin. Veit að það er eiginlega best að tapa fyrsta daginn,“ sagði Guðni og hló. Það má horfa á allan þáttinn hér fyrir neðan.'
Sumarmótin Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira