„Þetta er ekki það sem ég kalla að vinna frítt“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. júní 2024 16:18 Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri. Vilhelm/Arnar „Þetta er ótrúleg fullyrðing. Það er svo margt í þessari stuttu færslu sem maður gæti gert athugasemdir við. Ég gæti í allan dag nefnt dæmi um það hvernig borgin hefur orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni með því að hafa Dag í stóli borgarstjóra. Ég held að borgarbúar hefðu farið betur úr því að fá nýjan borgarstjóra og greiða biðlaun.“ Þetta segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við Vísi um Facebook-færslu Dags B. Eggertssonar, fyrrverandi borgarstjóra, þar sem hann sagðist vinna frítt sem formaður borgarráðs á biðlaunatíma sínum. Dagur sagði jafnframt að í raun væri um sparnað að ræða þar sem ekki þurfti að greiða biðlaun þegar hann sat sem borgarstjóri í tíu ár. „Hann er að þiggja um 2,6 milljónir í laun fyrir vinnuna sína í dag og kallar það að vinna frítt. Þetta er ekki það sem ég kalla að vinna frítt og ég efast um að nokkur annar geri það. Þetta er mjög sérkennilegt orðaval,“ segir Hildur. Greiðslan nemi niðurskurði í bókakaupum Hildur svaraði færslu Dags með sinni eigin færslu. Þar segir hún orlofsgreiðslu Dags nema sömu upphæð og niðurskurður í bókakaupum til skólabókasafna. „Í sundurliðun á uppgjöri vegna starfsloka Dags B. Eggertssonar kemur í ljós að hann hefur farið fram á 10 milljónir króna í orlofsgreiðslur frá borginni! Bókakaup til skólabókasafna voru skorin niður um 10 milljónir króna á síðasta ári - mitt í umræðu um alvarlegan læsisvanda barna. En það er greinilega nóg til þegar skrifstofa borgarstjóra er annars vegar,“ segir í færslunni. „Fæ þetta ekki alveg til að ganga upp“ Rétt er að laun og launatengdur kostnaður vegna orlofsuppgjörs Dags nemur 9.773.617 krónum. Hildur segir að henni finnist orlofsgreiðslan verulega há og að hún sé búin að óska eftir ítarlegum skýringum um hvað býr þar að baki. Spurð hvort að Dagur eigi ekki rétt á svo hárri orlofsgreiðslu eftir tíu ár í starfi sem borgarstjóri samkvæmt ráðningarsamning segir Hildur: „Þetta er bara verulega hátt og ég fæ þetta ekki alveg til að ganga upp. Ég mun upplýsa um þær skýringar sem ég fæ. Við erum að horfa á niðurskurð í borgarkerfinu. Við Sjálfstæðismenn hefðum frekar viljað sjá niðurskurð í stjórnkerfinu en meirihlutinn hefur valið að skera niður í þjónustu íbúanna.“ Hefðbundið orðaskak í heimi stjórnmálanna Spurð hvað hún hefði viljað sjá Dag gera við borgarstjóraskiptin segir Hildur: „Ég spurði fyrir um hvernig þessum biðlauna málum yrði háttað. Ég fékk þau svör að hann fengi full borgarstjóralaun í sex mánuði og það yrðu laun hans sem formaður borgarráðs. Það er gott og vel. Mér er hins vegar mjög brugðið yfir þessum orlofslaunum. Mér þykir þær full háar og af þeim ástæðum hef ég óskað eftir skýringum.“ Í færslunni hnýtti Dagur í Hildi og Morgunblaðið og sagði það óþarfi að gefa til kynna að hann væri á tvöföldum launum. Spurð um viðbrögð við þessu segir Hildur: „Þetta er nú bara hefðbundið orðaskak í heimi stjórnmálanna. Ég hef aldrei fullyrt að hann væri á tvöföldum launum. Ég fékk bara spurningu frá Morgunblaðinu og ég sagðist ætla skoða málið.“ Reykjavík Kjaramál Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Þetta segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við Vísi um Facebook-færslu Dags B. Eggertssonar, fyrrverandi borgarstjóra, þar sem hann sagðist vinna frítt sem formaður borgarráðs á biðlaunatíma sínum. Dagur sagði jafnframt að í raun væri um sparnað að ræða þar sem ekki þurfti að greiða biðlaun þegar hann sat sem borgarstjóri í tíu ár. „Hann er að þiggja um 2,6 milljónir í laun fyrir vinnuna sína í dag og kallar það að vinna frítt. Þetta er ekki það sem ég kalla að vinna frítt og ég efast um að nokkur annar geri það. Þetta er mjög sérkennilegt orðaval,“ segir Hildur. Greiðslan nemi niðurskurði í bókakaupum Hildur svaraði færslu Dags með sinni eigin færslu. Þar segir hún orlofsgreiðslu Dags nema sömu upphæð og niðurskurður í bókakaupum til skólabókasafna. „Í sundurliðun á uppgjöri vegna starfsloka Dags B. Eggertssonar kemur í ljós að hann hefur farið fram á 10 milljónir króna í orlofsgreiðslur frá borginni! Bókakaup til skólabókasafna voru skorin niður um 10 milljónir króna á síðasta ári - mitt í umræðu um alvarlegan læsisvanda barna. En það er greinilega nóg til þegar skrifstofa borgarstjóra er annars vegar,“ segir í færslunni. „Fæ þetta ekki alveg til að ganga upp“ Rétt er að laun og launatengdur kostnaður vegna orlofsuppgjörs Dags nemur 9.773.617 krónum. Hildur segir að henni finnist orlofsgreiðslan verulega há og að hún sé búin að óska eftir ítarlegum skýringum um hvað býr þar að baki. Spurð hvort að Dagur eigi ekki rétt á svo hárri orlofsgreiðslu eftir tíu ár í starfi sem borgarstjóri samkvæmt ráðningarsamning segir Hildur: „Þetta er bara verulega hátt og ég fæ þetta ekki alveg til að ganga upp. Ég mun upplýsa um þær skýringar sem ég fæ. Við erum að horfa á niðurskurð í borgarkerfinu. Við Sjálfstæðismenn hefðum frekar viljað sjá niðurskurð í stjórnkerfinu en meirihlutinn hefur valið að skera niður í þjónustu íbúanna.“ Hefðbundið orðaskak í heimi stjórnmálanna Spurð hvað hún hefði viljað sjá Dag gera við borgarstjóraskiptin segir Hildur: „Ég spurði fyrir um hvernig þessum biðlauna málum yrði háttað. Ég fékk þau svör að hann fengi full borgarstjóralaun í sex mánuði og það yrðu laun hans sem formaður borgarráðs. Það er gott og vel. Mér er hins vegar mjög brugðið yfir þessum orlofslaunum. Mér þykir þær full háar og af þeim ástæðum hef ég óskað eftir skýringum.“ Í færslunni hnýtti Dagur í Hildi og Morgunblaðið og sagði það óþarfi að gefa til kynna að hann væri á tvöföldum launum. Spurð um viðbrögð við þessu segir Hildur: „Þetta er nú bara hefðbundið orðaskak í heimi stjórnmálanna. Ég hef aldrei fullyrt að hann væri á tvöföldum launum. Ég fékk bara spurningu frá Morgunblaðinu og ég sagðist ætla skoða málið.“
Reykjavík Kjaramál Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira