Þetta er í annað skiptið á ferlinum sem Norris ræsir fyrstur en hann keyrir fyrir McLaren. Næstir á eftir honum eru aftur á móti miklir reynsluboltar.
Max Verstappen ræsir annar en hann hefur verið 39 sinnum á ráspól. Lewis Hamilton byrjar síðan þriðji en hann hefur verið 104 sinnum á ráspól.
Verstappen er með yfirburðastöðu í keppni ökumanna en gaman að sjá að Hamilton ætlar að bíta aðeins frá sér. Norris er þriðji í keppni ökumanna, 63 stigum á eftir Verstappen en aðeins sjö stigum á eftir Charles Leclerc sem er í öðru sæti.
Útsendingin frá spænska kappakstrinum er á Vodafone Sport stöðinni og hefst klukkan 12.30 á morgun.
- Efstu tíu á ráspólnum á morgun:
- 1. Lando Norris (McLaren)
- 2. Max Verstappen (Red Bull)
- 3. Lewis Hamilton (Mercedes)
- 4. George Russell (Mercedes)
- 5. Charles Leclerc (Ferrari)
- 6. Carlos Sainz (Ferrari)
- 7. Pierre Gasly (Alpine)
- 8. Sergio Perez (Red Bull)
- 9. Esteban Ocon (Alpine)
- 10. Oscar Piastri (McLaren)
Edge of your seat action, right to the very end! 🍿
— Formula 1 (@F1) June 22, 2024
Here's the moment @LandoNorris' last-gasp effort earned him POLE in Barcelona! 👏#F1 #SpanishGP pic.twitter.com/IMzZjWmlQr