Eins og fram hefur komið hefur vefurinn mbl.is legið niðri undanfarnar klukkustundir og herma heimildir Vísis að um sé að ræða svokallaða gagnagíslatökuárás (e. ransomware). Er það eins árás og gerð var á tölvukerfi Háskólans í Reykjavík fyrr á árinu.
Karl segir í samtali við fréttastofu enn verið að meta umfang og áhrif árásarinnar en vildi ekki tjá sig um hvers eðlis árásin hafi verið. Inntur eftir því hvort Morgunblað morgundagsins kæmi út eða ekki vildi hann heldur ekki tjá sig.