Af hættustigi niður á óvissustig Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. júní 2024 18:15 Drónamyndir frá í dag sýna að engin virkni sé lengur í gígnum. Veðurstofa Íslands Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að færa almannavarnastig af hættustigi á óvissustig vegna umbrota á Reykjanesi. Gosórói hefur farið minnkandi á síðustu sólarhringum en svæðið verður áfram vaktar af Veðurstofunni og lögreglunni á Suðurnesjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Þar segir að ákvörðunin hafi verið tekin í ljósi þess að eldgosinu við Sýlingarfell sé lokið og ástandið stöðugra. Drónamyndir hafi verið teknar fyrr í dag og á þeim sást að virkni í gígnum sé engin. Áfram sé þó rennsli í þeim hrauntungum sem fóru yfir varnargarð norðan Sýlingarfells en búast megi við að rennslið stöðvist á næstunni. „Vinna við að hemja hraunrennslið hefur nú staðið yfir í nokkra daga, bæði með vinnuvélum og hraunkælinu. Þar sem aðstæður hafa breyst þá hefur hraunkælingunni verið hætt og fara næstu dagar og vikur í að meta hvort og þá mögulega hvernig hún virkaði. Óhætt er að segja að vinnan við hraunkælinguna hefur skilað mikilli reynslu sem nýtist ef til hennar kemur aftur í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni. Í henni segir einnig að þau sem starfað hafi á svæðinu fái kærkomna hvíld á morgun en að strax á mánudagsmorgun hefjist vinna á ný við að klára það verk sem hafið var, að verja Svartsengi enn frekar með varnargarðavinnu. Búið sé að gera minni varnargarð fyrir innan þann sem fyrir var og hraunið sé komið að honum en þó ekki öllum. „Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra langar að koma á framfæri þakklæti til allra sem komu að þessari vinnu síðustu daga og nætur,“ segir í tilkynningunni. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Þar segir að ákvörðunin hafi verið tekin í ljósi þess að eldgosinu við Sýlingarfell sé lokið og ástandið stöðugra. Drónamyndir hafi verið teknar fyrr í dag og á þeim sást að virkni í gígnum sé engin. Áfram sé þó rennsli í þeim hrauntungum sem fóru yfir varnargarð norðan Sýlingarfells en búast megi við að rennslið stöðvist á næstunni. „Vinna við að hemja hraunrennslið hefur nú staðið yfir í nokkra daga, bæði með vinnuvélum og hraunkælinu. Þar sem aðstæður hafa breyst þá hefur hraunkælingunni verið hætt og fara næstu dagar og vikur í að meta hvort og þá mögulega hvernig hún virkaði. Óhætt er að segja að vinnan við hraunkælinguna hefur skilað mikilli reynslu sem nýtist ef til hennar kemur aftur í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni. Í henni segir einnig að þau sem starfað hafi á svæðinu fái kærkomna hvíld á morgun en að strax á mánudagsmorgun hefjist vinna á ný við að klára það verk sem hafið var, að verja Svartsengi enn frekar með varnargarðavinnu. Búið sé að gera minni varnargarð fyrir innan þann sem fyrir var og hraunið sé komið að honum en þó ekki öllum. „Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra langar að koma á framfæri þakklæti til allra sem komu að þessari vinnu síðustu daga og nætur,“ segir í tilkynningunni.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira