Vonsvikin vegna 25 milljóna kostnaðar við borgarstjóraskiptin Árni Sæberg skrifar 21. júní 2024 11:20 Hildur er ekki ánægð með kostnaðinn við það þegar Einar tók við af Degi. Vísir/Vilhelm Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur lýst yfir vonbrigðum vegna frétta af 25 milljóna króna kostnaði við starfslok Dags B Eggertssonar, fyrrverandi borgarstjóra. Á borgarstjórnarfundi þriðjudaginn, 18. júní sl., samþykkti meirihluti Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks, Píratar og Viðreisnar viðauka við fjárhagsáætlun sem nam 25 milljóna króna hækkun á fjárheimildum skrifstofu borgarstjóra og borgarritara til að mæta breytingum á launa- og starfsmannakostnaði innan skrifstofunnar. Í Morgunblaðinu er haft eftir Þorsteini Gunnarssyni borgarritara að kostnaðurinn sé tilkominn vegna uppgjörs í samræmi við ráðningarbréf fyrrverandi borgarstjóra og ráðningarsamning fyrrverandi aðstoðarmanns borgarstjóra. „Tillögunni fylgdu engar frekari skýringar og hún var ekki sérstaklega til kynningar. Við sjálfstæðismenn greiddum vissulega atkvæði gegn tillögunni enda erum við á móti hvers kyns fjáraustri í yfirbyggingunni,“ er haft eftir Hildi Björnsdóttur, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í fréttatilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Fráleitar upphæðir Þá er haft eftir Hildi að um sé að ræða fráleitar upphæðir sem standist enga skoðun. Fulltrúar meirihlutans hefðu áður fullyrt að við starfslokin fengi Dagur einungis biðlaun sem nema myndu mismuni launa hans sem borgarstjóra annars vegar, og formanns borgarráðs hins vegar. „Hér birtist okkur hins vegar önnur mynd, og ef í ljós kemur að Dagur þiggur nú frá borgarbúum, einhverjar greiðslur umfram það sem áður var upplýst, þá lít ég það mjög alvarlegum augum.“ Kostar álíka mikið og stytting opnunartíma sparar Þegar hafi verið kallað eftir sundurliðuðum upplýsingum sem varpað geti frekara ljósi á málið. Greiðslan sé sérstaklega ámælisverða þegar víða hafi verið skorið niður í grunnþjónustu við íbúana. Megi nefna skertan opnunartíma sundlauganna sem spara muni borginni 26 milljónir í ár og niðurskurð í bókakaupum á skólabókasöfnum sem spara hafi átt borginni níu milljónir. Einnig megi benda á skertan opnunartíma félagsmiðstöðva fyrir unglinga sem spari borginni tíu milljónir eða niðurskurð til tónlistarnáms í Reykjavík sem spara hafi átt þrjátíu milljónir. „Þegar greiðslur vegna starfsloka Dags eru skoðaðar í samhengi við þá þjónustuskerðingu sem borgarbúar hafa orðið fyrir í nafni niðurskurðar, þá verður manni orða vant,“ er haft eftir Hildi. 25 milljóna króna fjárauki vegna starfslokanna sé óboðlegur fjáraustur og sýni skilningsleysi meirihlutans á alvarlegri stöðu í rekstri borgarinnar. „Að undanförnu hefur málast upp mynstur gjafagjörninga við lóðaúthlutanir í borgarstjóratíð Dags. Rekstur borgarsjóðs er í rjúkandi rúst, grunnþjónusta víða í molum og í kveðjugjöf fáum við borgarbúar að greiða 25 milljónir króna vegna starfsloka Dags. Þetta þarfnast ítarlegra skýringa.“ Borgarstjórn Reykjavík Kjaramál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Á borgarstjórnarfundi þriðjudaginn, 18. júní sl., samþykkti meirihluti Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks, Píratar og Viðreisnar viðauka við fjárhagsáætlun sem nam 25 milljóna króna hækkun á fjárheimildum skrifstofu borgarstjóra og borgarritara til að mæta breytingum á launa- og starfsmannakostnaði innan skrifstofunnar. Í Morgunblaðinu er haft eftir Þorsteini Gunnarssyni borgarritara að kostnaðurinn sé tilkominn vegna uppgjörs í samræmi við ráðningarbréf fyrrverandi borgarstjóra og ráðningarsamning fyrrverandi aðstoðarmanns borgarstjóra. „Tillögunni fylgdu engar frekari skýringar og hún var ekki sérstaklega til kynningar. Við sjálfstæðismenn greiddum vissulega atkvæði gegn tillögunni enda erum við á móti hvers kyns fjáraustri í yfirbyggingunni,“ er haft eftir Hildi Björnsdóttur, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í fréttatilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Fráleitar upphæðir Þá er haft eftir Hildi að um sé að ræða fráleitar upphæðir sem standist enga skoðun. Fulltrúar meirihlutans hefðu áður fullyrt að við starfslokin fengi Dagur einungis biðlaun sem nema myndu mismuni launa hans sem borgarstjóra annars vegar, og formanns borgarráðs hins vegar. „Hér birtist okkur hins vegar önnur mynd, og ef í ljós kemur að Dagur þiggur nú frá borgarbúum, einhverjar greiðslur umfram það sem áður var upplýst, þá lít ég það mjög alvarlegum augum.“ Kostar álíka mikið og stytting opnunartíma sparar Þegar hafi verið kallað eftir sundurliðuðum upplýsingum sem varpað geti frekara ljósi á málið. Greiðslan sé sérstaklega ámælisverða þegar víða hafi verið skorið niður í grunnþjónustu við íbúana. Megi nefna skertan opnunartíma sundlauganna sem spara muni borginni 26 milljónir í ár og niðurskurð í bókakaupum á skólabókasöfnum sem spara hafi átt borginni níu milljónir. Einnig megi benda á skertan opnunartíma félagsmiðstöðva fyrir unglinga sem spari borginni tíu milljónir eða niðurskurð til tónlistarnáms í Reykjavík sem spara hafi átt þrjátíu milljónir. „Þegar greiðslur vegna starfsloka Dags eru skoðaðar í samhengi við þá þjónustuskerðingu sem borgarbúar hafa orðið fyrir í nafni niðurskurðar, þá verður manni orða vant,“ er haft eftir Hildi. 25 milljóna króna fjárauki vegna starfslokanna sé óboðlegur fjáraustur og sýni skilningsleysi meirihlutans á alvarlegri stöðu í rekstri borgarinnar. „Að undanförnu hefur málast upp mynstur gjafagjörninga við lóðaúthlutanir í borgarstjóratíð Dags. Rekstur borgarsjóðs er í rjúkandi rúst, grunnþjónusta víða í molum og í kveðjugjöf fáum við borgarbúar að greiða 25 milljónir króna vegna starfsloka Dags. Þetta þarfnast ítarlegra skýringa.“
Borgarstjórn Reykjavík Kjaramál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira