12 tonn af sveppum í hverri viku frá Flúðasveppum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. júní 2024 13:05 Sveppirnir frá Flúðasveppum eru mjög vinsælir og góð vara enda mikil eftirspurn eftir sveppunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt öflugasta fyrirtæki í Uppsveitum Árnessýslu, Flúðasveppir á Flúðum framleiðir nú 12 tonn af sveppum á viku og hefur varla undan að framleiða sveppi ofan í landsmenn. Fyrirtækið fagnar 40 ára afmæli í ár en á fyrstu árunum voru aðeins framleidd 500 kíló af sveppum á viku, sem þótti mjög gott þá. 1984 var stofnár Flúðasveppa en frá þeim tíma hefur fyrirtækið vaxið og dafnað sem aldrei fyrr enda eflist það með hverju árinu. Í dag er framleiðslan 12 tonn af sveppum á viku í sérstökum klefum en fyrstu árin voru þetta ekki nema 500 kíló á viku. Ævar Eyfjörð Sigurðsson er bústjóri Flúðasveppa en hann fór yfir starfsemi fyrirtækisins á málþinginu “Saman gegn sóun”, sem haldið var í vikunni á Hvolsvelli. „Við erum að framleiða sveppi fyrir 70% íslensks markaðs og við erum 30 starfsmenn allt árið þannig að þetta er ekki árstíðabundin starfsemi, við erum að reyna að framleiða sveppi jafnt út allt árið,” sagði Ævar. Ævar Eyfjörð Sigurðsson er bústjóri Flúðasveppa en hann fór yfir starfsemi fyrirtækisins á málþinginu „Saman gegn sóun”, sem haldið var í vikunni á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hálmur er það hráefni, sem mest er notað við sveppaframleiðslu en það er afgangsafurð í kornframleiðslu. „Þennan hálm tökum við og bleytum en við notum gríðarlega mikið vatn í okkar framleiðslu og við erum að búa til í hverri viku 70 tonn af rotmassa úr þessum hálmi,” bættir Ævar við. Fram kom í máli Ævars að 30 starfsmenn vinna hjá Flúðasveppum og þar er framleiðslan 12 tonn af sveppum á viku allt árið um kring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hænsnaskítur er líka notaður við sveppaframleiðsluna en Flúðasveppir eru í samstarfi við Ásmundarstaði kjúklingabú hvað það varðar. „Þannig að við erum að nota frá þeim allt að 12 tonn í hverri einustu viku af hænsnaskít, sem að þeir eru mjög glaðir með að getað losnað við en við blöndum hænsnaskítinn saman við hálminn og úr því verður þessi rotmassi til,” sagði Ævar enn fremur á málþinginu, sem sér ekkert annað en bjart framundan hjá Flúðasveppum á 40 ára afmælisári fyrirtækisins. Flúðasveppir fagna 40 ára afmæli á árinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flúðamold er líka ræktuð hjá Flúðasveppum en hún nýtur mikilla vinsælda. Heimasíða Flúðasveppa Hrunamannahreppur Landbúnaður Sveppir Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
1984 var stofnár Flúðasveppa en frá þeim tíma hefur fyrirtækið vaxið og dafnað sem aldrei fyrr enda eflist það með hverju árinu. Í dag er framleiðslan 12 tonn af sveppum á viku í sérstökum klefum en fyrstu árin voru þetta ekki nema 500 kíló á viku. Ævar Eyfjörð Sigurðsson er bústjóri Flúðasveppa en hann fór yfir starfsemi fyrirtækisins á málþinginu “Saman gegn sóun”, sem haldið var í vikunni á Hvolsvelli. „Við erum að framleiða sveppi fyrir 70% íslensks markaðs og við erum 30 starfsmenn allt árið þannig að þetta er ekki árstíðabundin starfsemi, við erum að reyna að framleiða sveppi jafnt út allt árið,” sagði Ævar. Ævar Eyfjörð Sigurðsson er bústjóri Flúðasveppa en hann fór yfir starfsemi fyrirtækisins á málþinginu „Saman gegn sóun”, sem haldið var í vikunni á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hálmur er það hráefni, sem mest er notað við sveppaframleiðslu en það er afgangsafurð í kornframleiðslu. „Þennan hálm tökum við og bleytum en við notum gríðarlega mikið vatn í okkar framleiðslu og við erum að búa til í hverri viku 70 tonn af rotmassa úr þessum hálmi,” bættir Ævar við. Fram kom í máli Ævars að 30 starfsmenn vinna hjá Flúðasveppum og þar er framleiðslan 12 tonn af sveppum á viku allt árið um kring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hænsnaskítur er líka notaður við sveppaframleiðsluna en Flúðasveppir eru í samstarfi við Ásmundarstaði kjúklingabú hvað það varðar. „Þannig að við erum að nota frá þeim allt að 12 tonn í hverri einustu viku af hænsnaskít, sem að þeir eru mjög glaðir með að getað losnað við en við blöndum hænsnaskítinn saman við hálminn og úr því verður þessi rotmassi til,” sagði Ævar enn fremur á málþinginu, sem sér ekkert annað en bjart framundan hjá Flúðasveppum á 40 ára afmælisári fyrirtækisins. Flúðasveppir fagna 40 ára afmæli á árinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flúðamold er líka ræktuð hjá Flúðasveppum en hún nýtur mikilla vinsælda. Heimasíða Flúðasveppa
Hrunamannahreppur Landbúnaður Sveppir Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira