Skjálftinn við Brennisteinsfjöll líklega ótengdur gosstöðvunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júní 2024 08:35 Jarðskjálftamælir á Reykjanesi. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti sem reið yfir í Brennisteinsfjöllum í gærkvöldi er ekki talinn tengjast atburðunum í Sundhnúkagígum. Landris heldur áfram við Svartsengi og útlit fyrir að sama ferli sé að hefjast og sést hefur í aðdraganda síðustu eldgosa. Jarðskjálftinn reið yfir um klukkan korter í ellefu í gærkvöldi, sex kílómetra suðvestur af Bláfjallaskála og mældist 3,1 að stærð. Nokkrir smærri eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir erfitt að segja til um hvort skjálftinn tengjist jarðhræringum við Sundhnúkagíga, þar sem eldgosinu sem hófst 29. maí virðist vera lokið. „Það er í raun erfitt að segja. Það er hreyfing á öllum skaganum vegna flekaskilanna og það verða oft hreyfingar á sprungum sem liggja á þessum svæðum,“ segir Lovísa. Líklegast sé að skjálftinn sé ótengdur atburðum við gosstöðvarnar, og erfitt að draga aðrar ályktanir af skjálftanum. „Það gerist oft að það verði stakir skjálftar á sprungum á svæðinu og það virðist bara hafa verið einhver hreyfing þarna.“ Endurtekið efni líklega í vændum Varðandi stöðuna við gosstöðvarnar segir Lovísa að landris haldi áfram undir Svartsengi. „Hraun sem kom þarna síðustu dagana heldur áfram að mjakast áfram. Það er enn smá hreyfing við varnargarðana við Svartsengi og það var aðeins hreyfing þar í nótt. Það er verið að dæla á hraunið og það má búast við því að á meðan hraunið er að kólna verði hreyfing á því næstu daga.“ Um framhaldið segir Lovísa að útlit sé fyrir að sama atburðarás sé að myndast og hefur verið í aðdraganda síðustu eldgosa. „Landris undir Svartsengi heldur áfram. Þetta virðist vera svipað ferli og hefur verið síðustu mánuði.“ Eldgos og jarðhræringar Ölfus Tengdar fréttir Landris gæti aukist en of snemmt að segja til um goslok Veðurstofa Íslands tilkynnti í gær að eldgosinu við Sundhnúkagígaröð, sem hófst þann 29. maí, væri sennilega lokið. Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir of snemmt til að fullyrða um það og bendir á að goslok gætu haft áhrif á landris í Svartsengi. 23. júní 2024 12:18 Af hættustigi niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að færa almannavarnastig af hættustigi á óvissustig vegna umbrota á Reykjanesi. Gosórói hefur farið minnkandi á síðustu sólarhringum en svæðið verður áfram vaktar af Veðurstofunni og lögreglunni á Suðurnesjum. 22. júní 2024 18:15 Eldgosinu líklegast lokið Eldgosinu sem hófst 29. maí virðist vera lokið. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Veðurstofu Íslands. 22. júní 2024 15:18 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Jarðskjálftinn reið yfir um klukkan korter í ellefu í gærkvöldi, sex kílómetra suðvestur af Bláfjallaskála og mældist 3,1 að stærð. Nokkrir smærri eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir erfitt að segja til um hvort skjálftinn tengjist jarðhræringum við Sundhnúkagíga, þar sem eldgosinu sem hófst 29. maí virðist vera lokið. „Það er í raun erfitt að segja. Það er hreyfing á öllum skaganum vegna flekaskilanna og það verða oft hreyfingar á sprungum sem liggja á þessum svæðum,“ segir Lovísa. Líklegast sé að skjálftinn sé ótengdur atburðum við gosstöðvarnar, og erfitt að draga aðrar ályktanir af skjálftanum. „Það gerist oft að það verði stakir skjálftar á sprungum á svæðinu og það virðist bara hafa verið einhver hreyfing þarna.“ Endurtekið efni líklega í vændum Varðandi stöðuna við gosstöðvarnar segir Lovísa að landris haldi áfram undir Svartsengi. „Hraun sem kom þarna síðustu dagana heldur áfram að mjakast áfram. Það er enn smá hreyfing við varnargarðana við Svartsengi og það var aðeins hreyfing þar í nótt. Það er verið að dæla á hraunið og það má búast við því að á meðan hraunið er að kólna verði hreyfing á því næstu daga.“ Um framhaldið segir Lovísa að útlit sé fyrir að sama atburðarás sé að myndast og hefur verið í aðdraganda síðustu eldgosa. „Landris undir Svartsengi heldur áfram. Þetta virðist vera svipað ferli og hefur verið síðustu mánuði.“
Eldgos og jarðhræringar Ölfus Tengdar fréttir Landris gæti aukist en of snemmt að segja til um goslok Veðurstofa Íslands tilkynnti í gær að eldgosinu við Sundhnúkagígaröð, sem hófst þann 29. maí, væri sennilega lokið. Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir of snemmt til að fullyrða um það og bendir á að goslok gætu haft áhrif á landris í Svartsengi. 23. júní 2024 12:18 Af hættustigi niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að færa almannavarnastig af hættustigi á óvissustig vegna umbrota á Reykjanesi. Gosórói hefur farið minnkandi á síðustu sólarhringum en svæðið verður áfram vaktar af Veðurstofunni og lögreglunni á Suðurnesjum. 22. júní 2024 18:15 Eldgosinu líklegast lokið Eldgosinu sem hófst 29. maí virðist vera lokið. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Veðurstofu Íslands. 22. júní 2024 15:18 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Landris gæti aukist en of snemmt að segja til um goslok Veðurstofa Íslands tilkynnti í gær að eldgosinu við Sundhnúkagígaröð, sem hófst þann 29. maí, væri sennilega lokið. Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir of snemmt til að fullyrða um það og bendir á að goslok gætu haft áhrif á landris í Svartsengi. 23. júní 2024 12:18
Af hættustigi niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að færa almannavarnastig af hættustigi á óvissustig vegna umbrota á Reykjanesi. Gosórói hefur farið minnkandi á síðustu sólarhringum en svæðið verður áfram vaktar af Veðurstofunni og lögreglunni á Suðurnesjum. 22. júní 2024 18:15
Eldgosinu líklegast lokið Eldgosinu sem hófst 29. maí virðist vera lokið. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Veðurstofu Íslands. 22. júní 2024 15:18