Myndskeið: Óprúttnir aðilar fóru ránshendi um gistihúsið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. júní 2024 14:20 Innbrotsþjófarnir virtust ekki kippa sér upp við eftirlitsmyndavélina. Skjáskot Tveir menn brutust inn í veitingasal gistihússins Brunnhóls á Mýrum í Hornafirði í nótt og höfðu þaðan með sér hátt í milljón krónur í reiðufé ásamt öðrum verðmætum. Mennirnir höfðu fyrr um daginn reynt að skrifa bjór og vínflösku á herbergi sem var óbókað. Sigurlaug Gissurardóttir, eigandi Brunnhóls á Mýrum, segir þessa sögu í samtali við Vísi en hún segist aldrei hafa búist við því að svona lagað gæti átt sér stað upp í sveit. Hún segir tjónið vera umtalsvert og bætir við að lögreglan á Suðurlandi hafi komið í morgun til að rannsaka vettvanginn. „Þeir brutu upp glerið í hurð sem er út á verönd. Þetta er stór hurð með stóru gleri og það þarf að vera sérstakt öryggisgler sem þarf að vera í þessu. Ég geri ráð fyrir að það kosti einhverja hundrað þúsund kalla.“ Tóku með sér öryggiskassa Upptaka úr eftirlitsmyndavél á staðnum sýnir mennina athafna sig við þjófnaðinn. Myndskeiðið má berja augum í spilaranum hér að neðan: Klippa: Brotist inn í gistihúsið Brunnhól „Þeir tóku peningakassa en við höldum að þar hafi verið eitthvað á bilinu hálf til ein milljón, ásamt vegabréfum og slíku,“ segir Sigurlaug. Áttu ekki von á að þeir kæmu aftur Hún segir að um erlenda menn hafi verið að ræða en þeir komu sem gestir á veitingastaðinn fyrr um daginn og reyndu að skrifa bjór og vínflösku á herbergi sem þeir dvöldu ekki á. „Okkur fannst einkennilegt að það væru menn að leika þennan leik að skrifa á eitthvað herbergi. Starfsmaðurinn sem var að vinna var svo athugul að hún sagði strax að það væri enginn í þessu herbergi. Þá sögðu þeir strax næsta herbergisnúmer og þá sagði hún þeim að þar væri annar gestur. Það hvarflaði ekki að okkur að þeir myndu heimsækja okkur aftur.“ Ómeðvituð um að þetta gæti gerst Hún segir að eftirlitsmyndavélin hafi ekki verið sett upp í þeim tilgangi að grípa innbrotsþjófa heldur til að sjá hvenær gestir kæmu úr fjarlægð. Sigurlaug bendir á að mennirnir hafi greinilega gleymt myndavélinni en þeir huldu ekki andlit sín þegar þeir brutust inn. Hún tekur fram að þjófnaðurinn komi henni verulega á óvart. „Það er eiginlega ömurlegast að fram undir þetta höfðum við haft það í undirmeðvitundinni að eitthvað gæti verið að grassera en út í sveit höfum við til þessa verið nokkuð ómeðvituð um það að svona gæti gerst.“ Sveitarfélagið Hornafjörður Lögreglumál Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Sigurlaug Gissurardóttir, eigandi Brunnhóls á Mýrum, segir þessa sögu í samtali við Vísi en hún segist aldrei hafa búist við því að svona lagað gæti átt sér stað upp í sveit. Hún segir tjónið vera umtalsvert og bætir við að lögreglan á Suðurlandi hafi komið í morgun til að rannsaka vettvanginn. „Þeir brutu upp glerið í hurð sem er út á verönd. Þetta er stór hurð með stóru gleri og það þarf að vera sérstakt öryggisgler sem þarf að vera í þessu. Ég geri ráð fyrir að það kosti einhverja hundrað þúsund kalla.“ Tóku með sér öryggiskassa Upptaka úr eftirlitsmyndavél á staðnum sýnir mennina athafna sig við þjófnaðinn. Myndskeiðið má berja augum í spilaranum hér að neðan: Klippa: Brotist inn í gistihúsið Brunnhól „Þeir tóku peningakassa en við höldum að þar hafi verið eitthvað á bilinu hálf til ein milljón, ásamt vegabréfum og slíku,“ segir Sigurlaug. Áttu ekki von á að þeir kæmu aftur Hún segir að um erlenda menn hafi verið að ræða en þeir komu sem gestir á veitingastaðinn fyrr um daginn og reyndu að skrifa bjór og vínflösku á herbergi sem þeir dvöldu ekki á. „Okkur fannst einkennilegt að það væru menn að leika þennan leik að skrifa á eitthvað herbergi. Starfsmaðurinn sem var að vinna var svo athugul að hún sagði strax að það væri enginn í þessu herbergi. Þá sögðu þeir strax næsta herbergisnúmer og þá sagði hún þeim að þar væri annar gestur. Það hvarflaði ekki að okkur að þeir myndu heimsækja okkur aftur.“ Ómeðvituð um að þetta gæti gerst Hún segir að eftirlitsmyndavélin hafi ekki verið sett upp í þeim tilgangi að grípa innbrotsþjófa heldur til að sjá hvenær gestir kæmu úr fjarlægð. Sigurlaug bendir á að mennirnir hafi greinilega gleymt myndavélinni en þeir huldu ekki andlit sín þegar þeir brutust inn. Hún tekur fram að þjófnaðurinn komi henni verulega á óvart. „Það er eiginlega ömurlegast að fram undir þetta höfðum við haft það í undirmeðvitundinni að eitthvað gæti verið að grassera en út í sveit höfum við til þessa verið nokkuð ómeðvituð um það að svona gæti gerst.“
Sveitarfélagið Hornafjörður Lögreglumál Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira