Orðum aukið að Ísland sé dottið úr tísku Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júní 2024 13:46 Í apríl fjölgaði starfandi í ferðaþjónustu milli ára um 350 manns. Vísir/Vilhelm Á fyrstu fimm mánuðum ársins voru þrjátíu þúsund fleiri ferðamenn á landinu en á sama tíma í fyrra. Það samsvarar 4 prósent fjölgun frá síðasta ári. Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins segir að þótt greinilega sé að hægja á vexti umsvifa í ferðaþjónustu virðist orðum aukið að óveðurský séu yfir greininni og að Ísland sé dottið úr tísku meðal ferðamanna. Í tilkynningunni segir að fjölgun ferðamanna frá Bandaríkjunum hafi vegið upp á móti lítilsháttar samdrætti í fjölda ferðamanna frá Evrópu.að Asíumarkaður haldi áfram að vaxa, en hann hafi verið lengi að ná sér á strik eftir heimsfaraldurinn. Fram kemur að árið 2023 hafi verið gott ár í ferðaþjónustu á Íslandi og um 2,2 milljónir manna hafi sótt landið heim. Aðeins einu sinni áður höfðu erlendir ferðamenn verið fleiri, árið 2018, þegar 2,3 milljónir erlendra ferðamanna komu til landsins. Ferðamenn sem komu hingað í fyrra eyddu að jafnaði meira en árið 2018. Galli í gögnum um kortaveltu Þá segir að þrátt fyrir fjölgun erlendra ferðamanna virðist dvalarlengd hafa styst ef marka má gögn um fjölda gistinátta á fyrstu fjórum mánuðum ársins, -6,5 prósent, og eyðsla ferðamanna dregist saman, -7 prósent, á sama tímabili. Þá megi líklega rekja samdrátt í veltu að einhverju leyti til galla í gögnum um kortaveltu erlendra korta hér á landi þar sem fyrirtæki í ferðaþjónustu hafi í auknum mæli nýtt sér erlenda færsluhirðingu en slík kortavelta sjáist ekki í opinberum kortaveltugögnum. Þannig sé líklegt að kortavelta erlendra ferðamanna sé vanmetin í opinberum hagtölum. Bókunarstaða í ferðaþjónustu áfram góð Í tilkynningunni segir að nýleg greining á bókunarstöðu ferðaþjónustunnar sem byggist á úrtaki hótela á höfuðborgarsvæðinu, sýni að þrátt fyrir lítillega fækkun bókana í júní sé bókunarstaðan betri frá og með ágúst og inn á mitt næsta ár miðað við sama tíma í fyrra. „Þótt greinilega sé að hægja á vexti umsvifa í ferðaþjónustu, líkt og í hagkerfinu í heild, virðist orðum aukið að óveðurský séu yfir greininni og að Ísland sé dottið úr tísku meðal ferðamanna,“ segir í tilkynningunni. Aðrir hagvísar sýni áframhaldandi vöxt umsvifa Loks segir að í apríl hafi starfandi í ferðaþjónustu fjölgað á milli ára um nær 350 manns. Bílaleigubílum í hafi umferð fjölgað um sjö prósent milli ára í júní og umferð á hringveginum í maí jókst um fjögur prósent milli ára. Umferðin jókst aðallega á Suðurlandi, eða um fimm prósent, og á Vesturlandi, um fjögur prósent. Vöxtur ferðaþjónustunnar undanfarinna ára, í kjölfar rénunar heimsfaraldurs, hafi verið gífurlega mikill. Árið 2023 hafi verið eitt sterkasta ár greinarinnar til þessa en um þessar mundir er markmið hagstjórnar að hægja á vexti efnahagsumsvifa, bæði í ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum, til þess að ná tökum á verðbólgu og skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta hér á landi. Hagtölur um umsvif, bæði í ferðaþjónustu og í hagkerfinu í heild, virðast enn ekki benda til markverðs samdráttar þótt hægi á vextinum, segir að lokum. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Í tilkynningunni segir að fjölgun ferðamanna frá Bandaríkjunum hafi vegið upp á móti lítilsháttar samdrætti í fjölda ferðamanna frá Evrópu.að Asíumarkaður haldi áfram að vaxa, en hann hafi verið lengi að ná sér á strik eftir heimsfaraldurinn. Fram kemur að árið 2023 hafi verið gott ár í ferðaþjónustu á Íslandi og um 2,2 milljónir manna hafi sótt landið heim. Aðeins einu sinni áður höfðu erlendir ferðamenn verið fleiri, árið 2018, þegar 2,3 milljónir erlendra ferðamanna komu til landsins. Ferðamenn sem komu hingað í fyrra eyddu að jafnaði meira en árið 2018. Galli í gögnum um kortaveltu Þá segir að þrátt fyrir fjölgun erlendra ferðamanna virðist dvalarlengd hafa styst ef marka má gögn um fjölda gistinátta á fyrstu fjórum mánuðum ársins, -6,5 prósent, og eyðsla ferðamanna dregist saman, -7 prósent, á sama tímabili. Þá megi líklega rekja samdrátt í veltu að einhverju leyti til galla í gögnum um kortaveltu erlendra korta hér á landi þar sem fyrirtæki í ferðaþjónustu hafi í auknum mæli nýtt sér erlenda færsluhirðingu en slík kortavelta sjáist ekki í opinberum kortaveltugögnum. Þannig sé líklegt að kortavelta erlendra ferðamanna sé vanmetin í opinberum hagtölum. Bókunarstaða í ferðaþjónustu áfram góð Í tilkynningunni segir að nýleg greining á bókunarstöðu ferðaþjónustunnar sem byggist á úrtaki hótela á höfuðborgarsvæðinu, sýni að þrátt fyrir lítillega fækkun bókana í júní sé bókunarstaðan betri frá og með ágúst og inn á mitt næsta ár miðað við sama tíma í fyrra. „Þótt greinilega sé að hægja á vexti umsvifa í ferðaþjónustu, líkt og í hagkerfinu í heild, virðist orðum aukið að óveðurský séu yfir greininni og að Ísland sé dottið úr tísku meðal ferðamanna,“ segir í tilkynningunni. Aðrir hagvísar sýni áframhaldandi vöxt umsvifa Loks segir að í apríl hafi starfandi í ferðaþjónustu fjölgað á milli ára um nær 350 manns. Bílaleigubílum í hafi umferð fjölgað um sjö prósent milli ára í júní og umferð á hringveginum í maí jókst um fjögur prósent milli ára. Umferðin jókst aðallega á Suðurlandi, eða um fimm prósent, og á Vesturlandi, um fjögur prósent. Vöxtur ferðaþjónustunnar undanfarinna ára, í kjölfar rénunar heimsfaraldurs, hafi verið gífurlega mikill. Árið 2023 hafi verið eitt sterkasta ár greinarinnar til þessa en um þessar mundir er markmið hagstjórnar að hægja á vexti efnahagsumsvifa, bæði í ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum, til þess að ná tökum á verðbólgu og skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta hér á landi. Hagtölur um umsvif, bæði í ferðaþjónustu og í hagkerfinu í heild, virðast enn ekki benda til markverðs samdráttar þótt hægi á vextinum, segir að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira