Hakkarar trufla útsendingar frá EM leikjum Pólverja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2024 11:00 Það var stutt gaman hjá Robert Lewandowski og félögum hans í pólska landsliðinu sem eru úr leik á EM eftir aðeins tvo leiki. Getty/Alex Livesey Er eitthvað meira pirrandi en truflanir verða þegar þú ert að horfa á mikilvægan fótboltaleik? Pólskir sjónvarpsáhorfendur eru örugglega orðnir mjög pirraðir á slíku. Það er nefnilega ekki bara pólska landsliðið sem er í vandræðum á Evrópumótinu í fótbolta í Þýskalandi. TVP sjónvarpsstöðinni gengur líka einnig mjög illa að sýna leiki pólska liðsins í heimalandinu. Í öðrum leiknum í röð tókst hökkurum að trufla útsendingu frá leik Póllands. Að þessu sinni var það leikur á móti Austurríki en þetta gerðist einnig í fyrsta leiknum á móti Hollandi. „Við biðjumst afsökunar en tæknin var að stríða okkur í leik dagsins,“ sagði í yfirlýsingu frá TVP. Það er talið að hakkararnir hafi notað svokallaða DDoS árás en þá ofhlaða þeir kerfið þar til að útsendingaþjónarnir gefa eftir og allt frýs. Pólska landsliðið náði að jafna metin í 1-1 eftir að Austurríkismenn skoruðu snemma en Pólverjar töpuðu leiknum á endanum 3-1. Fyrsti leikurinn tapaðist 2-1 á móti Hollandi og Pólverjar eru því með núll stig og þrjú mörk í mínus eftir tvo fyrstu leikina. Það þýðir að liðið er úr leik og þriðji og síðasta leikurinn skiptir engu máli. Ráðherra tölvumála í Póllandi kenndi Rússum um árásina eftir fyrsta leikinn en TVP sjónvarpsstöðin sagði að sú árás hafi komið frá IP tölum í Póllandi. Það er enn ekkert vitað um hvaðan árásin í gær var gerð. EM 2024 í Þýskalandi Pólland Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Sjá meira
Það er nefnilega ekki bara pólska landsliðið sem er í vandræðum á Evrópumótinu í fótbolta í Þýskalandi. TVP sjónvarpsstöðinni gengur líka einnig mjög illa að sýna leiki pólska liðsins í heimalandinu. Í öðrum leiknum í röð tókst hökkurum að trufla útsendingu frá leik Póllands. Að þessu sinni var það leikur á móti Austurríki en þetta gerðist einnig í fyrsta leiknum á móti Hollandi. „Við biðjumst afsökunar en tæknin var að stríða okkur í leik dagsins,“ sagði í yfirlýsingu frá TVP. Það er talið að hakkararnir hafi notað svokallaða DDoS árás en þá ofhlaða þeir kerfið þar til að útsendingaþjónarnir gefa eftir og allt frýs. Pólska landsliðið náði að jafna metin í 1-1 eftir að Austurríkismenn skoruðu snemma en Pólverjar töpuðu leiknum á endanum 3-1. Fyrsti leikurinn tapaðist 2-1 á móti Hollandi og Pólverjar eru því með núll stig og þrjú mörk í mínus eftir tvo fyrstu leikina. Það þýðir að liðið er úr leik og þriðji og síðasta leikurinn skiptir engu máli. Ráðherra tölvumála í Póllandi kenndi Rússum um árásina eftir fyrsta leikinn en TVP sjónvarpsstöðin sagði að sú árás hafi komið frá IP tölum í Póllandi. Það er enn ekkert vitað um hvaðan árásin í gær var gerð.
EM 2024 í Þýskalandi Pólland Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Sjá meira