Myndskeið: Óprúttnir aðilar fóru ránshendi um gistihúsið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. júní 2024 14:20 Innbrotsþjófarnir virtust ekki kippa sér upp við eftirlitsmyndavélina. Skjáskot Tveir menn brutust inn í veitingasal gistihússins Brunnhóls á Mýrum í Hornafirði í nótt og höfðu þaðan með sér hátt í milljón krónur í reiðufé ásamt öðrum verðmætum. Mennirnir höfðu fyrr um daginn reynt að skrifa bjór og vínflösku á herbergi sem var óbókað. Sigurlaug Gissurardóttir, eigandi Brunnhóls á Mýrum, segir þessa sögu í samtali við Vísi en hún segist aldrei hafa búist við því að svona lagað gæti átt sér stað upp í sveit. Hún segir tjónið vera umtalsvert og bætir við að lögreglan á Suðurlandi hafi komið í morgun til að rannsaka vettvanginn. „Þeir brutu upp glerið í hurð sem er út á verönd. Þetta er stór hurð með stóru gleri og það þarf að vera sérstakt öryggisgler sem þarf að vera í þessu. Ég geri ráð fyrir að það kosti einhverja hundrað þúsund kalla.“ Tóku með sér öryggiskassa Upptaka úr eftirlitsmyndavél á staðnum sýnir mennina athafna sig við þjófnaðinn. Myndskeiðið má berja augum í spilaranum hér að neðan: Klippa: Brotist inn í gistihúsið Brunnhól „Þeir tóku peningakassa en við höldum að þar hafi verið eitthvað á bilinu hálf til ein milljón, ásamt vegabréfum og slíku,“ segir Sigurlaug. Áttu ekki von á að þeir kæmu aftur Hún segir að um erlenda menn hafi verið að ræða en þeir komu sem gestir á veitingastaðinn fyrr um daginn og reyndu að skrifa bjór og vínflösku á herbergi sem þeir dvöldu ekki á. „Okkur fannst einkennilegt að það væru menn að leika þennan leik að skrifa á eitthvað herbergi. Starfsmaðurinn sem var að vinna var svo athugul að hún sagði strax að það væri enginn í þessu herbergi. Þá sögðu þeir strax næsta herbergisnúmer og þá sagði hún þeim að þar væri annar gestur. Það hvarflaði ekki að okkur að þeir myndu heimsækja okkur aftur.“ Ómeðvituð um að þetta gæti gerst Hún segir að eftirlitsmyndavélin hafi ekki verið sett upp í þeim tilgangi að grípa innbrotsþjófa heldur til að sjá hvenær gestir kæmu úr fjarlægð. Sigurlaug bendir á að mennirnir hafi greinilega gleymt myndavélinni en þeir huldu ekki andlit sín þegar þeir brutust inn. Hún tekur fram að þjófnaðurinn komi henni verulega á óvart. „Það er eiginlega ömurlegast að fram undir þetta höfðum við haft það í undirmeðvitundinni að eitthvað gæti verið að grassera en út í sveit höfum við til þessa verið nokkuð ómeðvituð um það að svona gæti gerst.“ Sveitarfélagið Hornafjörður Lögreglumál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Sigurlaug Gissurardóttir, eigandi Brunnhóls á Mýrum, segir þessa sögu í samtali við Vísi en hún segist aldrei hafa búist við því að svona lagað gæti átt sér stað upp í sveit. Hún segir tjónið vera umtalsvert og bætir við að lögreglan á Suðurlandi hafi komið í morgun til að rannsaka vettvanginn. „Þeir brutu upp glerið í hurð sem er út á verönd. Þetta er stór hurð með stóru gleri og það þarf að vera sérstakt öryggisgler sem þarf að vera í þessu. Ég geri ráð fyrir að það kosti einhverja hundrað þúsund kalla.“ Tóku með sér öryggiskassa Upptaka úr eftirlitsmyndavél á staðnum sýnir mennina athafna sig við þjófnaðinn. Myndskeiðið má berja augum í spilaranum hér að neðan: Klippa: Brotist inn í gistihúsið Brunnhól „Þeir tóku peningakassa en við höldum að þar hafi verið eitthvað á bilinu hálf til ein milljón, ásamt vegabréfum og slíku,“ segir Sigurlaug. Áttu ekki von á að þeir kæmu aftur Hún segir að um erlenda menn hafi verið að ræða en þeir komu sem gestir á veitingastaðinn fyrr um daginn og reyndu að skrifa bjór og vínflösku á herbergi sem þeir dvöldu ekki á. „Okkur fannst einkennilegt að það væru menn að leika þennan leik að skrifa á eitthvað herbergi. Starfsmaðurinn sem var að vinna var svo athugul að hún sagði strax að það væri enginn í þessu herbergi. Þá sögðu þeir strax næsta herbergisnúmer og þá sagði hún þeim að þar væri annar gestur. Það hvarflaði ekki að okkur að þeir myndu heimsækja okkur aftur.“ Ómeðvituð um að þetta gæti gerst Hún segir að eftirlitsmyndavélin hafi ekki verið sett upp í þeim tilgangi að grípa innbrotsþjófa heldur til að sjá hvenær gestir kæmu úr fjarlægð. Sigurlaug bendir á að mennirnir hafi greinilega gleymt myndavélinni en þeir huldu ekki andlit sín þegar þeir brutust inn. Hún tekur fram að þjófnaðurinn komi henni verulega á óvart. „Það er eiginlega ömurlegast að fram undir þetta höfðum við haft það í undirmeðvitundinni að eitthvað gæti verið að grassera en út í sveit höfum við til þessa verið nokkuð ómeðvituð um það að svona gæti gerst.“
Sveitarfélagið Hornafjörður Lögreglumál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira